
Oh yeah baby, þá er maður kominn á nýjan (gamlan) bíl. Reyndar ekki nema 1 og 1/2 árs gamall en á móti kemur að þetta er fyrrverandi bílaleigubíll og hefur því væntanlega marga fjöruna sopið. Lítur samt vel út í alla staði og óhætt að segja að mikil gleði ríki með nýja gripinn. Keyptum hann af Toyota og er óhætt að mæla með því umboði; lánuðu okkur bíl og alles milli þess sem við seldum micruna og keyptum þennan. En nú veit ég að félagi vor, Jón Helgi Gíslason , hefur verið þekktur fyrir að búa til skemmtileg nöfn út frá bílnúmerum (t.d. HH 453 = Heimsk Hóra 453). Nú skora ég á hann og aðra að koma með flottasta nafnið út frá nýja bílnúmerinu sem er TK 969. Fyrir besta nafnið verða veitt sérlega flott verðlaun en það kemur í ljós síðar hver þau eru. Start Brainstorming ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Now!
