26. apríl 2006

Er erfitt að prumpa í strætó?


Las um ÞESSA snilldarsíðu í Morgunblaðinu um daginn. Veit ekki hvort eitthvað af þessu er bull og skáldskapur eða hvort þetta er allt tekið beint af götunni. Á síðunni er samansafn samtalsbúta sem einhverjir einstaklingar hafa hlerað hjá hinum og þessum sem á vegi þeirra hafa orðið í New York. Dæmi:

Guy #1: Ever notice you can't fart on these subway seats?
Guy #2: I think it's the angle; I've had that problem before.
--4 train
Dealer guy: Hey man, buy some weed?
Yuppie guy: Sure. And while I'm at it, why don't I just not send my kids to school, get them addicted to heroin, and leave them on the street to die?
Dealer guy: You sure you don't want some weed?
--Washington Square Park

Skemmtilegt!

25. apríl 2006

Minningar!
Hörmuleg viðbröðg við ósk minni um kosningar í síðustu færslu. Reyndar er alveg einn búinn að kommenta en eins og fyrri daginn þá virkar þessi síða eitthvað heimskulega, allavega á tölvunni minni þar sem ég sé aldrei hvort einhver sé búinn að kommenta. Og já, ég er búinn að ýta á refreash. Heimska drasl.
Samt alltaf hress.
Varð hugsað til þess núna þegar NONNINN var að blogga um Load og Reload diskana með ofurgrúbbunni Metallica hvernig sumir diskar festast við ákveðinn tímabil í lífinu. Ég man t.d. mjög vel að þegar Load kom út sumarið '96 þá keypti ég hann í fríhöfninni á leiðinni út til Bandaríkjanna. Þangað fór ég með foreldrum mínum í minningarathöfn nafna míns og guðföður David Parkhurst skiptinemapabba mömmu. Auk þess ferðuðumst við aðeins um Maine fylki Bandaríkjanna, þó aðalega heimabæ hans Boothbay Harbour. Alltaf sat ég í aftursætinu á ferðum okkar og hlustaði á diskinn í ferðageislaspilaranum mínum og núna tengi ég alltaf ákveðið útsýni sem blasti við okkur þegar við keyrðum yfir einhverja brú einhversstaðar í fylkinu við ákveðið lag á þessum disk. Vonandi maður eigi eftir að fara yfir þessa brú aftur í framtíðinni. Fleiri dæmi sem ég hef er nýjasti Frans Ferdinand diskurinn sem ég hlustaði á í ofsalegum próflestri fyrir Iðraanatómíu- vekur reyndar ekki upp skemmtilegar minningar. R.E.M. diskinn UP hlustaði ég mikið á í nördaferð okkar Bjarka og Freydísar í Noregi og svona mætti nefna fleiri dæmi. Queen var til dæmis alltaf á fóninum þegar við bræðurnir tókum föstudagshreingerningu heima í Eyjum í gamla daga. Og þegar ég meina fóninum þá var það vínill í plötuspilaranum sem Huginn átti. Skemmtilegt.

23. apríl 2006

Ofsalegt partí hjá Ella!

Fórum núna skömmu fyrir páska í 25 ára afmælispartí til Elíasar Inga. Heljarinnar stuð og læti. Hef nú gerst svo duglegur að setja myndirnar inn á netið og má finna þær HÉR. (Password-ið er nafnið á uppáhalds NBA körfuknattleiksmanninum mínum fyrr og síðar í NBA í einni bunu og með litlum stöfum. )
Í þessu fjölþjóðlega afmælispartíi var ofsaleg keppni milli fjögurra liða sem hópnum var skipt í. Endaði með að tvö liðin voru jöfn í efsta sæti og voru úrslitin látin ráðast á því hvaða liðsfáni fólki þætti flottastur. Ekki var ég nú alveg sáttur við hvernig þær kosningar fóru fram og hvernig þær enduðu. Tel ég að brögð hafi jafnvel verið í tafli. Myndir af þessum fánum eru í möppunni á fyrstu síðu og bið ég nú fólk að skoða þá vel og velja hvaða liðsfáni þeim þykir flottastur.

Grettukeppni fór líka fram í myndatökunni og á eftir að fá fram sigurvegara í henni. Bið ég því fólk líka að velja bestu grettumyndina að þeirra mati.

Annars er það að frétta að við vorum á Mjóafirði um páskana og á ég eftir að setja inn myndir og segja frá því ferðalagi við tækifæri.

8. apríl 2006

Kíkið á slóðina. Þetta gæti orðið eitt það stórkostlegasta tónlistarmyndband sem þið eigið nokkurn tíma eftir að sjá. Þvílíkur stíll, þvílík samhæfing, þvílík fegurð: http://video.google.com/videoplay?docid=-8610362188397291938

1. apríl 2006

You just made the list!


Senseo kaffivélin er undratæki. Bjargar mannslífum. Hún fær heiðurssæti á "The list".

Stay tuned, fljótlega fer í gangt tilraun með glænýjan leik á þessari ofursíðu. Til að geta tekið þátt þarf fólk að vera á msn-inu hjá mér. "Flestir"* sem lesa þessa síðu eru það væntanlega, annars er msnið davidegils@hotmail.com.


*Pæling: Hvað þarf marga saman í hóp til að geta kallað hluta af honum "Flesta" ? Ef t.d. tveir af þremur á msninu hjá mér myndu lesa síðuna væru þeir þá flestir?