29. september 2004

The invasion of the yellow striped monster.
Creepy, ekki satt. Þessi væni geitungur kíkti inn um gluggan hjá mér í gær þegar ég sat við tölvuna. Ég greip til þess ráðs að slá hann niður með plastmöppu, en hann vildi þótt seint drepast blessaður. Hann vankaðist þó og á meðan náði ég í myndavélina nýju og ákvað að prufa macro-stillinguna. Það tókst svona ljómandi vel og hér að ofan sjáiði afraksturinn. Ég var þó að velta fyrir mér einu. Af hverju heitir þessi stilling macro. Ég hef alltaf haldið að macro stæði fyrir eitthvað stórt og micro fyrir eitthvað lítið. Kannski eru þeir að meina að þetta sé stilling til að stækka smáa hluti... veit ekki. Það má svo bæta því við í lokin að ég slepti greyinu aftur út um gluggan að lokinni myndatöku, veit reyndar ekki hvernig honum reyddi af eftir barsmíðarnar, en hann var allavega lifandi:-)..

en svona til að halda umræðunum gangandi, kann ekki einhver góða sögu af því þegar hann lenti í útistöðum við svona skordýr eins og hér að ofan. Ég get til dæmis minnst á það þegar við vorum að steggja Jón Kristinn þá gerðu nokkrar flugur súg að tveimur persónum sem við skulum kalla Björk og Gvendólína og þær hlupu um eins og litlar stelpur, skrækjandi og vælandi og endaði með að þær stukku inn í bíl og lokuðu að sér. Karlmennskan borðleggjandi. O&O.
Posted by Hello

27. september 2004


Tangó í Eyjum
Já, þá skrifar maður loksins aftur.. aðalástæðan fyrir lélegu bloggeríi er sú að mér hefur ekkert gengið að tengja saman fartölvuna við hægvirku borðtölvuna sem er með adsl-ið. Það dettur stöku sinnum inn hjá mér, m.a. núna og því skrifa ég sem óður....
Anyhow.. Ég setti hérna til hliðar (vinstra megin uppi) inn textabrot úr lagi með Incubus sem mér finnst nokkuð nettur. Ég var samt að hugsa hvað hann á ekkert við mig og þetta blogg. Yfirleitt skrifa ég um eitthvað léttvægt og skemmtilegt en er ekki að velta vandamálum heimsins fyrir mér. Það er ekki hægt að segja að ég noti bloggið mitt eins og byssu og skjóti niður þá sem ég er á móti. En er það ekki bara ágætt, það þurfa ekki allir að vera með heimspekilegar umræður um stjórnmál og stríð. Er ekki ágætt að geta slappað af aðeins af frá þeim vandamálum. Ég held ég haldi mig bara við það. Andri Hugo var einmitt að spyrja mig um mann líðandi stundar og fleiri skemmtilega þætti sem voru á blogginu fyrir ekki svo margt löngu síðan. Hver veit nema ég endurvekji þá bráðlega og fari að koma þessari síðu armennilega af stað aftur.
Annars er það að frétta að ég var að koma frá Eyjum, þar sem ég sótti stórskemmtilegt lokahóf KFS. Þótt árangurinn hafi ekki verið sem bestur í sumar, þá allavega kunnum við að skemmta okkur saman. Hitt kemur bara seinna. Ég læt hér fylgja eina mynd þar sem ég og Slingerinn erum í æsandi tangó. Þess má geta að ég hef eignast stafræna myndavél þannig að nú má fólk fara að passa sig.
O&O Posted by Hello

10. september 2004

TÖLVUÞJÓNUSTA DAUÐANS.
WWWWWWWWWWWelllllllllll þá er maður loks kominn með adsl hér í bænum og getur farið að láta heyra í sér aftur. Nennti hreinlega ekki að nota netið með 50Kb símatengingu. Og enn á ný fær maður frábæra þjónustu með þetta adsl dæmi. Gekk ekkert að tengjast og þeir hjá RHI (sem sér um netið hjá Háskólanum) sögðust ekkert getað hjálpað mér og að það þýddi ekki að hringja í Símann um að fá hjálp. Þyrfti annaðhvort að fá vin eða kunningja, eða tölvuviðgerðarmann til að stilla módemið hjá mér. Jájá, ok. Endaði svo með að ég hringdi nú í Símann áðan, beið í korter og hlustaði á 60´s tónlist á meðan. Svo svaraði einhver gaukur og það fyrsta sem hann sagði mér var að breyta einhverri Vpi/Vci tölu frá 1/36 í 8/48. OG ÞAÐ VAR ALLT HEILA VANDAMÁLIÐ. arrrrggg. Gátu þeir ekki haft leiðbeiningar um þetta með leiðbeiningum um uppsetningu á tengingunni. Svona er þetta tölvuvesen alltaf. Óþolandi. En er allavega kominn með almennilega tengingu aftur.

16. ágúst 2004


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Sannaðist hið fornkveðna um helgina að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Oft hef ég blótað lélegum lýsingum frá knattspyrnuleikjum í sjónvarpi. Mér hefur verið tíðrætt um t.d. Gaupa, Steina, Hödda Magg og hina gaukana á sýn sem oft á tíðum hafa verið að tapa sér í ruglinu. Annar hver leikmaður er stórkostlegur eða gerir eitthvað magnað þegar Gaupi er að lýsa leik og Höddi ætlar að gleypa míkrófóninn í hvert skipti ssem eitthvað markvert gerist. Ég hélt því að framundan væru yndislegir dagar á Skjá1 þar sem valinkunnir einstaklingar í bland við enska þuli áttu að lýsa leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. En góðan daginn. Í fyrsta leiknum sem ég sá (MU vs. Chelsea) var búið að planta Gunna, úr Gunni og Felix í Stundinni okkar, og hinum gríðarhressa (NOT) Arnóri Guðjonsen í lýsarastólinn. Lélegri lýsingu á knattspyrnuleik hef ég ekki heyrt lengi. Ekki nóg með að Gunni hafi einstaklega leiðinlega rödd og sé almennt leiðinlegur leikari að mínu mati þá kom bara tóm tjara upp úr honum. Hann skildi t.d. ekkert í því þegar United tók innkast við miðju vallarins og boltanum var hent til baka á varnarmann. "Þegar ég var í fótbolta var okkur kennt að það ætti að henda fram á völlinn í innkasti" heyrðist í Gunna. Hvaða bull er þetta.
Þetta var nú bara fyrsti leikurinn hans svo hann á e.t.v. eftir að skána. Svo getur maður líka huggað sig við það að ensku þulirnir verða látnir vera á í einhverjum leikjum. Samt er ég eiginlega strax farinn að sakna gömlu félaganna á SÝN.
Posted by Hello

13. ágúst 2004


UUOOOOghghghhg. Heyrist ekki eitthvað svona þegar maður ælir. Ég var allavega mjög nálægt því að æla áðan í vinnunni minni. Eins og sumir vita þá er ég búinn að vera stúdera þorsk í sumar og felst í þeirri stúderingu að kryfja þarf innyfli fisksins svo eitthvað sé nefnt. Í gær fór ég ásamt föruneyti og náði í fisk úr gildru við Keiko-kvína. Þar sem ég þurfti að fara upp á land að keppa ákvað ég að setja þann fisk sem náðist í í smá klaka og hélt að hann yrði þokkalegur í dag til rannsókna. En nei, því var öðru nær. Klakinn hefur væntanlega dugað skammt og fiskurinn lá því í stofuhita í alla nótt. Svo hófst ég handa í hádeginu í dag. Öðru eins ógeði hef ég ekki lent í. Lyktin sem gaus upp úr innyflunum á þessum kvikindum er ólýsanleg og ég held að ég eigi ekki eftir að borða fisk næstu vikurnar. Bjakk. Lexían er því þessi. Ef þú ætlar að rannsaka fisk, gerðu það eins fljótt og hægt er. Ef því verður ekki við komið, komdu fiskinum þá í almennilega kælingu. OK!!

Svo eitt, myndin hér að neðan af mér með hornsílið er tekin af slinger.tk með góðfúslegu leyfi.

Og svo vil ég benda á skemmtilegar myndir frá Þjóðhátíð 2004 hjá Andra Hugo. Leitið sérstaklega að þúsundtannamanninum. Posted by Hello

9. ágúst 2004


Já sællllllllllllllllllllllllllllllllllll. Hvað er að frétta. Kannast einhver við "West side is the best side" eða eitthvað svoleiðis. Man að einhver var að segja þetta í tíma og ótíma á þjóðhátíðinni, kannski Nonninn? Ekki alveg viss og ekki heldur hvernig rétta setningin var. Er svona að reyna ná saman brotum héðan og þaðan frá því á hátíðinni. Man til dæmis núna að 4 sílið heitir James Hetfield. Mynd af því hér að ofan.
Annars fundum ég og Gunnar Bergur upp á snilldar fjáröflunarleiðum á þjóðhátíðinni. Gunnar prufaði að láta fólk borga 500 kall fyrir að hann stillti sér upp við vegg og beraði á sér rassinn og fólk fékk fótbolta og mátti negla eins og það gat og reyna að hitta. Það voru þó nokkrir sem voru viljugir til að borga. Svo var ég með hornsíli í krukku eins og dyggir lesendur vita og stofnaði ég um þau sjóðinn "Free hornsílin foundation". Það kom um leið einn stuðningsaðili og borgaði 500 kall í sjóðinn, ónefndur sjúkraþjálfari hér í bæ. Spurning hvort ekki verði farið á næsta level með þessar fjáraflanir á næsta ári?
Posted by Hello

6. ágúst 2004


hér sjást tvö sílanna betur Posted by Hello
Jæja, þá er maður byrjaður að blogga á ný. Vonandi einhverjum til ánægju og yndisauka. Er aðeins búinn að breyta lúkkinu aftur, setti bara fyrirframtilbúið sull frá blogger. Spurning hvort það breytist seinna. Eins eitthvað búinn að prufa setja inn myndir og svona, það virðist virka að einhverju leyti. Allavega er komin inn mynd af mér með hornsílunum fimm sem fengu að fljóta með á þjóðhátíð. Þau heita Árni Matthísen, Árni Johnsen, Davíð Oddson og svo man ég ekki hvað síðustu tvö hétu... þið getið kannski hjálpað mér með það, ég sagði ófáum nöfnin á þeim á sunnudagsnóttinni á þjóðhátíðinni. Þeim var slept við hátíðlega athöfn í tjörnina í Herjólfsdal skömmu eftir að Stígur hafði tekið sinn árlega sundsprett. Virtust þau frelsinu fegin og ætti fólk sem hótaði mér lífláti fyrir að taka þau með mér í dalinn að geta slakað á (Andri, þú veist kannski hver það var). Gott í bili

Sjáiði sætu hornsílin mín. Þau synda nú frjáls ferða sinna í blárri tjörninni í Herjólfsdal. Posted by Hello

19. júlí 2004

Wúúúú, Dabe er lifandi. Spurning að fara gera eitthvað með þessa síðu á ný.... hvað segið þið, dyggu lesendur sem eru samt löngu búnir að gefast upp á mér með þessa síðu, um það??????