31. október 2003

Hér er HÚFULAGIÐ með Guðjóni Rúdólf aftur... fannst það farið að hverfa soldið þarna neðst. Þetta lag er MUST HAVE í partýum vetrarins, svo allir að save-a og skrifa á CD og setja á phóninn og hækka í botn.

29. október 2003

Jæja, þá er komið að því. Það er Maður Vikunnar #2. Og það er ekkert smá nafn þessa vikuna, enginn annar enn hinn ómótstæðilegi, óviðjafnalegi, stórkostlegi markmaður, bílstjóri, tæklari, sjómaður, nemandi, HK elskandi, slökkvitækis spúandi, álfelgu bónandi, bassakeilu titrandi, villti tryllti Pilltur hann GUNNAR BERGUR RUNÓLFSSON.



1.Nafn/Nickname
Gunnar Bergur Runólfsson/Gunni
2.Fæddur. Staður og stund
Þann yndisfagra dag 8. febrúar 1981 kl 14:00 að staðartíma í Vestmannaeyjum.
3.Ertu með e-r líkamslýti
Nei..ég er fullkominn.:=) fyrir utan eitt ör á enninu á mér sem ég hlaut fyrir nokkru síðan í skólanum hérna í eyjum. Ég hljóp bókstaflega á vegg..og það er ekki grin.
4.Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Sjálfum finnst mér hendurnar á mér vera ansi skemmtilegar…nei hvaða bull er þessi spurning…ef það er einhver karlmaður sem hefur dálæti af eh líkamshlut á sjálfum sér þá hlítur eitthvað að vera að viðkomandi..
5.Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Ég tek nú yfirleitt fyrst eftir andlitinu og svo færir maður sig neðar……
6.Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera.
Jesus.. af því að hann gat breytt vatni í vín….( hver myndi ekki vilja geta það….ég spyr nú bara )
7.Leiðinleg tónlist er
m.a. rapp og allt sem því tengist... Ég fíla hins vegar Vini vors og blóma og er nánast alæta á tónlist.
8.Uppáhalds frasi…..
thank you very nice ( úr stellu í framboði…) og ekki má nú gleyma þeim skemmtilega frasa sem Nonninn fann uppá…nehhhhhhh….
9.Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
ég held að það hafi verið í bíómynd sem við vinirnir framleiddum sjálfir. Mig minnir að hún hafi heitið Ferðalangurinn. Bjarki Steinn fór með aðalhlutverk og var þar í hlutverki ferðalangs sem kom til eyja. Allt gekk á afturfótunum hjá greyið manninum. En ótrúlegast var þegar hann átti leið fram hjá golf vellinum og vildi ekki betur til en svo að hann fékk þessa svaka torfu í hausinn…..( ath.. ekkert fyndið nema að hafa séð myndina og verið við upptökur hennar…þannig að enginn á eftir að hlæja að þessu nema kanski Bjarki Sjálfur….hehe.)
10.Ljótasta heimsfræga kona sem ég veit um er (Innslag frá DE: ekkert skrifað hér þ.a. ég svara bara fyrir hann)Hillary Clinton en sú ljótasta á Íslandi erImba Sólrún
11.Ég sé eftir að hafa...verið svona góður þegar ég var í Barnaskóla. Maður hefði svoleiðis átt að vera miklu erfiðari en maður var. hver man ekki eftir því þegar Hlynur Már kastaði stól í Hjálmfríði og Raggi Hilmars kom og barði hann….svona hefði maður átt að gera.. þetta er allavega eftirminnilegt.
12.Ég borðahamborgara og franskar í Skjólinu þegar ég er þunnur en Túnfisksamloku og CLUB kex með Túnfiski þegar ég er svangur
13.Mín versta martröð er..já ég veit ekki hvað ég á að segja hérna…mér finnst reyndar alltaf mjög óþægilegt þegar ég vakna á nóttini og finnst eins og ég sé að detta. Þið hafið örugglega lent í þessu líka. Getur verið ansi kvimleitt vandamál.
14.Mín skoðun á fóstureyðingum.. ég vil meina að þér eigi rétt á sér. Oft ef ótímabærar þunganir eiga sér stað, sérstaklega hjá yngra fólki sem ekki er tilbúið eða á ekki annara kosta völ en að láta eyða því.
15.Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Sjór: fiskur og verðmæti sem allir ættu að hugsa um eins og handabakið á sér. Við lifum jú einu sinni af sjávarútvegi.
Land: Bóndi, við eigum að bera virðingu fyrir landinu okkar eins og bóndinn gerir..( allavega flestir…)
Vestmannaeyjar: kyrlátur og þægilgur staður.
Hressó: framhjáhald….
HK: Davíð sniðugur að spyrja að þessu…hehe..mér dettur alltaf það sama í hug!..
Slátur: (innslag frá DE.. Einvherra hluta vegna var þessi reitur skilinn eftir auður. Ég svara þessu þá bara fyrir hann... )Baldur Braga, portúgal,bjór
Nonninn: WAZZZZZAAABBBI …NEHHHHHHHH
Markmannshanski: REUSCH
Höllin: Bibbi í straum.
Nissan: 2000 GTI góðir og sterkir bílar…( nú veit ég að Davíð er ekki sammála mér…)
Bassi: kontrabassi….væri til í að geta spilað á það snilldar verkfæri.
Djúpa laugin: viðbjóðslega leiðinlegur þáttur í dag..en var náttlega algjör snilld þegar svona skemmtilegir voru að koma fram í honum eins og ég og Illugi.
16.Að lokum vil ég…segja að ég sakna vina minna sem eru staddir í Reykjavík. Væri til í að heyra í þeim oftar. En svona er þetta nú bara. Það hefur verið gaman að vera maður vikunar dabbi minn..og vonandi gengur ykkur öllum sem best ( þið sem lesið þetta…já og þú líka Nonni minn þó þú hringir aldrei í mig….ég tók einmitt símann minn um daginn og athugaði hvort hann væri nokkuð bilaður..hann var nebblega ekki búinn að hringja í 5 sólarhringa…en neinei það var ekkert að honum…maður er víst bara gleymdur og grafinn og tröllum gefinn……..NEHHHHH! L8er krakkar…

28. október 2003

Nú líður senn að nýjum manni vikunnar og það er engin smásál þessa vikuna. Fylgisti vel með og komist að þvi hver tekur við af Bjarka -a.k.a. Svala húsmóðirin- og fær hinn eftirsótta titil "MAÐUR VIKUNNAR" hér á engill.blogspot.com
Hér er HÚFULAGIÐ (ég hef kallað úlpulagið) með Guðjóni Rúdólfs. Getið hægrismellt og gert save as. Náið í og hækkið í græjunum, gerist ekki betra. Þetta er allt í boði Andra Húgó sem fleytir sig í fyrsta sæti gullna listans fyrir að vera einstaklega liðtækur og hjálpsamur ungur maður.

27. október 2003

Kræklingakveldið kemur síðar þegar ég hef tíma. Er að verða geðveikur í ritgerðasmíð. Annars vildi ég bara láta vita að ég er kominn með Úlpulagið (sem var rétt í þessu að stela toppsætinu á Gullna listanum) inn á tölvuna mína. Fékk það hjá Hjalta frænda mínum, miklum snillingi, syni hans Palla húsvarðar í FÍV. Ef einhverjir vilja fá það sent til sín, þá bara skiljið eftir skilaboð í Gestabókinni sem er hérna hægramegin undir þessari frábæru mynd af mér og ég sendi það um hæl.

25. október 2003

Ef til vill hafa e-r tekið eftir post þar sem gert var lítið úr ákveðnum hópi fólks. Þessi postur hefur nú verið fjarlægðu og um leið vill ég, Davíð, biðjast formlega afsökunar á öllum þeim tilfinningalegu óþægindum og skaða sem ég hef valdið þessu fólki (þið vitið hver þið eruð). Í von um gott samstarf í framtíðinni.

Virðingarfyllst,
Davíð Egilsson
DJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖFUUUUUUULLLLSINSSSS gríðarlegu snilld var ég að sjá áðan. Myndband með úlpulaginu með Guðjóni Rúdólfs á poppTV. Þetta er tvímannalaust spútniklag ársins 2003 og það hreinlega bjargaði sumrinu hjá okkur í málaragenginu, allavega sumrinu hjá mér og ekki verra að sjá loks myndband við lagið. Snilld snilld snilld og aftur S N I L L D. Of ef þið eruð ekki búin að heyra lagið þið verðið að heyra það.

Og svo allir með:
kharerkarerkarerkarer úlpan mín, karer úlpan mín, karer úlpan mín
karerkarerkarerkarer úlpan mín, já hvar er úlpan mín
Ralalalallallalalallalalalalalalllaallalalal
osfrv.

21. október 2003

Listarnir (gullni og svarti) hafa fengið meira vægi á síðunni og verið færðir ofar í tilefni þess að nýr einstaklingur situr á toppnum þessa stundina. Það er engin annar en Bjarki Steinn Traustason sem nýlega var "maður vikunnar" sem komst í það mikla sæti fyrir einmitt það eitt að vera "maður vikunnar". Mettími Ástþórs á toppnum (tæpt ár) verður seint slegið og óskum við honum til hamingju með sína miklu setu.
Hæ hó og jibbí jei það eru komnir 1000 gestir. Kíktu upp í vinstra hornið og ef það stendur 1000 þá ertu 1000asti gesturinn. Til HAMINGJU. Endilega láttu mig vita hver þú ert því ég er ekki svo tæknivæddur að geta séð hver er nr. 1000. Er að baka köku í tilefni dagsins og þú getur komið við og fengið þér.

20. október 2003

Fyndið, gamla bleika gestabókin er allt í einu kominn upp í vinstra hornið. Ég ætla samt að halda mig við þessa nýju, hún hefur allavega ekki klikkað hingað til.
Komin ný gestabók, hin var eitthvað að druslast. Endilega skiljið eftir skilaboð.

19. október 2003

Jæja! Bjarka hefur hlotnast sá heiður að vera fyrsti MAÐUR VIKUNNAR hjá Dabbanum og óskum við honum til hamingju með það hér á K2. Fólk er strax orðið fúlt yfir að hafa ekki fengið að vera Maður vikunnar, sérstaklega ónafngreindur fýlupúki í líffræðinni oft kallaður xxxdi. En veriði þolinmóð, það er aldrei að vita nema þú verðir næsti MAÐUR VIKUNNAR, og með maður vikunnar meina ég ekki endilega bara karlemnn. Well...gjöriði svo vel



MAÐUR VIKUNNAR 19-25 OKTÓBER 2003
1. Nafn/Nickname
Bjarki Steinn Traustason/Svala húsmóðirin,litlle bear, bjúrkówitch, þorsteinn tvö, björk (þegar ég var með sítt hár, það særði mig mjög og ég er ekki búinn að gleyma þeim sem tóku þátt í því…) en venjulega bara Bjarki (Innskot frá DE-hver á augað á myndinni með Bjarka skrifið ykkar svar í gestabókina)

2. Fæddur. Staður og stund
Eyjunnni fögru, Heimaey á sjúkrahúsinu þar. Þetta var ákaflega falleg stund hjá foreldrum, loksins kominn einhver nógu verðugur til að taka við krúnunni J

3. Ertu með e-r líkamslýti.
Hahaha nei ég er fullkominn. Auðvitað er maður með líkamslýti. Fyrir utan andlitið þá er ég sjálfsagt með ljótustu tær sunnan norðurpólsins. Auk þess þá var ég alltaf að fá gat á hausinn sem krakki og það í bland heiftarlegt tilfelli af hlaupabólunni á sínum tíma hefur gert það að verkum að ef ég missi hárið tekur enginn hátíð við....

4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Já hér er af nógu taka......púff ég veit ekki hvar á að byrja......uuuu......bara allt ég er nefnilega að springa úr sjálfsánægju

5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...Handakrikahár, veit ekki hvað trend þetta er að vera raka þetta í gríð og erg.

6. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera... af því að ...
Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera Jim Morrisson á sýnum tíma því hann var svo kúl. Ef það var hægt að prófa að vera einhver í svona ca. 5 mín. gæti ég ímyndað mér að prófa vera Kolbrúna græna, bara svona til að vita hvernig það er að vera leiðinleg, hötuð og alltaf á móti öllu.

7. Neiðarlegasta atvik...
Bísna neyðarlegt þegar stelpur komu æðandi inn í búningsklefan og handklæðinu var kippt af mér....það var nefnilega svo kalt þarna inni.

8. Uppáhalds frasi
Frasinn hans tengdapabba; hoppaðu uppí rassgataði á þér og skelltu fast á eftir.

9. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Upphafsatriðið í Saving private Ryan. Ég var að deita Katrín Evu á þeim tíma og man að ég var mikið klæddur yfir myndinni. Þetta atrið var svo rosalegt að ég tók allur og svitna og svitna. Það var svona frekar neiðarlegt líka.

10. Ljótasta þekkta kona sem ég veit um er...
Á Íslandi er það Magga “ég tek bara kreatín og vill einhver selja mér typpi” vaxtaræktardóttir. Ljótasta erlenda kona sem ég veit um er Michael Jackson.

11. Ég sé eftir að hafa...Púff hér er af nógu að taka. Ég hefði viljað vera svoldið meira kúl þegar ég var yngri og læra á gítar, annað er ekki prenthæft.

12. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með kleinuhringnum mínum.Ég drekk kaftein í kók á fylleríum það vita þeir sem þekkja mig....nema kannski fjölskyldan...hef einhvern vegin ekki haft það í mér að segja þeim það...með kleinuhringnum mínum er kókómjólkin til taks enda sæki ég kraftinn minn þanngað

13. Mín versta martröð er..Þegar ég var yngri og að byrja í sundi fékk ég fljótt einhverja fóbíu gagnvart sundi. Þetta tók maður með sér í draumalandið og ég fékk yfir lengri tíma sömu martröðina. Ég var að kafa í djúpu lauginni en þegar ég ætlaði að fara upp á yfirborðið að ná mér í loft var einhvert gler yfir allri lauginn rétt neðan við yfirborðið. Ég man að þetta var það raunverulegt að ég vaknaði upp og varð að draga djúpt andan því að ég var alveg að kafna.

14. Mín skoðun á vændi á íslandiBara spurning um framboð eftirspurn....

15. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Bush: góð hljómsveit heimskur karl
Hómer J.: sófi,bjór, nærbuxur, starfsmaður mánaðirs, þvílíkur snillingur!
Mario Bro´s: Ef ég hefði nú bara eitt tímanum í eitthvað gáfulegar....
Michael Jackson: Búinn að segja það mar..ljótasta erlenda kona sem ég veit um.

16. Að lokum vil ég...
Vill benda á nýju síðuna mína www.bjarkisteinn.blogspot.com einnig vil ég benda fólki á bankareikningurinn en eins og menn vita er dýrt að vera í skóla og skemmta sér
Djöfull er þetta síðasta post fúlt. Vill einhver slá mig í andlitið ef það kemur annað svona fúlt. Svo er eitthvað að gestabókardruslunni núna. Ætli hún hafi ekki höndlað að vera UUber bleik. Ef til vill er fyrirtækið sem sér um gestabækurnar farið á hausinn. Kannski lagast þetta bara á eftir.

Fór á Gaukinn í gær.
Ástæða: Vildi hlusta á Mínus og 80's matchmox B-line disaster ásamt fleiri góðum.
Er með hálsríg.
Ástæða: Slamm rugl.
Er með suð í eyranu.
Ástæða: Gríðarlegur hávaði.
Er með tyggjó.
Ástæða: Veit ekki.
Búinn með heilan pakka á 1/2 tíma.
Ástæða: Ég er geðveikur.
Þreyttur í kjaftinum.
Ástæða: Búinn með heilan tyggjópakka á 1/2 tíma.

17. október 2003

Góðan dag. Góða nótt . Allt í lagi að segja góða nótt við fólk því yfirleitt er það á leiðinni að sofa í framhaldi af því. Góðan dag. Það er heimskulegt. Ég lít á það þannig að maður sé að segja „megiru eiga góðan dag“ en af hverju er þetta þá sagt í byrjun setninga oft á tíðum. Það er bara plain heimskulegt. Eins og að segja bless og halda svo áfram að spjalla. Tökum dæmi:

Kennarinn: Góðan dag, í dag ætlum við að lesa Litlu gulu hænuna

Nemandinn: Já, vei gerum það.

sbr.

Kennarinn: Bless, í dag ætlum við að lesa Litlu gulu hænuna

Nemandinn: Já, vei gerum það.


Athyglisvert ekki satt?

Í dæminu hér að ofan er líka annað orð sem mér finnst oft skringilega notað. Orðið "vei". Þetta er oft notað til að lýsa hrifningu á einhverju. Til dæmis eins og í dæminu að ofan eða í eftirfarandi dæmi:

Pabbinn: Jæja krakkar nú förum við og fáum okkur ís

Krakkarnir í einum kór: Vei, það verður gaman.

Raunverulega væri hægt að útleggja þetta dæmi á eftirfarandi vegu:

Pabbinn: Jæja krakkar nú förum við og fáum okkur ís

Krakkarnir í einum kór: Helvítis andskoti, það verður gaman.

Athyglisvert ekki satt?
Allt sem hér fer á eftir eru alfarið mínar skoðanir og ég get engan veginn ábyrgst að það sé eitthvað vit í þeim frá sjónarhóli annarra. Mér er því nokk sama þó svo að seinna komi í ljós að þú, lesandi góður, sért alls ekki á sömu skoðun og ég í þeim málum sem um ræðir. Áður en lengra er haldið vill ég taka fram að ég elska myndina Very bad things. Ég tek þetta fram því myndin sem hér um ræðir finnst mér svipa nokkuð til þeirrar myndar. Mjög svartur húmor, óheftur og ekki verið að fela neitt.

KILL BILL

Er hægt að hlæja þegar tugum manna er slátrað með Samurai-a sverði á einu brett. Mitt svar er "já". Kannski er ég geðveikur en þessi mynd er algjör snilld. Ég hef heyrt fólk tala um að söguþráðurinn sé enginn, blóðsúthellingarnar séu alltof miklar og brellurnar séu lélegar. Ég veit ekki hvað skal segja, mér leiddist allavega ekki. Ekki nóg með að svarti húmorinn skíni í gegn alla myndina heldur er myndin líka lista vel gerð. Það eru smáatriðin sem skipta máli. Til dæmis má nefna bardagaatriðið milli Brúðarinnar og cottonmouth (lucy liu). Umhverfið er snilld, næstum eins og á aðfangadagsnótt í algjöru logni og það snjóar svona risa snjókornum. Svo kemur tónlistin inn og passar perfect við slagsmálin og allt verður einhvernveginn.. veit ekki alveg ... En svo er það smáatriðið, ein lítil vatns-eilífðarvél sem kemur alltaf í forgrunninn og fullkomnar stemninguna. Og þetta er bara eitt lítið atriði af mörgum sem eru einhvernveginn sjálfstæð inn í myndinni en mynda samt brilljant heild. Ég mæli hiklaust með henni.
o&o

14. október 2003

Fór með Herjólfi upp á fastalandið á sunnudaginn. Haldiði að það hafi ekki verið risa sundmót í eyjum um helgina þannig að skipið var troðfullt af sundfólki, þjálfurum, fararstjórum og foreldrum á leið heim til sín. Hef bara aldrei lent í öðru eins, þetta var næstum eins og á þjóðhátíð fyrir utan fylleríið. Ég sver að það var klórlykt um borð. Þá fór ég að pæla. Hvað ef skipið sykki. Þá ættum við ekki einn einasta sundmann sem getur eitthvað. Næstu fimtán árin yrðu án íslenskra keppenda á stórmótum. Það væri alveg hræðilegt, er það ekki? Veit ekki.

Annað sem ég var að pæla. Ég fór í húsasmiðjuna áðan og tók eftir auglýsingunni utan á búðinni. Mynd af stelpu að mála undir yfirskriftinni "kláraðu málin með Húsasmiðjunni" eða eitthvað álíka. En það var ekki það sem mér fannst skrítið. Það sem mér fannst skrítið var klæðnaðurinn á stelpunni. Það var eins og hún væri nýkominn úr Sautján og hafi svo farið beint heim að mála í fötunum sem hún keypti. Alltaf þegar ég mála þá er ég í druslugalla ef ég er ekki í málningargalla. Mér fannst bara eitthvað bogið við þetta.

13. október 2003

Hallúúú,
þá er langri helgi í Eyjum lokið. Mikil stemning ávallt í Eyjum enda besti staðurinn á jörðinni. Annars gerðist nú fátt markvert þessa helgina. Tók því bara rólega. Nenni ekki að tala um leikinn og svekkja mig. Nenni varla að lesa íþróttablöðin þessa stundina því ég veit alveg hvað er verið að tala um... Stóðum okkur vel en hefðum átt að ná í stig á móti Skotum... Well dööö.

Airwaves... mikið verið spurður hvort ég ætli. Er ekki enn búinn að ákveða mig... býst samt ekki við því. Kannski ég reyni að komast eins og eitt kvöld á e-a góða tónleika, t.d. eins og "80´s matchbox b-line disaster" sem ég vildi gjarnan sjá. Held barasta að ég tími ekki að borga mig inn á allt klabbið ef ég ætla svo ekki að fara öll kvöldin. Kemur í ljós.

Og svo eitt fyrir líffræðingana. Hver haldiði að hafi verið að baukast inn í Bónus áðan. Enginn annar en hinn "all mighty" SNÓ. Kemur ekkert á óvart að hann versli í þeirri ágætu verslun því það rennur þýskt blóð í hans æðum og eru þjóðverjar ekki þekktir fyrir að spara. Já abbababbababb... ekkert vera gera lítið úr mér, ég er háskólanemi sem á ekki bót fyrir boruna þannig að það er bara eðlilegt að ég versli í grísakoti en hann er sprenglærður Efna-eitthvað þannig að hann má alveg versla Hagkaup, ja eða Nóatúni kannski.
O&O

9. október 2003

Jæja, byrjaður að blogga á ný og nú mega menn passa sig. Ég er aftur byrjaður að uppfæra "Svarta listann" og "Gullna listann" þannig að þið skuluð bara vera góð við mig annars eigiði á hættu á að lenda á þeim svarta. Svo er náttúrulega æsispennandi hver tekur við af Ástþóri Magnússyni á toppnum á gullna listanum. Eitt er víst að met hans yfir viðveru á listanum (tæpt ár) verður seint slegið

Annars er nú lítið í fréttum nema Dabe er á leiðinni til Eyja. Agalega verður það fínt. Svo er náttúrulega leikurinn um helgina þ.a. það verða nokkrir kaldir látnir detta.

8. október 2003

Var búinn að gleyma þessu en kann að linka inn á aðrar síður á ný, samanber: Gaman að þessum
Ég hefði samt kannski átt að bíða fram í desember. Þá hefði ég getað haldið upp á ársafmæli van-bloggs. En well skiptir ekki öllu.
hahahah, takk fyrir að setja tengil inn á mig freydís.. ég tek þetta sem áskorun og fer kannski að blogga aftur. Ég meina ef það er enn verið að linka inn á mig þrátt fyrir að það sé liðið tæpt ár síðan ég bloggaði síðast þá hlýtur að vera eitthvað varið í þetta, ekki satt?