14. mars 2005

My precious

Nú er þetta litla tæki komið á precious listann minn ásamt tölvunni og myndavél. Fékk það í afmælisgjöf frá frúnni og ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að fá svona gismo að gjöf. Nú fær mann ekkert stoppað þegar maður vill fara út að hlaupa eða að ryksuga eða eitthvað- hækkar bara í botn á uppáhaldstónlistinni og allt verður miklu skemmtilegra. Svo er maður líka að kynnast betur tónlist sem maður hefur ekki haft tíma til að hlusta á og endurnýja gömul kynni....


Þetta er svona eins og þegar maður eignaðist nýja flotta skó í gamla daga- maður verður aðeins að fá að monta sig:)
Posted by Hello

3 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Ójá, MP3 spilarinn er yndisleg uppfinning. Að hugsa sér það sem maður sætti sig við hérna í gamla daga, ha? Handónýt vasadiskó sem vart er hlsutandi á í dag!

Nafnlaus sagði...

MP3 smír - 3 kg vasadiskó er bara flott!!

Dabe sagði...

mp3-- ég les alltaf emm pee three.. þannig að þetta "mp3 smír" er bara rugl hjá þér freydís.. betra hefði verið ... mp3 keikókví