6. janúar 2005

Neiiiii... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
(já,ég veit.. ég er cheap, með demoútgáfu af brosköllum)

Nei annars, er ekki bara ágætt að byrjað að gera eitthvað af viti aftur.
Hátíðin að klárast og "oh there goes gravity, back to reality" eins og segir í textanum. Er þá ekki upplagt að taka saman það sem á daga manns hefur drifið.
Jólin voru fín í flesta staði. Helst mikið á sig lagt varðandi ferðalög á Mjóafjörð/Reykjavík/Vestmannaeyjar um hátíðarnar, en svona er þetta víst ef maður vill hitta ættingja og vini um hátíðarnar, sem ég held nú að flestir vilji.
Eyddum jólunum í Mjóafirði í snjó og kulda. Höfðum það mjög gott og var étið ótæpilega af hamborgarahrygg, hangikjöti, laufabrauði og öðru góðgæti. Sérstaklega voru rúsínukökurnar góðar.sllllleeeeeeeeeeffffff, slurp og kjamms. Síðan var slakað á, lesið og spilað og fleira skemmtilegt, á meðan úti geisaði stormur.
Átti reyndar ekkert voðalega náðuga daga um áramótin. Um leið og var komið til eyja á miðvikudeginum fyrir áramót var farið í það að taka upp atriði í hið árlega fjölskylduskaup. Allt í lagi með það. Svo var farið að klippa á fimmtudeginum og ljóst að tíminn var naumur. Það var því unnið langt fram á aðfaranótt föstudagsins. Vinnan gekk ágætlega og var byrjað aftur um 11 á gamlársdags-morgun til að klára renderingu og koma efninu á disk. Það gekk nú ekki betur en svo að kl 22 um kvöldið hafði það ekki enn tekist. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst nú samt að klára þetta rétt fyrir miðnætti og var hægt að sýna skaupið kl 00:30 þegar sprengjuvargarnir höfðu klárað sig af. Voru margir orðnir annsi óþreyjufullir, enda búið að bíða eftir skaupinu frá því fyrr um kvöldið. Held ég að ágætlega hafi tekist til og alltaf jafn gaman að standa í svona bulli.
Aðrir hápunktar hátíðanna:
Hitta ættingja og vini
Át og drykkja, pizzan hjá Margo alltaf góð;-) ekki satt Andri. Öss.
jólagjafir.. (sem þó verða færri með hverju árinu)
Kenndi 7 mánaða "mágkonu" minni að klappa (vil ég meina)
Spilamennska, sem var reyndar upp og ofan. Vann held ég í 2 af 4 skiptum sem ég spilaði um hátíðarnar
KFS bolti á gamlársdag, þar sem mitt lið kom til baka eftir erfiða "skora á lofti" keppni og var hársbreidd frá því að sigra mótið.
Lágpunktar:
Ferðalög um hátíðarnar, sem meðala annars fólu í sér:
- 3 tíma bið á Reykjavíkurflugvelli vegna slæmra lendingarskilyrða á Egilsstöðum
-ferð með flóabátnum Anný, sökum ófærðar á Mjóafjarðarheiði
-Flugferð frá Egilsstöðum þar sem skiptust á él og hristingur og endaði með því að vélin
þurfti að hætta við lendingu og gefa allt í botn rétt áður en hún lenti í Rvk og taka
aukahring sökum hliðarvinds á braut
- 2 Herjólfsferðir í misgóðu veðri.
Ofát
Sigur Sindra Viðars og félaga í KFS gamlársbolta.. sérstaklega Sindra Viðars
Vesen við að koma skaupinu á cd


Jamm, þar hafiði það. Hátíðarnar hjá mér í hnotskurn.



22. desember 2004

JEI, KOMINN Í JÓLAFRÍ
JEI, KOMINN Í JÓLAFRÍ
JEI, KOMINN Í JÓLAFRÍ
JEI, KOMINN Í JÓLAFRÍ
JEI, KOMINN Í JÓLAFRÍ

15. desember 2004

Hver man ekki eftir þessum





Hver man ekki þegar ég póstaði link inn á þennan gaur hér að ofan á svipuðum tíma ársins fyrir 2-3 árum. Það var einmitt við svipað tilefni, eða til að sýna nokkurn veginn hvernig manni líður kl 3 á nóttunni við próflestur. Með þeim tækninýjungum sem nú standa til boða get ég semsagt sett gaurinn beint inn á síðuna og þarf ekki að linka á hann. Segiði svo að það séu ekki framfarir í gangi.
Sjáiði bara hvað hann dansar fallega.

8. desember 2004


Þið verðið bara að afsaka bloggleysi undanfarinna daga. Nú snýst lífið hjá manni um lítið annað en að pæla í myndum svipaðri þessari að ofan. Þarna má semsagt sjá hvernig höndin á ykkur liti út ef þið hefðuð fest hana í vél og allt skinn og flestir vöðvarnir á framhandleggnum hefðu flest af. Þetta er reyndar merkilega gaman að skoða þetta stöff en eins og fyrri daginn þá mætti sólarhringurinn vera aðeins lengri svona uppá lærdóminn að gera. En svona er nú það. Muniði svo spakmæli dagsins: Sjaldan segir mállaus "sæll". Posted by Hello

27. nóvember 2004

Kagginn

Oh yeah baby, þá er maður kominn á nýjan (gamlan) bíl. Reyndar ekki nema 1 og 1/2 árs gamall en á móti kemur að þetta er fyrrverandi bílaleigubíll og hefur því væntanlega marga fjöruna sopið. Lítur samt vel út í alla staði og óhætt að segja að mikil gleði ríki með nýja gripinn. Keyptum hann af Toyota og er óhætt að mæla með því umboði; lánuðu okkur bíl og alles milli þess sem við seldum micruna og keyptum þennan. En nú veit ég að félagi vor, Jón Helgi Gíslason , hefur verið þekktur fyrir að búa til skemmtileg nöfn út frá bílnúmerum (t.d. HH 453 = Heimsk Hóra 453). Nú skora ég á hann og aðra að koma með flottasta nafnið út frá nýja bílnúmerinu sem er TK 969. Fyrir besta nafnið verða veitt sérlega flott verðlaun en það kemur í ljós síðar hver þau eru. Start Brainstorming ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Now!
Posted by Hello

26. nóvember 2004

Misskilningur

Ég las helvíti skemmtilega sögu hjá Elíasi Inga (í gula kassanum efst til vinstri á síðunni hjá honum) sem sýnir hvernig misskilningur í máli getur komið skemmtilega út. Upp úr því fór ég að velta fyrir mér skondnum misskilningi mínum á mismunandi hlutum í gegnum tíðina.
Ég man þegar ég var yngri og var að syngja með Final countdown. Lengi vel hélt ég alltaf að það væri verið að syngja It´s a fire in downtown en ekki It´s the final countdown. Ég ímyndaði mér að þeir væru að syngja svona slökkviliðsóð og væru að fara slökkva eldinn.
Tákmálsfréttamerkið í sjónvarpinu. Mér fannst þetta alltaf líta út eins og fíll eða eitthvað dýr. Það er tiltölulega stutt síðan ég áttaði mig á því að þetta er hönd sem sýnir eitthvað tákn uppvið andlit sem lýtur út eins og pabbinn í Einari Áskel. Og reyndar er þetta merki alveg einstaklega ömurlegt og niðurdrepandi.
Ég hélt alltaf að það væri bara einn Bond og að það væri Roger Moore. Það var löngu seinna sem ég uppgötvaði að fjöldinn allur af mönnum hafði tekið að sér þetta hlutverk. Roger Moore er því í raun minn eini sanni Bond.
Svo voru auðvitað miklu fleiri svona "misskilningar" en auðvitað man maður þá ekki þegar á að fara rifja upp. Ég kem þá bara með þá í kommentin þegar þeir rifjast upp. Komið þið endilega líka með dæmi um svona ungdómsmisskilning hjá ykkur í commentunum.
Posted by Hello

22. nóvember 2004

Stutt síðan/langt síðan
Það eru 11 ár síðan Jurassic Park kom út. Djöfull finnst mér það magnað. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég tengdi nýju aiwa fermingargræjurnar í vídjóið og hækkaði í botn inn í herbergi og fannst þetta svakalega flott. Nú eru græjurnar farnar á haugana. Er það merki um hversu langt er um liðið, eða hversu lélegar græjurnar voru? Veit ekki

21. nóvember 2004

Það verða allir að fá að vera með...

Fattaði það um leið og bjarki minntist á það í kommenti hér að neðan að það vantaði eina mynd úr hristiseríunni. Ómögulegt að allir fái ekki að vera með, svo að hér kemur hún með. Posted by Hello

9. nóvember 2004

Denny Crane

"Denny Crane". Ahehahehaeheahhehaehahhe. Þvílík snilld. Ég dey þegar hann segir þetta. Úr hlátri. Posted by Hello