25. apríl 2006

Minningar!
Hörmuleg viðbröðg við ósk minni um kosningar í síðustu færslu. Reyndar er alveg einn búinn að kommenta en eins og fyrri daginn þá virkar þessi síða eitthvað heimskulega, allavega á tölvunni minni þar sem ég sé aldrei hvort einhver sé búinn að kommenta. Og já, ég er búinn að ýta á refreash. Heimska drasl.
Samt alltaf hress.
Varð hugsað til þess núna þegar NONNINN var að blogga um Load og Reload diskana með ofurgrúbbunni Metallica hvernig sumir diskar festast við ákveðinn tímabil í lífinu. Ég man t.d. mjög vel að þegar Load kom út sumarið '96 þá keypti ég hann í fríhöfninni á leiðinni út til Bandaríkjanna. Þangað fór ég með foreldrum mínum í minningarathöfn nafna míns og guðföður David Parkhurst skiptinemapabba mömmu. Auk þess ferðuðumst við aðeins um Maine fylki Bandaríkjanna, þó aðalega heimabæ hans Boothbay Harbour. Alltaf sat ég í aftursætinu á ferðum okkar og hlustaði á diskinn í ferðageislaspilaranum mínum og núna tengi ég alltaf ákveðið útsýni sem blasti við okkur þegar við keyrðum yfir einhverja brú einhversstaðar í fylkinu við ákveðið lag á þessum disk. Vonandi maður eigi eftir að fara yfir þessa brú aftur í framtíðinni. Fleiri dæmi sem ég hef er nýjasti Frans Ferdinand diskurinn sem ég hlustaði á í ofsalegum próflestri fyrir Iðraanatómíu- vekur reyndar ekki upp skemmtilegar minningar. R.E.M. diskinn UP hlustaði ég mikið á í nördaferð okkar Bjarka og Freydísar í Noregi og svona mætti nefna fleiri dæmi. Queen var til dæmis alltaf á fóninum þegar við bræðurnir tókum föstudagshreingerningu heima í Eyjum í gamla daga. Og þegar ég meina fóninum þá var það vínill í plötuspilaranum sem Huginn átti. Skemmtilegt.

23. apríl 2006

Ofsalegt partí hjá Ella!

Fórum núna skömmu fyrir páska í 25 ára afmælispartí til Elíasar Inga. Heljarinnar stuð og læti. Hef nú gerst svo duglegur að setja myndirnar inn á netið og má finna þær HÉR. (Password-ið er nafnið á uppáhalds NBA körfuknattleiksmanninum mínum fyrr og síðar í NBA í einni bunu og með litlum stöfum. )
Í þessu fjölþjóðlega afmælispartíi var ofsaleg keppni milli fjögurra liða sem hópnum var skipt í. Endaði með að tvö liðin voru jöfn í efsta sæti og voru úrslitin látin ráðast á því hvaða liðsfáni fólki þætti flottastur. Ekki var ég nú alveg sáttur við hvernig þær kosningar fóru fram og hvernig þær enduðu. Tel ég að brögð hafi jafnvel verið í tafli. Myndir af þessum fánum eru í möppunni á fyrstu síðu og bið ég nú fólk að skoða þá vel og velja hvaða liðsfáni þeim þykir flottastur.

Grettukeppni fór líka fram í myndatökunni og á eftir að fá fram sigurvegara í henni. Bið ég því fólk líka að velja bestu grettumyndina að þeirra mati.

Annars er það að frétta að við vorum á Mjóafirði um páskana og á ég eftir að setja inn myndir og segja frá því ferðalagi við tækifæri.

8. apríl 2006

Kíkið á slóðina. Þetta gæti orðið eitt það stórkostlegasta tónlistarmyndband sem þið eigið nokkurn tíma eftir að sjá. Þvílíkur stíll, þvílík samhæfing, þvílík fegurð: http://video.google.com/videoplay?docid=-8610362188397291938

1. apríl 2006

You just made the list!


Senseo kaffivélin er undratæki. Bjargar mannslífum. Hún fær heiðurssæti á "The list".

Stay tuned, fljótlega fer í gangt tilraun með glænýjan leik á þessari ofursíðu. Til að geta tekið þátt þarf fólk að vera á msn-inu hjá mér. "Flestir"* sem lesa þessa síðu eru það væntanlega, annars er msnið davidegils@hotmail.com.


*Pæling: Hvað þarf marga saman í hóp til að geta kallað hluta af honum "Flesta" ? Ef t.d. tveir af þremur á msninu hjá mér myndu lesa síðuna væru þeir þá flestir?

31. mars 2006


Krrææææææææst..
held að tölvan mín og blogger séu ekki alveg sátt þessa dagana. Var búinn að gera ofsalegan póst sem svo hvarf þegar ég ætlaði að birta hann. Jæja, þetta hefur allavega ekki horfið ef þið eruð að lesa þetta. Held að vandamálið sé með að setja inn myndir.

Búinn að sitja við skrifborðið undanfarið að lesa fyrir próf. Alltaf freistast maður til að fara einn góðan hring á netinu svona við og við til að láta hugann aðeins reika. Ég hef eiginlega komist að því að netið er hálfgert crapp. Það er gaman að kíkja á blogg og heyra hvað fólk er að gera og svona en einhvernveginn er mest af því sem maður er að skoða helvítis rusl. Djöfull er mikið af rusli á netinu! Ljósu punktarnir eru eins og áður sagði bloggin, fréttasíður (sem ég skoða reyndar stundum oftar en þeir koma með nýjar og spennandi fréttir), fótboltasíðurnar standa fyrir sínu og þá er þetta að mestu upptalið. Kannski er ég bara að flakka á vitlausum síðum, þið megið koma með hugmyndir.

Sá nýlega nýtt myndband með 311 á skjá einum. Hef alltaf haft gaman að lögunum þeirra. Einföld og þægileg. Fór og náði mér í nýjasta diskinn þeirra og náði í leiðinni í lögin sem eru á Greatest hits plötunni þeirra. Komst að því að þeir eiga ótrúlega mikið af smellum. Flest mjög þægileg og hressandi, Amber, Love song (sem var í 50 first dates), I´ll be here a while svo einhver séu nefnd. Svo eiga þeir líka rokkuð og enn meira hressandi lög eins og hið klassíska Come Original, Transistor, Down o.fl. sem fólk kannast pottþétt við þegar það heyrir þau. Hressandi.

26. mars 2006


L Posted by Picasa
Búið að vera tómt vesen að koma inn myndum undanfarið þannig að þetta er bara smá prufa. Þetta er reyndar módelið bakvið lundann skemmtilega sem er á msn-inu og bak við hann er nú skemmtileg saga.

19. mars 2006


F?lk er f?fl! Posted by Picasa

Einhverntíma hef ég nú notað þessa fyrirsögn fyrr. En alltaf er ég samt jafn steinhissa þegar ég sé þetta svart á hvítu. Var að koma inn í Reykjavík fyrr í dag frá Keflavík og þar sem við komum inn í Kópavoginn í brekkunni við Fífuna og Breiðabliksvöll sjáum við að fyrir framan okkur er þessi bilaða röð sem nær alveg upp í brekkuna. Svo vildi til að bílslys hafði orðið alveg hinum megin við gjánna, til móts við gamla Paint-ball svæðið þannig að það þurfti að beina allri þeirri umferð sem við vorum í upp á brúna yfir gjánni og í gegnum Kópavog og út Smáralindarmegin. Allt í lagi með það og við förum bara í þessa einföldu röð sem var búin að myndast þar sem afreinin upp á brúna er bara einföld. Við mjökumst hægt og hægt áfram og allt í fína með það- en samt ekki. Ástæðan? Það var alltaf einn og einn fáviti sem kom á fartinu framhjá allri röðinni og tróðst inn í röðina rétt við afreinina. Þetta olli því að allir sem voru þar fyrir aftan í röðinni urðu að gjöra svo vel að fara enn hægar yfir en eðlilegt hefði verið. Hvað á þetta að þýða. Hversu óstjórnlega pirrandi eru svona bílstjórar. Það sást alveg ofan af hæðinni að röðin var einföld og það var lokað undir brúna. Samt eru alltaf einhverjir sem telja sig svo mikilvæga eða merkilega að ÞEIR verði hreinlega að komast fremst. Helst langaði mig til að fara út úr bílnum og ganga að öllum bílum sem tróðu sér svona inn í röðina og spyrja bílstjórana hvað í ósköpunum þeir héldu að þeir væru að gera, af hverju þeir drulluðu sér ekki bara í röðina um leið og sást að leiðin var lokuð. “Af því að ég er með verk fyrir brjósti og er á leið á sjúkrahús!” Þetta er svar sem ég hefði getað sætt mig við. En ég er nokkuð viss um að tíminn hjá langflestum þessara sem tróðu sér framúr hafi ekki verið neitt mikilvægari eða dýrmætari en hjá okkur hinum.
Samantekt fyrir þá sem ekki nenntu að lesa þetta allt: DRULLIÐ YKKUR Í RÖÐINA

18. mars 2006

Hmmm.......

Posted by Picasa

Hversu hress er þessi api? Álíka hress og ég? Nje, varla. Enda er ég hressleikinn uppmálaður þessa dagana- GRÍÐAR HRESS. simskipidudidibab sebab sobab- þið vitið hvað ég meina!

Hvenær hættir tíminn að ryðjast yfir mann á skítugum skónum? Af hverju líður mér stundum eins og í bíómynd þegar allt í kringum mig er óskýrt og á FastForward meðan ég sit rólegur og sötra bjórinn minn og horfi á- jafnvel á pásu? Samt finnst mér eins og ég þurfi að hoppa inn í þvöguna og verða óskýr. Vitiði hvað ég meina? Nei, veit það varla sjálfur. Þetta er alltof heimspekilegt.

11. mars 2006


26 ára- til lukku. Posted by Picasa
Nýjung- afmælisblogg
Þessi mikli snillingur (Jón H. Gíslason a.k.a. Hvíta vonin, The great white hype, geitin o.fl.) fer oft hamförum á heimasíðu sinni þar sem hann lætur í ljós skoðun sína á málefnum líðandi stundar. Ég vil óska honum til hamingju með daginn og í afmælisgjöf frá King Dabe er uppfærsla á veffangi á listanum hér til hliðar. Enn og aftur, til hamingju með daginn.

8. mars 2006

Hefur enginn pælt í því hvað það eru fáir bloggarar á listanum hérna til hliðar. Ástæðan? Leti. Þar sem í hönd fer sá tími ársins sem bloggið mitt vaknar af værum blundi þá er ekki úr vegi að bæta við þennan lista. Þið sem vilja vera með, skiljið eftir nafn og bloggslóð og ég sé til hvað ég get gert og hvort þið eruð þess verð að vera á listanum.
King DABE