16. desember 2003

Já, undur og stórmerki. DE bloggar. Ein ógeðisstund búin í bili og 2 eftir.. þ.e. próf. Einstaklega leiðinleg,, fékk næstum krampa í hendurnar í morgunn því þetta var svona skrifa endalaust próf. En tilgangur með þessu bloggi er að tilkynna að sökum einskærs velvilja Elíasar inga sem hefur sett link á mig frá síðu sinni og hefur hann þar að auki efst á listanum þá hef ég ákveðið að aflétta bölvun svarta listans af honum og flengja honum beint á gullna listann. Og þar sem Jólin eru nú einu sinni hátíð ljóss og friðar þá hef ég ákveðið að loka svarta listanum yfir hátíðarnar til að halda friðinn. Nei, heyrðu.. ég set Saddam Hussein á hann.. það er nú stærsta nafnið hingað til. Já, magnað.. pæliði ef hann yrði brjálaður út í mig, eða upplýsingamálaráðherra hans og kæmi tíl Íslands alveg brjálaður. Umm, veit ekki. Allavega eru allir vinir mínir lausir af svarta listanum. Að lokum vil ég svo endilega hvetja Ellann til að kíkja á fastalandið. Kostar ca. 1500 framogtilbage með Jólfinum og svo verður Bjarki með dúndrandi bollu þannig að ekki þarf að versla áfengið. Svo ertu nú gítarleikari góður svo þú spilar bara lag handa mömmu þinni í jólagjöf eða lest upp úr bók. Problem solved og allir glaðir.

Svo vill ég að lokum benda á að nýr liður kemur inn á síðuna hér á næstunni.. einstaklega spennandi, ekki satt.. Já og svo verður val á manni ársins bráðlega.. þá verður kosið um þá sem voru menn líðandi stundar undanfarna mánuði.. en þetta skýrist allt von bráðar.

11. desember 2003

Johnny var eitthvað sár að fá ekki að vera efst nógu lengi þannig að við bætum úr því...

Jæja, þá er loks komi að því. Dabe hefur dregið odd af oflæti sínu og hefur valið fyrsta kvenmanninn sem persónu líðandi stundar. Ef til vill hefur sú staðreynd að þessi persóna lýsti draumi sínum fjálglega á heimasíðu sinni þar sem hún hafði typpi eitthvað að segja. Þið getið lesið meira um það á síðunni hennar. En án frekari tafa þá kynni ég hina kolsvörtu, artífartí, gaflara, spútnik, keyrandi um á clio listháskólatík (sbr. dull bitch á heimasíðu sinni) Johnny


1. Nafn/Nickname
Jóna Heiða Sigurlásdóttir a.k.a. Johnny

2. Fædd/ur. Staður og stund
15. júní 1981 í Vestmó. Man ekki alveg kl. hvað

3. Ertu með e-r líkamslýti – Humm ööö já fullt. Fullt af líkamslýtum. Ég er einn líkamslýti…lýtur… eða hvað sem maður segir

4. Fallegasti líkamspartur á körlum finnst mér vera...
Erfitt að segja því karlmenn eru óttalega fallegir. Það sem heillar mig samt mest er ákveðin tegund af augabrúnum! Þ.e. Augnsvipur. (Er búin að stúdera augabrúnir mikið).

5. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera...
Joe Cardamone…af því að ... mér hefur alltaf langað til að vera brjáluð og vera brjálaður söngvari í brjálaðri rokkgrúppu og gera það sem mér sýnist og vera fangelsuð o.s.fr.v o.s.fr.v.

6. Uppáhalds frasi –
Frasi? Hvað meinarðu eiginlega? Í bíómynd eða? Uuuh… Enginn. Hins vegar hef ég ákveðið að gera orð Andy Warhol að lífsmottói mínu sem er hin víðfræga setning: Fuck it!

7. Gott og slæmt um þessa síðu.
– Uh hvar á ég að byrja? (innslag frá DE: kannski uppí rassgatinu á þér)

8. Ísland- best í heimi: af hverju
Á veturna er svo ótrúlega dimmt á næturna. Ég elska myrkrið. Ef það er að næturlagi, þ.e.a.s. Myndi helst vilja sofa allan daginn á veturna og fara síðan á stjá kl svona 20 og vaka alla nóttina.

9. Ísland-verst í heimi: af hverju –
Á veturna er svo ótrúlega dimmt á daginn. Ég verð þunglynd af þess konar myrkri. Þess vegna vil ég bara sofa á daginn á veturna. Svo er dýrt að lifa. Svo gerir fólk ekkert annað en að vera í Kringlunni. En það er kannski bara kostur því að mér finnst Íslendingar yfirhöfuð hundleiðinlegt folk og þeir mega vera þar fyrir mér.

10. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Þau eru ótrúlega mörg því ég horfi mikið á bíómyndir. T.d. The Knights who say Ni í Monty Python: the Holy Grail. Sérstaklega þegar hann bað Artúr konung um að höggva niður stærsta tréð í skóginum með síld. Snilldarmynd sem ég get horft endalaust á. Og svo í Childsplay þegar Chuckie var fastur í arninum á bak við grindina og barðist um eins og brjálæðingur. Hló mig algjörlega máttlausa. Annars ertu að gera mér lífið erfitt með þessari spurningu.

11. Hver myndi vinna eftirfarandi celebrity death mach og lýstu hvernig:
Addi Fannar í skítamóral Vs. Feita prómóógeðið sem hélt útihátíðina viðbjóðslegu sem ég man ekki hvað heitir núna
- Held að ég byrji bara rólega þannig að: Let´s call it a Draw!!! Addi Fannar sker vinstri fótinn af sjálfum sér frá hnénu. Síðan togar hann lærbeinið út úr kjötstykkinu og lemur Einar Bárðar til dauða. Það vill samt svo “leiðinlega” til að Adda Fannari blæðir út þar sem það er ómögulegt að stöðva blæðinguna. Þannig að þeir drepast bara báðir.
Elvis Presley Vs. John Lennon –
Lennon var eins og allir vita friðelskandi maður þess vegna get ég ekki séð hann fyrir mér beita ofbeldi. Þannig að Elvis á vinninginn. Veit ekki alveg hvernig. Hins vegar er hægt að deila um hvort að Lennon myndi beita ofbeldi til þess eins að komast lífs af úr þessum bardaga…? Það eru margar spurningar sem brenna á vörum mínum.
Elmo Vs. Stubbarnir
Ósanngjarnt Death Match. Eru stubbarnir ekki 5 annars? Eða 4? Whatever... Þeir eru allaveganna nógu margir til þess að hópnauðga greyið Elmo. Í endaþarm í þokkabót. Síðan plokka þeir úr honum augun og nauðga honum meira að segja í augntóftirnar. Alveg þar til að heilinn er orðinn að mauk en þá eru stubbarnir orðnir svangir eftir allt erfiðið og fjarlægja heilamaukið og steikja hann á pönnu og borða með bestu lyst og brúnni sósu.
Viggó Viðutan Vs. Lukku Láki –
Þar sem að Viggó er svo ógeðslega viðutan þá gleymir hann að mæta í death matchinn út af því að hann er að choppa niður líkið af besta vini sínum því að hann gleymdi að kaupa í matinn. Þá kemur Lukku Láki brjálaður á hestinum sínum til að drepa hann en það vill svo óheppilega til að Viggó missir öxina sem hann er að choppa með og hún lendir á hausnum hans Láka og klýfur hann í tvennt. Óheppileg tilviljun allt saman.
Íþróttaálfurinn Vs. Gaui Litli –
Gaui litli tekur Magga Skelfingu Íþróttaálf og treður honum inn í eina fellinguna á hægri síðunni sinni og kæfir hann til dauða.
Líffræðinemar Vs. Listaháskólagengið – Líffræðinemarnir ákveða að eitra fyrir Listaháskólagenginu með banvænni veiru. En þar sem að Listaháskólanemarnir umgangast mikið af hættulegum efnablöndum eru þeir ónæmir fyrir þeim og það gengur ekkert að eitra fyrir þeim! Listaháskólagengið svarar þess vegna með króki á móti bragði og eitrar á móti. Og greyið Líffræðinördarnir deyja!!! Þá er bara eftir að gera monument af þessum vofveiflegu atburðum, sem fóru vel, sem betur fer og Listaháskólagengið býr til risastóran mannlegan skúlptúr sem er gerður úr líkamsleifum nördanna og hellir síðan súkkulaðikremi yfir sem harðnar þannig að þetta verði svona konkret skúlptúr.

12. Mín versta martröð er..
að hafa ekki sett mark mitt á heiminn og gleymast öllum + draumurinn þar sem mig dreymdi að ég væri með typpi.

13. Álit mitt á Búnaðarbankamálinu…
Þótt ótrúlegt sé, þá hef ég ekkert álit á þessu máli. Hef samt skoðanir á flest öðru en ég held að ykkur sé skítsama um það. En þetta er eitt af þessum málum sem ég loka algjörlega eyrunum fyrir.

14. Berðu saman..
Vestmannaeyjar Vs. Reykjavík – Fallegur, hreinn en dull staður vs. Ljótur, skítugur en ágætis staður.
Vestmannaeyjar Vs. Hafnarfjörður - Falleg náttúra vs. sæti strákurinn á verkstæðinu sem gerði við bílinn minn og var með svona fallegar augabrúnir.
Vestmannaeyjar Vs. restin af Íslandi – Get ekki borið saman…
spútnik Vs. gallerý 17 – Whatever… maður er blóðmjólkaður á báðum stöðum.
cowboy leðurstígvél Vs. pinnahælar – Killerboots
Metallica Vs. Skítamórall – Allt sama tóbakið fyrir mér.
Maruud Vs. Þykkvabæjar –Algjört Gourmet. Ég er ekki beint rík tík þessa stundina.

Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri:
Idol – Billy Idol auðvitað. Hann var goðið mitt þegar ég var 9 ára.
Djúpa laugin – Hóruhús
Andri Hugo – Pink Floyd
Bjarki Steinn – Bréfberar
Metallica – Viðbjóður og reyndar líka Hóruhús.
Sputnik – Tómt peningaveski
Málveirufræðingurinn – Miltisbrandur
drulllumbullur sullumbullson - Bjarki



15. Að lokum vil ég segja...
So long Dickpigs!!!
ÞETTA er magnað. Betra að hafa hljóð með. Þetta benti hann Hjalti frændi minn mér á.. hann vill láta kalla sig The Master.

10. desember 2003

ÍSLENSKAR STÓRSTJÖRNUR
Magnað að kíkja inn í gestabókina inn á heimasíðu Írafárs. Hérna er eitt kommentið... takið eftir síðustu orðunum:

Hæ hæ heyrru ´æeg var að spá hénna verður þátturinn um ykkur endursýndur ni bara pæla ég nebblega missti af honum :S.
P.S svertingjar eru sætastir

Magnað efni. Svo er líka svona heiftarlegt rifrildi í gangi inn á vefnum sbr:

Dagmar: hæ, Birgitta ég verð að segja þér að ég og vinkona mín erum komnar með leið á þér mér finnst þú sýna þig allt og mikið þú ert eiginlega alltaf í sjónvarpinu.

Anna: hey þú þarna dagmar hættu bara að ibba þig kella hun má alveg koma i sjónvarpið eins oft og hun vil sko það er ekki eins og þú þurfir eithvað að horfa á það....

Yndislegt... held við ættum öll að kíkja oftar inn á irafar.is, kemur manni í virkilega gott skap.

4. desember 2003

Sjokkeraður
Fór á smá síðurölt áðan og kíkti inn á síðuna hans Ella Björgvins sem hefur verið í öðru sæti svarta listans og sá mér til mikillar gleði að fyrsti hlekkurinn sem hann setti inn á síðuna hjá sér var inn á engilinn. Ég fylltist einskærri gleði og fór að hugsa um hvð Elli væri nú góður drengur og var búinn að ákveða að kippa honum og öllum sem honum tengjast útaf svarta listanum og jafnvel setja Ella á þann gullna. Ég ákvað þó að ýta á hlekkinn og mér til mikillar gremju þá var þetta draugahlekkur sem leiddi mig inn á miður skemmtilega síðu. Ég skammaðist mín fyrir að vera svona auðtrúa og leið mjög illa. Í raun hefur mér ekki liðið ver lengi og sú auðmýking sem ég varð fyrir á líklega eftir að hafa áhrif á mig lengi. Til að létta á sálu minni hef ég ákveðið að færa Ella ofar á svarta listanum og ég ætla heldur ekki að gera honum til geðs að vera með link inn á hann.

2. desember 2003

Hear ye, Hear ye.
Til þess að komast inn á gullna listann þarf að vinna fyrir því á einn eða annan hátt. Það er ekki eitthvað sem hlotnast hverjum sem er.
Ef fólk fer á svarta listann er það vegna þess að það hefur reynt með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á eða stjórna hugmyndum eða gjörðum Dabe á þessari síðu eða á einhvern hátt sýnt King Dabe óvirðingu. Þetta hefur eingöngu náð til þess sem gerist innan þessarar síðu (engill.blogspot.com) og spjallþráða hennar. Því þykir mér það afar sárt þegar ég sé fólk reyna draga þessi málefni inn á annan vetvang með hótunum og skítkasti.
Ef þið skiljið það sem hér stendur ætti ekki að vera erfitt að komast hjá setu á svarta listanum og ætti að gefa ykkur einhverja hugmynd um hvernig má komast á þann gullna. Ekki þýðir að fara í fýlu þó svo maður lendi á svarta listanum heldur er um að gera að bæta ráð sitt og hver veit nema leiðin liggi upp á við. Alla leið upp í gullna listann.
Lifið heil
King Dabe
Flúor
Hver man ekki eftir flúordrykknum vinsæla sem allir fengu mánaðarlega í skólanum í gamle dage. Fyrst var þetta glær vökvi með viðbjóðslegu bragði allir þurftu að láta sullast um. Seinna kom svo blár vökvi með ágætis bragði. Mikið þarfaþing og ég er allavega með allar mínar tennur ennþá. En man fólk eftir bragðinu af flúordrullunni sem var sett á tennurnar á manni hjá tannsanum. Þetta var svona gul drulla sem maður þurfti að hafa á tönnunum í nokkra tíma. Og nú kem ég að aðalatriðinu. Það er nebblega búið að búa til drykk með nákvæmlega þessu sama bragði og var af flúordrullunni. Og nafnið á drykknum.. Magic-Red. Hvílíka viðbjóðinn hef ég ekki áður smakkað. Rifjast upp minningar frá því hjá tannsanum í gamla daga. En ég hvet ykkur samt til að smakka og átta ykkur á því hvað ég er að tala um. Alveg magnað.