16. ágúst 2004


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Sannaðist hið fornkveðna um helgina að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Oft hef ég blótað lélegum lýsingum frá knattspyrnuleikjum í sjónvarpi. Mér hefur verið tíðrætt um t.d. Gaupa, Steina, Hödda Magg og hina gaukana á sýn sem oft á tíðum hafa verið að tapa sér í ruglinu. Annar hver leikmaður er stórkostlegur eða gerir eitthvað magnað þegar Gaupi er að lýsa leik og Höddi ætlar að gleypa míkrófóninn í hvert skipti ssem eitthvað markvert gerist. Ég hélt því að framundan væru yndislegir dagar á Skjá1 þar sem valinkunnir einstaklingar í bland við enska þuli áttu að lýsa leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. En góðan daginn. Í fyrsta leiknum sem ég sá (MU vs. Chelsea) var búið að planta Gunna, úr Gunni og Felix í Stundinni okkar, og hinum gríðarhressa (NOT) Arnóri Guðjonsen í lýsarastólinn. Lélegri lýsingu á knattspyrnuleik hef ég ekki heyrt lengi. Ekki nóg með að Gunni hafi einstaklega leiðinlega rödd og sé almennt leiðinlegur leikari að mínu mati þá kom bara tóm tjara upp úr honum. Hann skildi t.d. ekkert í því þegar United tók innkast við miðju vallarins og boltanum var hent til baka á varnarmann. "Þegar ég var í fótbolta var okkur kennt að það ætti að henda fram á völlinn í innkasti" heyrðist í Gunna. Hvaða bull er þetta.
Þetta var nú bara fyrsti leikurinn hans svo hann á e.t.v. eftir að skána. Svo getur maður líka huggað sig við það að ensku þulirnir verða látnir vera á í einhverjum leikjum. Samt er ég eiginlega strax farinn að sakna gömlu félaganna á SÝN.
Posted by Hello

13. ágúst 2004


UUOOOOghghghhg. Heyrist ekki eitthvað svona þegar maður ælir. Ég var allavega mjög nálægt því að æla áðan í vinnunni minni. Eins og sumir vita þá er ég búinn að vera stúdera þorsk í sumar og felst í þeirri stúderingu að kryfja þarf innyfli fisksins svo eitthvað sé nefnt. Í gær fór ég ásamt föruneyti og náði í fisk úr gildru við Keiko-kvína. Þar sem ég þurfti að fara upp á land að keppa ákvað ég að setja þann fisk sem náðist í í smá klaka og hélt að hann yrði þokkalegur í dag til rannsókna. En nei, því var öðru nær. Klakinn hefur væntanlega dugað skammt og fiskurinn lá því í stofuhita í alla nótt. Svo hófst ég handa í hádeginu í dag. Öðru eins ógeði hef ég ekki lent í. Lyktin sem gaus upp úr innyflunum á þessum kvikindum er ólýsanleg og ég held að ég eigi ekki eftir að borða fisk næstu vikurnar. Bjakk. Lexían er því þessi. Ef þú ætlar að rannsaka fisk, gerðu það eins fljótt og hægt er. Ef því verður ekki við komið, komdu fiskinum þá í almennilega kælingu. OK!!

Svo eitt, myndin hér að neðan af mér með hornsílið er tekin af slinger.tk með góðfúslegu leyfi.

Og svo vil ég benda á skemmtilegar myndir frá Þjóðhátíð 2004 hjá Andra Hugo. Leitið sérstaklega að þúsundtannamanninum. Posted by Hello

9. ágúst 2004


Já sællllllllllllllllllllllllllllllllllll. Hvað er að frétta. Kannast einhver við "West side is the best side" eða eitthvað svoleiðis. Man að einhver var að segja þetta í tíma og ótíma á þjóðhátíðinni, kannski Nonninn? Ekki alveg viss og ekki heldur hvernig rétta setningin var. Er svona að reyna ná saman brotum héðan og þaðan frá því á hátíðinni. Man til dæmis núna að 4 sílið heitir James Hetfield. Mynd af því hér að ofan.
Annars fundum ég og Gunnar Bergur upp á snilldar fjáröflunarleiðum á þjóðhátíðinni. Gunnar prufaði að láta fólk borga 500 kall fyrir að hann stillti sér upp við vegg og beraði á sér rassinn og fólk fékk fótbolta og mátti negla eins og það gat og reyna að hitta. Það voru þó nokkrir sem voru viljugir til að borga. Svo var ég með hornsíli í krukku eins og dyggir lesendur vita og stofnaði ég um þau sjóðinn "Free hornsílin foundation". Það kom um leið einn stuðningsaðili og borgaði 500 kall í sjóðinn, ónefndur sjúkraþjálfari hér í bæ. Spurning hvort ekki verði farið á næsta level með þessar fjáraflanir á næsta ári?
Posted by Hello

6. ágúst 2004


hér sjást tvö sílanna betur Posted by Hello
Jæja, þá er maður byrjaður að blogga á ný. Vonandi einhverjum til ánægju og yndisauka. Er aðeins búinn að breyta lúkkinu aftur, setti bara fyrirframtilbúið sull frá blogger. Spurning hvort það breytist seinna. Eins eitthvað búinn að prufa setja inn myndir og svona, það virðist virka að einhverju leyti. Allavega er komin inn mynd af mér með hornsílunum fimm sem fengu að fljóta með á þjóðhátíð. Þau heita Árni Matthísen, Árni Johnsen, Davíð Oddson og svo man ég ekki hvað síðustu tvö hétu... þið getið kannski hjálpað mér með það, ég sagði ófáum nöfnin á þeim á sunnudagsnóttinni á þjóðhátíðinni. Þeim var slept við hátíðlega athöfn í tjörnina í Herjólfsdal skömmu eftir að Stígur hafði tekið sinn árlega sundsprett. Virtust þau frelsinu fegin og ætti fólk sem hótaði mér lífláti fyrir að taka þau með mér í dalinn að geta slakað á (Andri, þú veist kannski hver það var). Gott í bili

Sjáiði sætu hornsílin mín. Þau synda nú frjáls ferða sinna í blárri tjörninni í Herjólfsdal. Posted by Hello