24. september 2005

Ég var klukkaður

Ég á auðvelt með að fara í og úr axlarlið
Ég geng aldrei í nærbuxum
Ég hef ofnæmi fyrir páfagaukum
Ég átti að heita Samúel
Ég lýg aldrei á opinberum vetvangi.

ÉG klukka Gunnar Berg og Daða.. mér er alveg sama þó þeir bloggi ekki.. þeir verða bara að gera það héðan í frá.

30. júlí 2005


Bara gaman Posted by Picasa

17. júlí 2005

SWEEEET

Napoleon
You are Napoleon Dyanamite and a buttload of gangs
are trying to recruit you.


Which Napoleon Dynamite character are you?
brought to you by Quizilla

27. maí 2005

Thank you, and good night.

Jæja.. þá er ég farinn að sofa fyrir síðasta prófið. 27maí. Þvílíka ruglið, allir löngu búnir. Verð eitthvað rólegur í skrifum á næstunni- enda á leið í frííííí til heitari landa.

So long SUCKERS.

21. maí 2005

Hugleiðingar um Jurassic-vision

Mér fannst þetta svo æðislegt komment sem ég skrifaði hjá Johnny að ég ákvað að hafa það bara sem póst hjá mér líka...

Þetta er skandall.. ég legg til að öllum löndum austur af Þýskalandi verði meinað að taka þátt, og bannað að gefa löndunum sem liggja að þínu landi eða tala sama tungumál eða eiga sameiginlegan uppruna stig. Auk þess legg ég til að Eurovision verði tekin upp fyrirfram og textuð svo ekki þurfi að hlusta á þessi skrímsli reyna að tala ensku... jú annars, það var það skemmtilegasta í þessari keppni. Og áfram óhlutdrægi þulurinn okkar hann Gísli Marteinn krútt.

4. maí 2005

Á að færa flugvöllinn

Morgunblaðið-5maí2005; ýtið á myndina til að stækka

Alltaf er í umræðunni hugmyndir um að færa flugvöllinn úr miðborginni. Ég skil vel sjónarmið beggja fylkinga. Ég skil vel að Reykjavíkurborg vilji nýta þetta mikla landsvæði betur fyrir hönd fólksins í borginni. Ég skil vel rök landsbyggðarfólks, míns hóps, um nauðsyn góðra samgangna við höfuðstaðinn. En hvað er til ráða. Ég sá þessari hugmynd hér að ofan flíkað á forsíðu Morgunblaðsins í dag og leist satt best að segja ekkert svo agalega illa á hana. Þetta er tiltölulega nálægt bænum og Reykvíkingar fá sitt. Eitt sem ég hef áhyggjur af er nálægð við sjúkrahúsin því t.d. fyrir Eyjamenn tel ég það vera einn mikilvægasta þáttinn í þessu máli. Sjálfur hef ég t.d. ekki flogið á eigin vegum til Eyja úr Borginni í háa herrans tíð, enda ekki á færi fátæks námsmanns. Þessi hugmynd hér að ofan myndi eflaust verða til að umferðarmál áleiðis til Þorlákshafnar myndu batna líka þannig að það væri ekki verra.
Hvað finnst ykkur um þetta allt saman?
Posted by Hello

1. maí 2005

Chelsea meistari 2005

chelseafc.com

Svo lengi sem það er ekki Arsenal...

Nei annars.. þetta er fínt víst United var ekki á skotskónum þessa leiktíðina. Íslendingur í liðnu og svona, það skemmir ekki fyrir. Má væntanlega búast við holskeflu ungra Chelsea-aðdáenda á Shellmótinu í sumar.

Annars er ég alltaf að heyra eitthvað röfl í fólki út af því að það sé verið að kaupa titla. Chelskea!! Það er kannski eitthvað til í því, en er það ekki bara það sama og liðin á Spáni og Ítalíu hafa gert. Er ekki bara fínt fyrir þá sem fylgjast með ensku knattspyrnunni að komið sé nýtt alvöru lið. Fleiri alvöru lið á englandi þýða fleiri enska sem eru að fá mikla reynslu í háklassa fótbolta og það skilar sér eflaust á næsta HM. Bara vonandi að United, Arsenal, Liverpool og e.t.v. fleiri lið nái að halda í við Chelsea þannig að þetta verði aðeins meira spennandi á komandi árum (spurning samt hvort Liverpool eigi heima í upptalningu með hinum liðunum;-).Posted by Hello

27. apríl 2005

Blórabögglar


Nú er fólk að fara hamförum yfir því hversu hættulegir STRÁKARNIR á Stöð2 eru börnum þessa lands og að nauðsynlegt sé að færa þá aftar á dagskrá. Las grein eftir einn í fréttablaðinu þar sem hann tekur undir þessa kröfu. Ástæðan? Jú, hann segir frá því að hann hafi rétt náð að stöðva son sinn sem var á leið inn í þvottavél til að standast áskorun félaga sinna. Svo sagði hann að krakkarnir hans væru alltaf í einhverjum leikjum eða drekkandi ógeðisdrykki að strákanna fyrirmynd. Að lokum sagði hann að það væri samt enginn búinn að slasa sig... ennþá. Þetta væri því alltsaman stórhættulegt og rétt að flytja þáttinn aftar.

Come on.
Þarna fannst mér höfundur greinarinna beinlínis vera lýsa því í orðum hversu hörmulegt foreldri hann er og ljóst að uppeldið á krökkum hans stenst ekki lágmarks kröfur.
Það hlýtur að vera hans að reyna krökkunum sínum muninn á réttu og röngu.
Það hlýtur að vera hans að fá krakkana sína til að velja þar á milli.
Það hlýtur að vera hans að banna þeim að horfa á þáttinn ef hann er svona stórhættulegur.
Það hlýtur að vera hans að taka ábyrgð á krökkum sínum.

Fólk ætti að hætta að gera aðra að blórabögglum fyrir eigin mistök. Posted by Hello

26. apríl 2005

Af hljóðum og óhljóðum
Nú, í lestrartörn hinni síðari þessa vorönn, er komið gott veður og hiti. Út um gluggan sjást Akrafjall og Skarðsheiði í fjarlægðarbláma. Yndislegt að opna gluggann, njóta útsýnisins, finna sjávargustinn, heyra í fuglunum syngja og öldunum brotna ... og bílunum keyra framhjá. Helvítis bílunum. Ég er orðinn þreyttur á eyrnartöppum þannig að ég er að hugsa um að rölta í Húsasmiðjuna og kaupa mér alvöru hlunka eyrnahlífar eins og ég hef séð nokkra í skólanum með. Skal láta vita hvernig gengur að nota þær. Nenni ekki að hlusta á skrjóðana keyra framhjá lengur.

Hér eru svo myndasyrpa frá skólapartýi um daginn. Þarna var Bjarki mættur og stakk upp á myndasyrpukeppni milli okkar og tveggja bekkjarsystra minna. Keppnin er þannig að sex myndir eru teknar og á þeim sést lítil saga- það par sem átti betri sögu vann. Ég vil meina að við félagarnir höfum unnið. Dæmi hver fyrir sig.

MYNDASYRPUKEPPNI

3. apríl 2005

ÖSSSS... þetta lýst mér á

Posted by Hello