9. október 2006
6. október 2006
17. maí 2006
12. maí 2006
Af snillingum!
Hef ég einhvern tíma sagt hvað Jack White er mikill snillingur? Ekki á þessari síðu? Ég er ekki svo viss, finnst eins og ég hafi sagt það. Hef allavega sagt það einhversstaðar, einhverntíma, hvar og hvenær svosem það var. Nú ætla ég að endurtaka það. Jack White er mikill snillingur. Nýjasta útspilið hjá honum er "hliðarverkefnið" The Raconteurs. Þeir Jack White og félagi hans Brendan Banson voru víst einhverntíma í góðum gír og sömdu lagið "Steady as she goes" og þá var ekki aftur snúið. Fengu tvo til viðbótar og mynduðu grúppu. Hafa svo gefið út 7" og eru að fara gefa út plötuna "Broken boy soldiers" nú um miðjan Maí auk þess að spila á slatta af tónleikum í sumar, m.a. Hróaskeldu.
Það segir nú meira um mig og mitt líf undanfarna mánuði að ég hafði ekki hugmynd um þetta band fyrr en núna fyrir nokkrum dögum.26. apríl 2006
Er erfitt að prumpa í strætó?

Las um ÞESSA snilldarsíðu í Morgunblaðinu um daginn. Veit ekki hvort eitthvað af þessu er bull og skáldskapur eða hvort þetta er allt tekið beint af götunni. Á síðunni er samansafn samtalsbúta sem einhverjir einstaklingar hafa hlerað hjá hinum og þessum sem á vegi þeirra hafa orðið í New York. Dæmi:
Skemmtilegt!

Las um ÞESSA snilldarsíðu í Morgunblaðinu um daginn. Veit ekki hvort eitthvað af þessu er bull og skáldskapur eða hvort þetta er allt tekið beint af götunni. Á síðunni er samansafn samtalsbúta sem einhverjir einstaklingar hafa hlerað hjá hinum og þessum sem á vegi þeirra hafa orðið í New York. Dæmi:
Guy #1: Ever notice you can't fart on these subway seats?
Guy #2: I think it's the angle; I've had that problem before.
--4 train
--4 train
Dealer guy: Hey man, buy some weed?
Yuppie guy: Sure. And while I'm at it, why don't I just not send my kids to school, get them addicted to heroin, and leave them on the street to die?
Dealer guy: You sure you don't want some weed?
--Washington Square Park
Skemmtilegt!
25. apríl 2006
Minningar!
Hörmuleg viðbröðg við ósk minni um kosningar í síðustu færslu. Reyndar er alveg einn búinn að kommenta en eins og fyrri daginn þá virkar þessi síða eitthvað heimskulega, allavega á tölvunni minni þar sem ég sé aldrei hvort einhver sé búinn að kommenta. Og já, ég er búinn að ýta á refreash. Heimska drasl.
Samt alltaf hress.
Varð hugsað til þess núna þegar NONNINN var að blogga um Load og Reload diskana með ofurgrúbbunni Metallica hvernig sumir diskar festast við ákveðinn tímabil í lífinu. Ég man t.d. mjög vel að þegar Load kom út sumarið '96 þá keypti ég hann í fríhöfninni á leiðinni út til Bandaríkjanna. Þangað fór ég með foreldrum mínum í minningarathöfn nafna míns og guðföður David Parkhurst skiptinemapabba mömmu. Auk þess ferðuðumst við aðeins um Maine fylki Bandaríkjanna, þó aðalega heimabæ hans Boothbay Harbour. Alltaf sat ég í aftursætinu á ferðum okkar og hlustaði á diskinn í ferðageislaspilaranum mínum og núna tengi ég alltaf ákveðið útsýni sem blasti við okkur þegar við keyrðum yfir einhverja brú einhversstaðar í fylkinu við ákveðið lag á þessum disk. Vonandi maður eigi eftir að fara yfir þessa brú aftur í framtíðinni. Fleiri dæmi sem ég hef er nýjasti Frans Ferdinand diskurinn sem ég hlustaði á í ofsalegum próflestri fyrir Iðraanatómíu- vekur reyndar ekki upp skemmtilegar minningar. R.E.M. diskinn UP hlustaði ég mikið á í nördaferð okkar Bjarka og Freydísar í Noregi og svona mætti nefna fleiri dæmi. Queen var til dæmis alltaf á fóninum þegar við bræðurnir tókum föstudagshreingerningu heima í Eyjum í gamla daga. Og þegar ég meina fóninum þá var það vínill í plötuspilaranum sem Huginn átti. Skemmtilegt.
23. apríl 2006
Ofsalegt partí hjá Ella!

Fórum núna skömmu fyrir páska í 25 ára afmælispartí til Elíasar Inga. Heljarinnar stuð og læti. Hef nú gerst svo duglegur að setja myndirnar inn á netið og má finna þær HÉR. (Password-ið er nafnið á uppáhalds NBA körfuknattleiksmanninum mínum fyrr og síðar í NBA í einni bunu og með litlum stöfum. )
Í þessu fjölþjóðlega afmælispartíi var ofsaleg keppni milli fjögurra liða sem hópnum var skipt í. Endaði með að tvö liðin voru jöfn í efsta sæti og voru úrslitin látin ráðast á því hvaða liðsfáni fólki þætti flottastur. Ekki var ég nú alveg sáttur við hvernig þær kosningar fóru fram og hvernig þær enduðu. Tel ég að brögð hafi jafnvel verið í tafli. Myndir af þessum fánum eru í möppunni á fyrstu síðu og bið ég nú fólk að skoða þá vel og velja hvaða liðsfáni þeim þykir flottastur.
Grettukeppni fór líka fram í myndatökunni og á eftir að fá fram sigurvegara í henni. Bið ég því fólk líka að velja bestu grettumyndina að þeirra mati.
Annars er það að frétta að við vorum á Mjóafirði um páskana og á ég eftir að setja inn myndir og segja frá því ferðalagi við tækifæri.

Fórum núna skömmu fyrir páska í 25 ára afmælispartí til Elíasar Inga. Heljarinnar stuð og læti. Hef nú gerst svo duglegur að setja myndirnar inn á netið og má finna þær HÉR. (Password-ið er nafnið á uppáhalds NBA körfuknattleiksmanninum mínum fyrr og síðar í NBA í einni bunu og með litlum stöfum. )
Í þessu fjölþjóðlega afmælispartíi var ofsaleg keppni milli fjögurra liða sem hópnum var skipt í. Endaði með að tvö liðin voru jöfn í efsta sæti og voru úrslitin látin ráðast á því hvaða liðsfáni fólki þætti flottastur. Ekki var ég nú alveg sáttur við hvernig þær kosningar fóru fram og hvernig þær enduðu. Tel ég að brögð hafi jafnvel verið í tafli. Myndir af þessum fánum eru í möppunni á fyrstu síðu og bið ég nú fólk að skoða þá vel og velja hvaða liðsfáni þeim þykir flottastur.
Grettukeppni fór líka fram í myndatökunni og á eftir að fá fram sigurvegara í henni. Bið ég því fólk líka að velja bestu grettumyndina að þeirra mati.
Annars er það að frétta að við vorum á Mjóafirði um páskana og á ég eftir að setja inn myndir og segja frá því ferðalagi við tækifæri.