30. nóvember 2003

Já, þetta eru viðburðaríkir dagar... noott (þýðing: ekki).. hápunktur helgarinnar var að borða tvær bananastangir..mm, þær voru nú samt ljúffengar. Annars verð ég nú að lýsa ánægju minni með stöð 2 þessa dagana. Birta helvíti flottar auglýsingar á stöð 1 sem að sjálfsögðu má ekkert segja við því en geta síðan sjálfir neitað að birta auglýsingar frá þeim. Ekki það að ég viti hvort svo sé, en þeir hafa allavega möguleikann á því. Mér finnst þetta svona ákveðin mótmæli við því að hafa RÚV, stöð sem allir verða að borga, inn á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkastöðvarnar. Ég meina hvaða réttlæti er í því.
Bara svona smá pæling.
Svo annað.. hvað er með allan helvítis ruslpóstinn sem berst manni alla daga. Hér eru dæmi um nokkra...
davidegils@57147moneyguiidancehere.com
To :davidegils@hotmail.com
Subject : +DEBTCONSOLIDATIONcyugshkrqookfarfm ... bað ég um einhverja peningahjálp... NEI

From :davidegils@3604neattoofferss.com
To :davidegils@hotmail.com
Subject :FAMILYGETAWAYvriryd ... bað ég um einhver nettilboð...NEI


Svo hættið að senda þennan helvítis ruslpóst eða ég finn ykkur í fjöru.. hver sem þið eruð og hvar sem þið eruð




28. nóvember 2003

Já, nú hefur Daði komið sér vel fyrir í 1. og 2. sæti svarta listans. Ég var nú að pæla í að fara eftir ráðum "móður minnar" og setja hann á gullna listann en eins og allir sjá á ástæðunni fyrir veru hans á þeim svarta þá á hann vel heima þar. Um leið hefur hann hent einum af langlífari meðlimum svarta listans, Johnny, út af honum. Kannski Johnny bíði betri tímar á listum síðunnar, hver veit?

26. nóvember 2003

Jæja, þá er loks komið að því... nýr maður líðandi stundar. Að þessu sinni er það hösslerinn, öryggisvörðurinn, Árbæjarrottan, sirkussækandi, bjórdrekkandi, Körfubolta hendandi, súkkulaðisæti, eyjapeyinn Daði Guðjónsson. Reyndar er alveg vítiverð framkoma að hans að skila svörunum svo seint þ.a. hann er um leið kominn efst á svarta listann. Njótið vel..


1. Nafn/Nickname
Daði Guðjónsson / Daði Death eða Deið

2. Fæddur. Staður og stund
30.ágúst 1981. Vestmannaeyjar. kl 03:02

3. Ertu með e-r líkamslýti.
Er með myndarlegt ör á hausnum eftir að hafa horft á leik Interog Man U. fyrir nokkrum árum. Fagnaði marki Inter með því að stökkva upp í ljósakrónu. 12 spor þar. Mark Inter var ranglega dæmt af ;(

4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Rassinn

5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Barmurinn

6. Ef ég væri forseti Bandaríkjanna í einn dag þá mundi ég...

Agalega fúl spurning. Ætli ég myndi ekki draga verulega úr fjárframlögum ríkisins til hernaðarmála og reyna fá þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Rússaland til þess að koma að uppbyggingu í Írak.

7. Neiðarlegasta atvik...
Fyrir utan þetta atvik í leik Inter og Man U. verð ég að segja að neyðarlegasta atvik sem ég hef lent sé þegar ég svaf yfir mig á fótboltaæfingu í 3.flokki og vaknaði með myndarlega standpýnu (eins og gengur og gerist á þessum aldri), hleyp inn í eldhús þar sem að MÓÐIR mín og amma voru að snæða (þurfti að fara í gegnum eldhúsið til þess að komast að æfingardótinu). Þegar ég er kominn að æfingardótinu heyri ég eittthvað fliss uppi í eldhúsinu. Fer þangað upp aftur í æfingargallanum og mun ég seint gleyma glottinu á MÓÐUR minni og ömmu. (Innskot frá DE: AAAAAAHHAHAHAHA HA HA HA HA AHAHAHAH HAH...æj æj, )

8. Var þetta vel valið hjá nýjasta Bachelor?
Já ekki spurn. Jen stóð upp úr. Þótt að Kirsten minni mig óneitanlega á móður þína Davíð back in 1970 þegar hún afrekaði það að vinna titilinn Ungfrú Ísland eða eins og þú kemst best að orði sjálfur ,,back in 1970 my mother was the most beautiful woman in Iceland”. Reyndar finnist mér móðir þín vera eins og rauðvínið – verður bara betri með aldrinum ;) (Innslag frá DE: rólegur í að tala um móður mína)

9. Uppáhalds frasi
Hagkaup – Þar sem að íslendingum finnst skemmtilegast að versla

10. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Mörg góð atriði sem koma upp í hugann en ætli ég verði ekki að segja Indiana Jones and the Temple of Doom atriðið þegar að Mola Ram (presturinn) nær á óskiljanlegan hátt að rífa hjartað úr þræl sem að verið er að fórna, þetta gerir Mola með því að raula þessa setningu aftur og aftur ,,amínei sjamtídei” ,,amínei sjamtídei” algjör snilld. Þessa setningu er hægt að fara með þegar einhver skítur á þig.

11. Ég elska...KFC- BBQ borgara

12. Ég hata...Rottur

13. Ég sé eftir að hafa...
Sagt þér og um leið öllum sem að hafa aðgang að veraldarvefnum frá neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í (Innskot frá DE: Æj, æj, HA Ha.. úff get bara ekki hætt)

14. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með homeblestinu.Carlsberg............Kaffi

15. Mín versta martröð er..
Að koma að skoskri konu vera með strappon dildó á enninu að höppast á litlu systur minni. Neinei svona að öllu gríni slepptu myndi ég segja að missa einhvern ástvin.

16. Árbær VS. Vestmannaeyjar
Úff.. Heitupottarnir í Árbæjarlauginni koma þarna sterkt inn enda ómetanlegt að geta stokkið í þessu fínu potta á kvöldin. En ætli ég verði ekki að segja Vestmannaeyjar hafi vinninginn þarna

17. Hvernig finnst þér staða konunnar í nútíma samfélagi...
Enn og aftur agalega fúl spurning, í nútíma samfélagi??? Svona almennt myndi ég telja að staða konunar í hinum vestræna og “siðmennntaða heimi” vera nokkuð góða, reyndar hafa íslendingar gengið skrefinu lengra þökk sé rauðsokkum eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur og hefur kvennréttindabaráttan færst úr því að vera jafnréttindabarátta í það að vera forréttindabarátta sbr. 22,gr laga nr.92 2002 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nóg um það

18. Hvað er eftirmynnilegast úr þinni strætósöguÞessi átti sér reyndar stað í Ártúninu (sem er strætóstoppistöð fyrir ykkur plebbana) var ég þar staddur á leið í fyrirlestur upp í HÍ verð ég þá ekki var við mann sem kallaður er Gunni Blaðasali, þessi Gunni er rauðhærður með sítthár og er býsna veikur á geði greyið. Nema hvað var hann þarna staddur í sínum hversdagfötum sem saman standa af bleikum gallabuxum, ljósgrænni íþróttapeysu og með stór og myndarleg skíðagleraugu og ósjálfrátt fer maður að fylgjast með svona snillingum, verð ég þá var við þegar Gunni stingur hendinni inn á buxurnar sínar og fer að kyppa í kynfærið á sér meðan hann horfir á unga stelpu með aðdáunar augum, þetta þurfti ég að horfa upp á í rúmar 10 mín eða þangað til að minn strætó kom. Hvernig væri heimurinn án svona manna???? (Innslag frá DE:BETRI!!)

19. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Lögfræði...Skúli Magnússon
Sirkus...Elías Ingi með bjór í hönd
Securitas...vinna
Lambakjet-mehee...
Deutchland-,,ein Rudi Völler”
Stóragerði-Heima
Herjólfur-Þorlákshöfn
Kringlan-Þar sem hjartað slær
Þjóðhátið-Fyllerí

20. Að lokum vil ég...
þakka þér fyrir að leyfa mér að tjá mig á veraldarvefnum og mér sýnist að internetið sé komið til þess að vera ;)

21. nóvember 2003

Hey... allir að fara á Slingerinn og kjósa DABBAN sem skemmtilegasta bloggarann... og ekkert rugl hérna. Og b.t.way þá verður kominn nýr maður líðandi stundar laugardagskvöld... hann er að fara yfir spurningarnar og sendir þær bráðlega til mín.
Ha ha, i´m alive. Já DE er á lífi og brátt kemur næsti maður líðandi stundar. Jóndi er soddan fínn kall að hann á skilið að vera svona lengi. Annars var ég að velta fyrir mér athugasemdum utan á Extra tyggjópökkum. Samkvæmt upplýsingunum utan á tyggjópökkunum þá hefur overdriven consumtion laxerandi áhrif. Nú er ég krónískur tyggjó smjattari og klára ca 2 pakka á dag. Er það ekki overdriven consumption ég bara spyr? Ég hef nú ekkert verið að drepast úr niðurgangi þrátt fyrir allt smjattið. Mér þætti gaman að vita hvað er átt við með OVERDRIVEN CONSUMTION því það er greinilega ekki verið að tala um tvo pakka á dag. ÚFF, þarf að hætta. Þarf að drífa mig á klósettið...

11. nóvember 2003

Hver verður næsti maður líðandi stundar... Verður það kona eða karl. Stelpa eða strákur. Kvk eða kk. ???????? Fylgisti vel með á englinum.

8. nóvember 2003

DE HITTI ÁTRÚNAÐARGOÐIÐ
Djö. rugl. Mætti á fyrirlesturinn hjá Sir David Attenborough kl. 19:50 á fimmtudagskvöldið og hann átti að byrja 20:30 í Tónlistarhúsi Kópavogs (og þið sem vitið ekki hver David Attenborough er eruð fífl... eða allavega lokuð ofan í súrkálsdós). Jæja ég mæti og er þá ekki röð hálfa leið heim til Johnny út í Hafnarfirði. Svo er opnað og röðin silast inn og loks þegar ég kem inn í aðalsalinn þá held ég sveimérþá að það hafi einhver akkúrat sest í síðasta sætið. Ég ætla þá bara að standa til hliðar í salnum, en NEI það mátti ekki og ég og Jóndi félagi minn urðum að gjöra svo vel að horfa á fyrirlesturinn í hliðarsal varpað á tjald. Og til að kóróna fáránlega staðsetningu fyrirlestursins (í einhverjum sal sem ca. 450 manns geta setið) þá gátu þeir ekki drullast til að hafa hljóðið almennilegt fyrir þá sem þurftu að horfa á tjaldfyrirlesturinn. Eina góða við þetta var að við vorum fyrstir út og yfir á bókasafnið þar sem kallinn áritaði nýju bókina sína og þurftum því ekki að bíða í endalausri röð eftir áritun. Vona að þeir sem sátu í salnum hafi ekki fengið neina áritun. Og nú er ég glaður eigandi áritaðrar "Heimur Spendýranna". Ég hellti mér reyndar yfir David og sagði honum hvurslags fávitaskapur þetta væri að hafa fyrirlestur hjá eins frægum manni og honum sjálfum í svona litlum sal (gerði þetta reyndar í huganum). Svo sagði ég bara Thankjú sör þegar hann var búinn að árita.

7. nóvember 2003

Hér kemur restin af svörunum hjá KARLMANNI líðandi stundar, þau duttu óvart út. Vil benda á innslög mín í viðtalinu þar sem ég vill leiðrétta miskilning-a sem virðast koma upp hjá Jónda Bónda.



18. Uppáhalds drykkurinn minn er…: Bjór ekkert meira um það að segja

19. Mín versta martröð er..: Að læra fyrir efnafræðiprófin mín 2 í Háskólanum enda var ég við það að leita mér að snöru... Ég vona það þín vegna að þér finnist þetta ekki jafn mikil martröð og mér....hehe


20. Á að leyfa líknardráp á Íslandi?-
: Já ef menn eru á því að enda líf fremur en að lifa í sársauka þá finnst mér það bara gott mál,, eg get alveg ímyndað mér aðstæður sem maður gæti lent í sem maður myndi vilja fara fremur en að lifa....

21. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Grensásvegur 12: Lærdómur, haxabolla, kaffidrykkja og enginn Davíð……(Innslag frá DE: dettur engum í hug stuðmannalagið.... á grensásvegi 12 er lítið ljósagólf)
Haxabolla: Fyrsta glas ekki gott en það óskiljanlega er að hún batnar með hverjum sopa...
Blackburn: 1995 Premiership Champions!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bjór: Fjör og mikið gaman
Vísindaferð: Davíð ekki þar…..
Ökklameiðsl: Líffræðiboltinn ekki góð lífsreynsla….
Geiri: Stuð og með eindæmum duglegur að stunda grensarann….
Bjarki: Blómaétari með meiru
Sveit: Vestmannaeyjar
Grafarvogur: Ekki sveit
I feel like chicken tonite: Ian Wright (fyrrum leikmaður Arsenal lék sko í auglýsingunni)
Me kong: Sweet og sviti hja dabba…(innslag frá DE.. ég var nýkominn af æfingu).
Líffræðibolti: Sjálfsmarkið þitt um daginn og hvað þú varst AGALEGA FÚLL!!!(innslag frá DE: vill taka það fram að eftir það skoraði ég fimm mörk í röð og við unnum... sá hlær best sem síðast hlær)
22. Að lokum vil ég… : þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að vera maður vikunnar… Enda er það mikill heiður og er ég kominn í hóp með ekki ómerkilegri manni en Bjarka Steini…

5. nóvember 2003

Jamm, nú er komið að því. Maður vikunnar #3. Reyndar held ég láti þetta bara vera maður líðandi stundar þar sem ég er ekki nógu stabíll á vikunni. Semsagt komið að Manni líðandi stundar #1. En áður en ég kem að því... Maggi Mæja hefur verið settur á toppinn á gullna listanum en ég vill taka það fram að það var ekki vegna þess að hann var að væla. Maðurinn hefur reynst mér sérstaklega vel og á hann allt gott skilið. Takk Mæjan, þú ert snilld. Eins fer ég nú að verða leiður á vælinu í Johnny, spurning hvort hún fari ekki bara út af lista..hmmm, fái bara að éta það sem úti frýs. Nú ætla ég að vera lýðræðislegur og leyfa ykkur að ákveða, skrifið bara í comments hvort þið viljið að henni verði úthýst. Og Johnny, það þýðir ekkert að svindla, ég sé hver er að skrifa hvaða komment. Og Slingerinn, að sjálfsögðu færðu link.

En þá loks að Manni líðandi stundar #1.
Að þessu sinni er það síðasti sveitamaðurinn í Rvk. Hann kemur úr Grafarvoginum og stundar nám í líffræði. Enginn annar en hinn eitilharði sóknarmaður, fjölnismaður, fylkisfélagsskítur, Chilli étandi, Me Kong aðdáandi, Rovers-ari, guðna/snó elskandi, keyrandi á gamla karla og á móti umferð í þokkabót gaurinn... JÓN HALLDÓR ÞRÁINNSSON (með 2 n-um því þá verður hann fúll)

1. Nafn/Nickname: Jón Halldór Þráinsson, a.k.a Jóndi bóndi

2. Þessa dagana er ég að: Er ég að stunda nám við líffræðiskor Háskóla Íslands og leggja lokahönd á stórskemmtilega ritgerð um Mycobacterium paratuberculosis og Crohn´s sjúkdóm í mönnum. Stefni samt að því að lesa mannerfðafræðina fljótlega enda er fátt skemmtilegra…

3. Fæddur. Staður og stund: Ég fæddist þann merkilega dag 9. febrúar 1981 kl 02:21 í Rvk. Taka skal fram að ég var hátt í 40 tíma á leið í heiminn (mamma fékk hríðirnar sko 7. feb!) og nóttina sem ég fæddist var eitt mesta óveður sem menn muna eftir í Rvk....

4. Ég bý… og ég keyri…: Ég bý (ennþá) í fannafold 47 í Grafarvoginum með móðir minni, föður og litlu systur (það eru ekki allir dekraðir eins og sumir...) Ég keyri á glæsilegum grænum Toyota corolla 97 með spoiler geri aðrir betur, reyndar er eg að hugsa um að endurnýja...

5. Ertu með e-r líkamslýti: Nei ég myndi segja að ég sé með fullkomnari mönnum sem eru hér og verða á þessu landi... Reyndar er eg með ör á hausnum eftir að einhver stelpa lamdi mig í hausinn á spáni þegar ég var 2 ára kannski það sé ástæðan að sumar stelpur vilja meina að ég sé karlremba...

6. Minn helsti galli…: Er alveg massa óþólinmóður gaur og fremur latur þegar kemur að náminu...svo er lika galli hja mer að vera Blackburn Rovers aðdáendi þessa daganna en því fylgir engin sæla.....

7. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...: Það mun vera yndislegu augun og brosið… nei að öllu grini sleppt er eg eins og flestir og tek mest eftir barminum og afturendanum.. þeir sem halda öðru fram eru lygarar eða gay…

8. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera… af því að hann/hún…: Ron Jeremy þarf eg virkilega að útskýra hvers vegna???

9. Neyðarlegasta atvik? Ég hef sem betur fer ekki lent í mörgum slíkum en það er eitt sem stendur alveg uppúr held ég.. Þannig var mál með vexti að ég og herbergisfélagar mínir á Krít í útskriftarferð Kvennó 2001 vorum að slappa af á svölunum með bjór. Svo stóð ég upp og fór á klósettið í 15 sekúndur og hljóp út á svalir aftur en það vildi ekki betur til en að ég skallaði hurðina…. einn felagi minn lokaði hurðinni á þessum 15 sekundum og hun var helviti hrein svo eg hljóp bara beint á hurðina og felagar minir hlógu í um það bil 5 mínutur án gríns sko…. Það skal taka fram að ég braut á mér nefið við þessi samskipti mín við hurðina….

10. Uppáhalds frasi….: agalega ertu fúll!!!! Nei nei en þegar ég var úti í Serbíu í sumar þá sagði fólkið þar að ég sagði oft absoloutely unbelieveble!!! annað veit ég nú ekki….

11. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd... : Ef ég mætti velja mörg þá væru þau öll úr Pulp Fiction svo ég verð að velja það besta úr henni…. Það er náttúrulega þegar Zed var að þruma Marcellus Wallace í rassgatið og Butch kom inn og stoppaði það!! Alger snilld og tónlistinn hefði ekki getað verið meira við hæfi…. Reyndar fannst mér Vaselín atriðið í Kill Bill magnað…..

12. Af hverju Grafarvogur? : Frábær staður.. Esjan skýlir paradísinni fyrir norðanáttinni sem þú færð nú að finna allhressilega fyrir þarna út á grandanum og eyjum að sjálfsögðu... Þar er að finna mjög gott íþróttalið og fallegustu stelpurnar í bænum...Einnig er það bara hæfilega langt frá miðbæjarrottum og KR-ingum sem er mikill kostur!!! Endilega komiði í Grafarvoginn því þar er gott að búa.. enda bua þar næstum 5 sinnum fleiri þar en í eyjum!!! hehe svo hvað kallar þú sveit kallinn minn.....??


13. Geturu lýst því hvernig maður keyrir á móti umferð á brúnni í Kópavogi og hverjar afleiðingarnar eru?: No comment, en getur þú sagt mér hvernig það er að skeina sér með sokk??? (Innslag frá DE: einstaklega mjúkt, allavega mýkra en með klósettpappírnum úr Bónus. p.s. agalega fúll)

14. Ég sé eftir að hafa...: Sé ekki eftir neinu enda er ég sæll og glaður

15. 3 merkilegustu (jákvætt eða neikvætt) kennararnir í Líffræðinni hingað til og af hverju þeir… Númer 1. er að sjálfsögðu Guðni bakteríufræðikennari fyrir sitt einstaklega skipulag og húmor.. Það eru ekki allir sem er með þannig skipulag að þeir láta draga um það hver er fyrstur að draga um verkefni!!! og svo náttúrulega.. ”ég var einmitt vitni af einu atriði á ráðstefnu í NY”... hahaha Númer 2. mun vera SNÓ efnagreiningarkennari fyrir það að vera sennilega leiðinlegasti kennari sem ég hef nokkurn tímann haft í leiðinlegasta fagi ever = gott kómbó, ég mæli með þessu fagi sem valfag.... Númer 3. fær Jörundur vistfræðikennari með meiru fyrir að skipuleggja skemmtilegar árlegar ferðir í sandgerði....

16. Ég borða___ þegar ég er þunnur en ___ þegar ég er svangur: Þegar ég er þunnur vil ég fá eitthvað greasy en þegar ég er svangur þá er mömmumaturinn bestur.. Davið ertu buinn að gleyma hvernig hann smakkast??

17. Uppáhalds íþróttamaður? Íþróttamaður sem ég hata…: Uppáhaldið mitt er Alan Shearer sem afrekaði það að skora 122 mörk í 138 leikjum fyrir Blackburn frá 92-96.. Eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 30 mörk 3 tímabil í röð (33,34 og 36) til viðmiðunar bendi eg á að Nistelroy og Henry hafa verið markahæstir undanfarin ár með 22-24 mörk!! Kosinn besti leikmaðurinn í sögu úrvaldsdeildar og er enn að raða mörkunum 33 ára gamall!! Roy Keane er ekki í uppáhaldi hjá mér því hann er arrogant hálfviti sem eyðileggur feril leikmanns viljandi.. það ætti að læsa manninn inni……

3. nóvember 2003

Mjög áhugaverður einstaklingur verður maður vikunnar #3. Fylgisti vel með.

1. nóvember 2003

Snilld og aftur snilld. Nú getiði tekið fram gítarinn og farið að æfa ykkur. Gunnar B! Mamma þín getur æft þetta fyrir næsta afmæli.
Njótið vel... er að pæla í að hætta þessu bloggi og halda úti aðdáendasíðu Guðjóns Rúdolf.


Am
Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
E
Hvar er húfan mín
Am
Hvar er húfan mín
Am
Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
E Am
Hvar er húfan mín

Viðlag:
C G Am E Am Am E Am
Lalalalla.....

hvar'er peysan mín
hvar'er úlpan mín
Hver hefur tekið bomsurnar mínar
Hver hefur drukkið allan bjórinn minn
Ég átti einhversstaðar viskíflösku -Hvar er hún nú
Hvar'er hvar'er hvar'er konan mín -Hún var hér í gær