27. nóvember 2004

Kagginn

Oh yeah baby, þá er maður kominn á nýjan (gamlan) bíl. Reyndar ekki nema 1 og 1/2 árs gamall en á móti kemur að þetta er fyrrverandi bílaleigubíll og hefur því væntanlega marga fjöruna sopið. Lítur samt vel út í alla staði og óhætt að segja að mikil gleði ríki með nýja gripinn. Keyptum hann af Toyota og er óhætt að mæla með því umboði; lánuðu okkur bíl og alles milli þess sem við seldum micruna og keyptum þennan. En nú veit ég að félagi vor, Jón Helgi Gíslason , hefur verið þekktur fyrir að búa til skemmtileg nöfn út frá bílnúmerum (t.d. HH 453 = Heimsk Hóra 453). Nú skora ég á hann og aðra að koma með flottasta nafnið út frá nýja bílnúmerinu sem er TK 969. Fyrir besta nafnið verða veitt sérlega flott verðlaun en það kemur í ljós síðar hver þau eru. Start Brainstorming ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Now!
Posted by Hello

26. nóvember 2004

Misskilningur

Ég las helvíti skemmtilega sögu hjá Elíasi Inga (í gula kassanum efst til vinstri á síðunni hjá honum) sem sýnir hvernig misskilningur í máli getur komið skemmtilega út. Upp úr því fór ég að velta fyrir mér skondnum misskilningi mínum á mismunandi hlutum í gegnum tíðina.
Ég man þegar ég var yngri og var að syngja með Final countdown. Lengi vel hélt ég alltaf að það væri verið að syngja It´s a fire in downtown en ekki It´s the final countdown. Ég ímyndaði mér að þeir væru að syngja svona slökkviliðsóð og væru að fara slökkva eldinn.
Tákmálsfréttamerkið í sjónvarpinu. Mér fannst þetta alltaf líta út eins og fíll eða eitthvað dýr. Það er tiltölulega stutt síðan ég áttaði mig á því að þetta er hönd sem sýnir eitthvað tákn uppvið andlit sem lýtur út eins og pabbinn í Einari Áskel. Og reyndar er þetta merki alveg einstaklega ömurlegt og niðurdrepandi.
Ég hélt alltaf að það væri bara einn Bond og að það væri Roger Moore. Það var löngu seinna sem ég uppgötvaði að fjöldinn allur af mönnum hafði tekið að sér þetta hlutverk. Roger Moore er því í raun minn eini sanni Bond.
Svo voru auðvitað miklu fleiri svona "misskilningar" en auðvitað man maður þá ekki þegar á að fara rifja upp. Ég kem þá bara með þá í kommentin þegar þeir rifjast upp. Komið þið endilega líka með dæmi um svona ungdómsmisskilning hjá ykkur í commentunum.
Posted by Hello

22. nóvember 2004

Stutt síðan/langt síðan
Það eru 11 ár síðan Jurassic Park kom út. Djöfull finnst mér það magnað. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég tengdi nýju aiwa fermingargræjurnar í vídjóið og hækkaði í botn inn í herbergi og fannst þetta svakalega flott. Nú eru græjurnar farnar á haugana. Er það merki um hversu langt er um liðið, eða hversu lélegar græjurnar voru? Veit ekki

21. nóvember 2004

Það verða allir að fá að vera með...

Fattaði það um leið og bjarki minntist á það í kommenti hér að neðan að það vantaði eina mynd úr hristiseríunni. Ómögulegt að allir fái ekki að vera með, svo að hér kemur hún með. Posted by Hello

9. nóvember 2004

Denny Crane

"Denny Crane". Ahehahehaeheahhehaehahhe. Þvílík snilld. Ég dey þegar hann segir þetta. Úr hlátri. Posted by Hello

21. október 2004

Af strætómálum og öðrum málum...... jamm nei samt, sé það núna.. þetta er bara af strætómálum

Það vill svo til nú um mundir að hún Eyrún vinnur upp í Lyngási og þar sem hún fer yfirleitt á bílnum þangað hefur það gerst oftar að undanförnu að ég hef notað strætókerfi borgarinnar til að koma mér í og úr skólanum. Eitt er að ferðir séu fáar og skipulagið heimskulegt, allavega hvað mig varðar. Það er náttúrulega alveg óþolandi. En það er svo annað mál hve tregt fólk getur verið að taka tillit til Strætó. Samkvæmt mínum heimildum hefur strætó réttinn þegar hann gefur stefnuljós inn á götu frá stoppistöð. Samt hef ég tekið eftir því að undanförnu að það eru alltaf ca. 3 eða 4 bílar sem verða endilega að drífa sig framhjá áður en strætó kemst af stað. Þar sem strætó er nú ekki fljótasti fararmátinn þá eru enn frekari tafir af þessum völdum gjörsamlega óþolandi.
Varðandi hraðann á almenningssamgöngum þá finnst mér ekki eðlilegt að ég þurfi að taka strætó hér fyrir utan blokkina hjá okkur og keyra um allan Vesturbæinn áður en hann drullast niður á lækjartorg og þarf svo að skipta um strætó til að fara að B.S.Í./læknagarði. Þetta er leið sem ég er ca. 4 mínútur á bílnum mínum, 12 mínútur á hjóli en heilan helvítis hálftíma í strætó. Alveg óþolandi. Eitthvað virðist þetta þó eiga eftir að batna í vetur þegar nýtt kerfi verður tekið í notkun, en þá fer strætó hér fyrir utan nánast beint niður í bæ. Kannski maður komist þetta þá á innan við hálftíma. Ég á þó eftir að sjá það gerast.
Posted by Hello

5. október 2004

I mean.. sniff.. it´s the end of an era...
Veit einhver hver Olden Polynice er...??? nei, ekki ég heldur.. mm eða jú eiginlega. Þetta er semsagt gaurinn sem Seattle fékk í staðinn fyrir Scottie Pippen á sínum tíma. Hafa eflaust nagað sig illilega í handabakið því eins og menn vita þá varð Pippen hluti af mesta sigurliði seinni tíma í NBA körfuboltanum. En nú er semsagt komið að því að þessi ástsæli körfuknattleiksmaður ætlar að leggja skóna á hilluna. Á svona tímamótum rifjast upp fyrir manni þær góðu stundir sem maður átti á vorin hér í gamla daga fyrir framan sjónvarpið. Vaknaði um miðja nótt, náði sér í kók og popp og lagðist svo upp í sófa til að horfa á NBA úrslitin. Það fer um mig sæluhrollur. Sérstaklega er mér minnisstætt einvígið milli Chicago og Phoenix Suns þegar menn eins og Charles Barkley og Frank "hvar er þá Kevin" Johnson voru að spila á móti Jordan, Pippen og auðvitað John Paxon. Þetta voru líka fyrstu úrslitin sem ég horfði á af alvöru, enda ekki nema 13 ára á þessum tíma. Þetta átti maður á spólu.. og á enn og horfði á þetta aftur og aftur.

Ég fór eiginlega að halda með Pippen vegna þess að það héldu allir með Jordan og ég nennti ekki að vera eins og allir hinir, aldrei þessu vant. Í ljós kom að pippen var einstaklega duglegur leikmaður.. skoraði ekki mest, varði ekki flest skot, tók ekki flest fráköst, en var ofarlega í öllu saman, sem gerði hann að einum besta NBA leikmanni sögunnar. Svona leikmenn hafa oftast verið í skugganum en Pippen er einn af þeim sem náðu að skína, allavega fyrir mér. Svipað og er að gerast núna með Detroit leikmennina, sem gera þetta ekki bara út á lúkkið heldur af grimmd og dugnaði. Finnst hafa vantað svona leikmenn í gegnum tíðina. Það er því með söknuði sem ég kveð félaga minn, Pip eins og hann var kallaður, úr boltanum og vona að maður fái að sjá hann allavega þjálfa eitthvað lið í framtíðinni. Held að það verði seint jafn gaman að halda með einhverjum eða einhverju liði eins og Pippen og Bulls á gullárunum ´90-´93.
Posted by Hello

4. október 2004

Nú er úti veður vont verður allt að klessu...
Það er óhætt að segja að veturinn sé á næsta leiti. Ég er búinn að sitja við skrifborðið mitt í allan morgun og (ásamt því að læra) er ég búinn að vera fylgjast með því útum gluggann hvernig vindurinn er búinn að vera stigmagnast. Við búum á fimmtu hæð og herbergið sem ég læri í snýr út að faxaflóa þannig að það er óhætt að segja að maður verði aðeins var við veðrið. Þegar ég horfði yfir sjóinn og sá muninn á öldunum eftir því sem leið á morguinn þá rifjuðust upp fyrir mér tímar í Veður og haffræði hjá Óla Hæ hér í den. Þá vorum við með litla bláa bók ,að mig minnir, sem sagði frá því hvernig vindstigakvarðinn var skipulagður. Farið var yfir hvernig hægt væri að meta vindstigin út frá því hvernig sjávaryfirborð leit út... Nú ætlum við í smá getraun til að athuga hvort þið munið eftir þessari bók og efni hennar (svo er náttúrulega hægt að svindla og kíkja á textavarpið). Getið þið út frá þessum tveimur myndum að ofan sagt mér hversu mörg vindstig eða hver vindhraðinn var hér fyrir utan í morgun og svo kl 13? Sá sem kemur með besta svarið á inni hjá mér tebollu frá Myllunni. Posted by Hello

29. september 2004

The invasion of the yellow striped monster.
Creepy, ekki satt. Þessi væni geitungur kíkti inn um gluggan hjá mér í gær þegar ég sat við tölvuna. Ég greip til þess ráðs að slá hann niður með plastmöppu, en hann vildi þótt seint drepast blessaður. Hann vankaðist þó og á meðan náði ég í myndavélina nýju og ákvað að prufa macro-stillinguna. Það tókst svona ljómandi vel og hér að ofan sjáiði afraksturinn. Ég var þó að velta fyrir mér einu. Af hverju heitir þessi stilling macro. Ég hef alltaf haldið að macro stæði fyrir eitthvað stórt og micro fyrir eitthvað lítið. Kannski eru þeir að meina að þetta sé stilling til að stækka smáa hluti... veit ekki. Það má svo bæta því við í lokin að ég slepti greyinu aftur út um gluggan að lokinni myndatöku, veit reyndar ekki hvernig honum reyddi af eftir barsmíðarnar, en hann var allavega lifandi:-)..

en svona til að halda umræðunum gangandi, kann ekki einhver góða sögu af því þegar hann lenti í útistöðum við svona skordýr eins og hér að ofan. Ég get til dæmis minnst á það þegar við vorum að steggja Jón Kristinn þá gerðu nokkrar flugur súg að tveimur persónum sem við skulum kalla Björk og Gvendólína og þær hlupu um eins og litlar stelpur, skrækjandi og vælandi og endaði með að þær stukku inn í bíl og lokuðu að sér. Karlmennskan borðleggjandi. O&O.
Posted by Hello

27. september 2004


Tangó í Eyjum
Já, þá skrifar maður loksins aftur.. aðalástæðan fyrir lélegu bloggeríi er sú að mér hefur ekkert gengið að tengja saman fartölvuna við hægvirku borðtölvuna sem er með adsl-ið. Það dettur stöku sinnum inn hjá mér, m.a. núna og því skrifa ég sem óður....
Anyhow.. Ég setti hérna til hliðar (vinstra megin uppi) inn textabrot úr lagi með Incubus sem mér finnst nokkuð nettur. Ég var samt að hugsa hvað hann á ekkert við mig og þetta blogg. Yfirleitt skrifa ég um eitthvað léttvægt og skemmtilegt en er ekki að velta vandamálum heimsins fyrir mér. Það er ekki hægt að segja að ég noti bloggið mitt eins og byssu og skjóti niður þá sem ég er á móti. En er það ekki bara ágætt, það þurfa ekki allir að vera með heimspekilegar umræður um stjórnmál og stríð. Er ekki ágætt að geta slappað af aðeins af frá þeim vandamálum. Ég held ég haldi mig bara við það. Andri Hugo var einmitt að spyrja mig um mann líðandi stundar og fleiri skemmtilega þætti sem voru á blogginu fyrir ekki svo margt löngu síðan. Hver veit nema ég endurvekji þá bráðlega og fari að koma þessari síðu armennilega af stað aftur.
Annars er það að frétta að ég var að koma frá Eyjum, þar sem ég sótti stórskemmtilegt lokahóf KFS. Þótt árangurinn hafi ekki verið sem bestur í sumar, þá allavega kunnum við að skemmta okkur saman. Hitt kemur bara seinna. Ég læt hér fylgja eina mynd þar sem ég og Slingerinn erum í æsandi tangó. Þess má geta að ég hef eignast stafræna myndavél þannig að nú má fólk fara að passa sig.
O&O Posted by Hello