14. mars 2005

My precious

Nú er þetta litla tæki komið á precious listann minn ásamt tölvunni og myndavél. Fékk það í afmælisgjöf frá frúnni og ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að fá svona gismo að gjöf. Nú fær mann ekkert stoppað þegar maður vill fara út að hlaupa eða að ryksuga eða eitthvað- hækkar bara í botn á uppáhaldstónlistinni og allt verður miklu skemmtilegra. Svo er maður líka að kynnast betur tónlist sem maður hefur ekki haft tíma til að hlusta á og endurnýja gömul kynni....


Þetta er svona eins og þegar maður eignaðist nýja flotta skó í gamla daga- maður verður aðeins að fá að monta sig:)
Posted by Hello

11. mars 2005

Fyndið stöff

Ég er á póstlista hjá sambíóunum og fæ alltaf sent reglulega auglýsingar um nýjar myndir og forsýningar. Finnst einhverjum öðrum en mér eitthvað athugavert við þennan texta?

Bill Murray leikur sjávarlíffræðinginn, Steve Zissou sem ákveður að hefna sín á dularfullum hákarli sem drap vin hans.
Hér er ótrúleg fersk og frumleg kvikmynd á ferðinni.Með aðalhlutverk fara auk Bill Murray þau Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Huston, Willem Dafoe, Jeff Goldblum, Michael Gambon og Noah Taylor.Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Wes Anderson sem gerði “Rushmore” og “The Royal Tenenbaums”.
Það á eftir að koma íslenskum kvikmyndahúsagestum verulega á óvart að heyra lag Sigur Rós sungið á íslensku á mjög mikilvægum kafla í myndinni!

27. febrúar 2005

ÞÚ ERT GAY

FÓLK ER FÍFL.
Þetta hefði kannski frekar átt að vera fyrirsögnin hjá mér í þetta skiptið. Vaknaði á sunnudags morguninn og ákvað að kveikja á sjónvarpinu. Ekki merkilegt. Setti á Skjá 1 og Sunnudagsþátturinn í fullum gangi. Legg nú ekki í vana minn að horfa á þann þátt en ég heyrði að það var verið að ræða um frumvarp um að banna reykingar inn á skemmtistöðum og ég ákvað að hlusta. Og þá erum við komin að FÍFLA-þættinum. Þarna sátu semsagt tveir stjórnendur þáttarins, annar með því að banna reykingar inná skemmtistöðum og hinn á móti því . Með þeim voru svo tveir gestir, annar með banni og hinn á móti. Yfirleitt er ég nokkuð umburðarlindur gagnvart fólki sem er á annarri skoðun en ég og er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta var þó einum of heimskulegt fyrir minn smekk. Hér eru dæmi um þau rök og heimskulegur athugasemdir sem komu frá þeim sem voru á móti banni og sérstaklega frá gestinum (sem ég man ekki hvað heitir) :

-Þetta fækkar fólki á skemmtistöðum.
-Já, þetta er ósiður, en þarf ekki að auka loftræstingu á mörgum þessara staða.
-Hva, þó ég sé á móti dauðarefsingu þá er ég ekki á móti öllum refsingum- (skildi þessi rök ekki alveg)
-Næst verður þá bara bannað að afgreiða tvöfaldan á barnum.
-Sumum astmasjúklingum líður betur í reyk.
-Svona bann er sambærilegt við áfengisbannið sem var hér í den.
-Betra dæmi.. tónlistarflutningur oft alltof hávær. Og svo eru staðir sem spila bara dauðarokk. Það hefur nú verið sýnt framá að fylgni er milli hlustunar á slíka tónlist og sjálfsvíga og tilhneigingu til að skaða aðra. Og svo hefur hávaði verri áhrif á starfsfólk en reykurinn. Á að banna slíka tónlist. Er þá ekki verið að stýra smekk fólks.
-Í frumvarpinu stendur að hratt vaxandi fjöldi vísindalegra sannana sýni framá skaðsemi óbeinna reykinga. Bíddu ef það er búið að sanna eitthvað getur þá fjöldi sannana verið að fjölga. Og svo leyfi ég mér að efast um innihald þessara vísindalegu sannana.
-Þeir sem voru með banninu bentu á heimasíðu lýðheilsustöðvar til fræðslu. Þá sagði sá sem var á móti að það væri nú bara rusl síða og ekkert að finna þar að viti.

Þarf ég að segja meira. Ef þetta er ekki að berja hausnum í vegg þá veit ég ekki hvað það er. Ég nenni eiginlega ekki að koma með mótrök gegn þessu því þau eru hreinlega of augljós. Ekki tímans virði að reyna svara svona heimskulegum athugasemdum. Ég skil bara ekki í stjórnendum þáttarins að geta ekki boðið gesti í þáttinn sem hefur allavega eitthvað á milli eyrnanna þannig að hann geti komið með almennileg rök gegn banni, ja, ef þau eru þá til. Jésús hvað ég var pirraður á að hlusta á þennan gauk. Eitt mesta fífl sem hef heyrt í lengi og hananú.
Posted by Hello

20. febrúar 2005

VOFF

Hér má sjá einn af átta hvolpum sem tengdó á Mjóafirði eru að ala upp þessa dagana. Helvíti krúttlegir verð ég að segja. Ef einhver hefur áhuga á að fjárfesta í einum þeirra, hreinræktaðir Labrar, þá eru myndir af þeim HÉR . Þessi litla tík heitir Fregn, en þemað í nafngiftum var F, eins og sjá má. Posted by Hello

10. febrúar 2005

Guess who´s back

Djöfullsins snilld maður. Skímó mættir aftur. Sá þá áðan í Ísland í dag og fannst þeir þokkalega þéttir. Verst að maður er að læra undir próf og kemst ekki til þess að sjá þá á Selfossi um helgina. Heimabærinn þeirra og svona, hlýtur að verða þokkalegt gigg. Maður getur þá bara hlakkað til að sjá þá á Gauknum í mars, ójé. Annars finnst mér geðveikt að sjá hvað þeir hafa breytt um stíl. Eru hættir að vera svona hnakkagaurar frá Selfossi og komnir í Rokkgalla. T.d. er Addi Fannar með miklu flottara hár en áður og er með svipuð gleraugu og James Hetfield í Metallicu notar. Geðveikt.






Þeir sem sjá ekki kaldhæðnina í þessu bloggi mega fara upp á borð og prufa að skutla sér fram af því og athuga hvort þeir slasist ekki örugglega smá. Posted by Hello

6. febrúar 2005

Moses went walking with the staff of wood...
Newton got beaned by the apple good...
Egypt was troubled by the horrible asp...
Mister Charles Darwin had the gall to ask...
...Yeah, yeah, yeah, yeah.

OMG, omg, omg. Mér kitlar í magann.
Rumour. Helvítis kjaftagangur. Ég vill fá staðfestingu. Ef það er einhver hljómsveit í heiminum sem ég myndi leggjast í ferðalag til að sjá fyrir utan METALLICA þá væri það R.E.M. Og ekki væri verra ef hún kæmi og spilaði í bakgarðinum hjá Nonnanum. Djöfull væri það gaman....Hef semsagt heyrt að þeir séu á leiðinni. Mín uppáhaldshljómsveit til margra ára. Gæti gert langan lista með snilldarlögum. Hef ekki tíma í það núna, geri það fljótlega. En svona til að byrja með mætti nefna nær öll lögin á Automatic For The People, sem inniheldur meðal annarra; Man on the moon, sidewinder sleeps, Everybody hurts, Find the River ofl. ofl.

Og til að fullkomna dæmið þá kæmi Incubus á eftir þeim. Þá gæti ég dáið tiltölulega sáttur, eða svona.. kannski nokkrir aðrir hlutir sem mig langar að klára fyrst. En allavega, þá væri tveimur hlutunum færri á THE LIST. Posted by Hello

25. janúar 2005


Svona er semsagt þróunin ef áfram heldur sem horfir. Þ.e. ef ég verð að Japana eftir að ég verð gamall. Leið inn á síðuna til að búa svona til má finna á síðunni hjá honum Andra Hugo.

Nýtt ár bættist semsagt í sarpinn í gær og vill ég þakka þeim sem sendu kveðjur kærlega fyrir og þið hin.. ég veit þið hugsið allavega til mín núna. Ég er sjálfur verstur í heiminum í að muna afmælisdaga þannig að þið þurfið ekkert að skammast ykkar.

Svo meðan ég man: Ég lofa að blogga aldrei aftur um Idol. Það er einfaldlega of Lame.
allrætíðen
Posted by Hello

22. janúar 2005

idol

Djöfull var ég pirraður yfir Idolinu í gær. Ekki endilega með það að Völu skyldi vera hent út, heldur með það hvernig henni var hent út. Vala átti ekki sinn besta dag í gær og var kannski eðlilegt að hún yrði meðal þriggja neðstu, en viðbrögð dómaranna fundust mér fyrir neðan allar hellur og ég missti í raun allt álit á þessu fólki. Þeir gjörsamlega rökkuðu stelpuna niður og þrátt fyrir að helmingurinn af hópnum hafi verið hörmung þá fékk enginn þeirra neitt svipaða gagnrýni. Og það var ekki farið út í að afsaka og væla eins og er búið að vera gera með litla dýrið í síðustu tveim þáttum (sem er svo mikið krúttípútt blööhhhhhh) þrátt fyrir að hún hafi verið hörmung í þeim báðum, bara svo dæmi séu tekin. Hún var með hita þannig að það var allt í lagi að hún syngi illa. Vala sagði nú í Idol extra hjá mstr. Gay Gayson að hún væri nú með 39 stiga hita og vesen. Mér fannst eiginlega dómararnir rústa þessum þætti þar sem þeir voru gjörsamlega búnir að ákveða hver ætti að detta út og komu því mjög á framfæri, þannig að það var ekki einusinni spennandi að horfa á þáttinn. Skutu sig nú aðeins í fótinn þar.

Umræðan var líka búin að ganga út á þetta alla vikuna, þ.e. að koma Völu út. Ég heyrði í Þorvaldi í Ísland í bítið og þar var hann að röfla hvernig þetta væri nú allt of mikil bæjarfélaga keppni orðin, þar sem fólk kæmist áfram bara út á það að eiga stórt bæjarfélag bakvið sig og var augljóst að hann beindi spjótum sínum að Völu. Talaði um að einn besti keppandinn (Nanna) hafi dottið út síðast og eitthvað bla bla. Svo heyrði ég í einhverjum í útvarpinu, bylgjunni eða FM, tala um það að Vala hefði nú átt að vera sú sem datt út og meira bla bla. Hallóoóó.. Vala var meðal þriggja neðstu þannig að hvað var verið að röfla, kannski söng hún ekki eins vel og Nanna, en hún var allavega skemmtilegri karakter í þessari keppni. Man eftir Nönnu í forkeppninni þar sem hún var að rembast við að dansa í einhverju laginu og það var eitt það hræðilegasta sem ég hef séð. Hún náði allavega ekki til mín og kom mér ekkert á óvart að hún hafi verið meðal þeirra neðstu.

Svo býður þessi keppni upp á þetta. Það eru kannski 3-4 sem geta sungið af viti og fá langflest atkvæðanna. Það er bara eðlilegt. Í raun væri eðlilegt að þessir 3-4 fengju öll atkvæðin því svo miklu betri eru þeir en restin. Svo skiptist restin af þeim fáu atkvæðum sem eftir eru á milli þeirra sem ekki stóðu sig nógu vel. Þá kemur það í ljós að þeir sem hafa gott bæjarfélag á bakvið sig fá líklega fleiri atkvæði þaðan upp á klíkuskapinn. Þeir "lélegri" frá stóru samheldnu bæjarfélagi hanga því væntanlega inni lengur en þeir "lélegri" frá minni bæjarfélagi, ja eða Reykjavík, því það er allt í einu svo slæmt að vera þaðan miðað við það sem Þorvaldur sagði í ÍíBítið. .... var að kanna málið og sá að Nanna er úr Hafnarfirði. Á að reyna segja mér að hún hafi ekki fengið samúðaratkvæði þaðan. Bull. Ef þetta er svona eins og talað er um, þá finnst mér það bara FLOTT, og sýnir hve vel Eyjamenn styðja við bakið á sínu fólki í gegnum súrt og sætt.
Eina vitið væri að sjálfsögðu að kjósa þann einstakling sem fólki fannst lélegastur það kvöldið.. held það gæfi betri mynd af því sem fólki finnst.

Það sem ég er semsagt að reyna að segja er að það var augljóst að hvorki Vala né þessi Nanna áttu upp á pallborðið hjá landsmönnum í þessari keppni og því fór sem fór. En það hefði verið í lagi að leifa þeim að fara út með smá reisn.
Posted by Hello

17. janúar 2005

Mér er sama hvað þið segið..

...þessi drykkur gæti bjargað mannslífum.
Ég hef lengi álitið sjálfan mig frekar mikinn kókista. Fátt eins gott eins og ísköld kók á mikilvægum augnablikum. Ég hef því yfirleitt fussað og sveiað yfir öllu merkt diet, max, zero eða öðru álíka sulli. Svo einn daginn um daginn vatt sér að mér maður í vindjakka merktum Coca Cola light og bauð mér að smakka drykkinn nýja, sem var svo vel merktur á jakkan hans. Í fyrstu leist mér ekkert á en sló til. Herramaðurinn ungi opnaði fyrir mig dósina, rétti mér og sagði að þetta yrði að drekka ískalt. Ég fór að ráðum hans og seypti á. Viti menn, þetta var ekki ógeðslegt. Ekki alvöru kók, en ágætt. Ég prufaði því að kaupa flösku og fór að prufu"keyra" nýja drykkinn með öllu því sem kók er ómissandi með. Pizza, Popp, saltstangir, lambakjöt með brúnni sósu og kartöflum. Alltaf stóðst Coca-Cola light prófið. Ef drukkið eitt og sér finnur maður örlítinn diet keim af Coke-Light (sem er svo viðbjóðslega áberandi í Diet-kók), en nógu lítinn til að hann trufli að minnsta kosti ekki mína bragðlauka. Ég er því búinn að skipta. Ég drekk héðan í frá Coca Cola light.
Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það er eitthvað hollara.
Posted by Hello

6. janúar 2005

Neiiiii... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
(já,ég veit.. ég er cheap, með demoútgáfu af brosköllum)

Nei annars, er ekki bara ágætt að byrjað að gera eitthvað af viti aftur.
Hátíðin að klárast og "oh there goes gravity, back to reality" eins og segir í textanum. Er þá ekki upplagt að taka saman það sem á daga manns hefur drifið.
Jólin voru fín í flesta staði. Helst mikið á sig lagt varðandi ferðalög á Mjóafjörð/Reykjavík/Vestmannaeyjar um hátíðarnar, en svona er þetta víst ef maður vill hitta ættingja og vini um hátíðarnar, sem ég held nú að flestir vilji.
Eyddum jólunum í Mjóafirði í snjó og kulda. Höfðum það mjög gott og var étið ótæpilega af hamborgarahrygg, hangikjöti, laufabrauði og öðru góðgæti. Sérstaklega voru rúsínukökurnar góðar.sllllleeeeeeeeeeffffff, slurp og kjamms. Síðan var slakað á, lesið og spilað og fleira skemmtilegt, á meðan úti geisaði stormur.
Átti reyndar ekkert voðalega náðuga daga um áramótin. Um leið og var komið til eyja á miðvikudeginum fyrir áramót var farið í það að taka upp atriði í hið árlega fjölskylduskaup. Allt í lagi með það. Svo var farið að klippa á fimmtudeginum og ljóst að tíminn var naumur. Það var því unnið langt fram á aðfaranótt föstudagsins. Vinnan gekk ágætlega og var byrjað aftur um 11 á gamlársdags-morgun til að klára renderingu og koma efninu á disk. Það gekk nú ekki betur en svo að kl 22 um kvöldið hafði það ekki enn tekist. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst nú samt að klára þetta rétt fyrir miðnætti og var hægt að sýna skaupið kl 00:30 þegar sprengjuvargarnir höfðu klárað sig af. Voru margir orðnir annsi óþreyjufullir, enda búið að bíða eftir skaupinu frá því fyrr um kvöldið. Held ég að ágætlega hafi tekist til og alltaf jafn gaman að standa í svona bulli.
Aðrir hápunktar hátíðanna:
Hitta ættingja og vini
Át og drykkja, pizzan hjá Margo alltaf góð;-) ekki satt Andri. Öss.
jólagjafir.. (sem þó verða færri með hverju árinu)
Kenndi 7 mánaða "mágkonu" minni að klappa (vil ég meina)
Spilamennska, sem var reyndar upp og ofan. Vann held ég í 2 af 4 skiptum sem ég spilaði um hátíðarnar
KFS bolti á gamlársdag, þar sem mitt lið kom til baka eftir erfiða "skora á lofti" keppni og var hársbreidd frá því að sigra mótið.
Lágpunktar:
Ferðalög um hátíðarnar, sem meðala annars fólu í sér:
- 3 tíma bið á Reykjavíkurflugvelli vegna slæmra lendingarskilyrða á Egilsstöðum
-ferð með flóabátnum Anný, sökum ófærðar á Mjóafjarðarheiði
-Flugferð frá Egilsstöðum þar sem skiptust á él og hristingur og endaði með því að vélin
þurfti að hætta við lendingu og gefa allt í botn rétt áður en hún lenti í Rvk og taka
aukahring sökum hliðarvinds á braut
- 2 Herjólfsferðir í misgóðu veðri.
Ofát
Sigur Sindra Viðars og félaga í KFS gamlársbolta.. sérstaklega Sindra Viðars
Vesen við að koma skaupinu á cd


Jamm, þar hafiði það. Hátíðarnar hjá mér í hnotskurn.