25. desember 2002

Well, kominnn heim í heiðardalinn. Kökur, steikur, rúm og sjónvarp- that´s my life um þessar mundir. Óska þeim fáu sem lesa þetta blogg gleðilegra jóla og hlakka til að hitta alla á nýju ári. Ég er farinn í jólafrí.

21. desember 2002

AAAAAAAAAAAAAAAAAAARARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGG
Það eru allir nema ég búnir í prófum og það er bara ekki þolandi, nei ekki ekki ekki þolandi. kíkið á ÞETTA og þið vitið hvernig mér líður. HEYYYJJJ ég kann að gera link, gríðarleg framför hjá king dave

19. desember 2002

Alas, gleðin. Þriðja og næstsíðasta gleðistundin búin og sú skemmtilegasta eftir. Morguninn var skemmtilegur í hæsta lagi í boði Guðna baktó og félaga. Hann verður ekki tekinn af þeim, hressleikinn. Agalega þarf samt veröldin að vera grimm. Tónleikar ársins, og ég hér við skrifborðið og ætti að vera að læra. Damn you all, damn you all to hell...þeir taki þetta til sín sem eiga það.
Annars var ég að horfa á fréttir áðan og enn einu sinni tekst Ástþóri Magg að koma manni skemmtilega á óvart. Þvílíkur snillingur, mætti í réttarsalinn í jólasveinabúning og með skegg og alles. Það eina sem dómarinn fór fram á var að hann tæki ofan af sér húfuna, ég meina ekki mátti hann nú vanvirða réttin með því að sýna ekki þá almennu kurteisi að taka að ofan.

17. desember 2002

Agalega er hausinn á mér tómur. Þrátt fyrir það ætla ég nú að verða við óskum eldheitra aðdáenda sem hafa skrifað í gestabókina og beðið um blogg....Takk Valli, þú hækkar um 1 sæti á gullna listanum og losnar af þeim svarta fyrir það + að þu færð að fara inn á bloggaralistann minn, ekki málið það. Annars hafa einnig orðið fleirri breytingar á listunum eins og þið sjáið hér hægra megin.....það er ef þið sáuð hvernig þeir voru áður en ég breytti þeim. Ég meina ef þið sáuð ekki hvernig listinn var og eruð að sjá hann í fyrsta skipti núna, þá er hann ekkert breyttur í ykkar augum ekki satt. Þetta er svona svipað og með tréð sem dettur í skóginum og enginn heyrir í því fattiði.
EnníH þá ætla ég að halda áfram lestri mínum fyrir næstu Gleðistund enda farið að styttast í hana, ég hlakka svo til. Ég meina hvað er ekki skemmtilegt við að sitja í þrjár klukkustundir, láta hugann reika um undraveröld procaryotanna og reyna festa eitthvað af því á blað, ég bara spYR. Ég vill svo endilega hvetja fólk til að skrifa í gestabókina hérna hægra megin og láta heyra í sér.

13. desember 2002

já já, ég veit að liturinn er viðbjóður. Ég er bara aðeins að fikta og reyna að læra á þetta stöff............

12. desember 2002

Dáldið magnað sem ég verð að segja ykkur frá. Ég var á leiðinn út í búð í dag, sem er nú yfirleitt ekki í frásögur færandi nema fyrir það ég varð fyrir hrikalegri lífsreynslu. Það var þannig að þegar ég kem niður í anddyri hér á K2, þá sé ég mér til mikillar skelfingar hvar einn íbúinn í blokkinni, eldri maður í þokkabót, liggur fyrir framan dyrnar hjá sér alveg hreyfingarlaus með stafinn við hliðina á sér. Ég að sjálfsögðu rík til, og ég man á þeim sekúndubrotum sem ég var á leiðinni að manninum þá runnu upp fyrir mér allir skyndihjálpartímarnir sem ég fór í í gamla daga. "1,2,3,4,5 og blása...eða er það 15 og blása tvisvar" hugsaði ég. Jæja, ég kem að manninum og ýti við honum í öxlina, en ekkert gerist. Á þessum tímapunkti sé ég ekki framan í manninn, en ég halla mér fram og sé þá augun opin. Sjitt, ég var handviss um að hann væri steindauður kallinn, hjartað í mér slær á fullu og adrenalínið er farið á fullt..... en þá til allrar hamingju hreyfast augun og ég átta mig á að hann er lifandi. Ég spyr hann hvort það sé ekki allt í lagi. "jú jú" segir hann óstyrkri röddu og liggur enn grafkyrr, "ég var bara hjá lækninum og gleymdi lyklunum og konan mín fór út í búð að versla og er ekki komin heim"....
Og hann lagði sig bara fyrir framan dyrnar hjá sér..........Hvað er það????

11. desember 2002

Ahh, þetta er yndislegt líf. Alveg að koma jól og ekki nema þrjár gleðistundir fram að því. Fyrsta gleðistundin í gær eftir mikla andvöku, og það er svona "reddaðist" fýlingur yfir henni. En hvað um það ég veit loksins hvað verður um "hringinn eina" þar sem ég var að lesa 3 síðasta kaflann í LOTR-ROTK (lord of the rings-return of the king, svona fyrir þá sem ekkkert vita :-) í gær áður en ég fór að sofa, og þvílík gríðarleg snilld. Ég myndi segja ykkur endirinn, en þar sem ég veit nú ekki alveg hvort margir eru búnir að lesa bókina og vilja bara sjá myndina þá sleppi ég því. Ég hélt reyndar að það væri miklu meira eftir af bókinni, en þá eru síðustu 100 blaðsíðurnar eða svo bara einhverjir viðaukar og útskýringar. Annars hefur þessi lesning verið alveg einsök, ég held ég hafi byrjað að lesa bókina fyirir einum fjórum-fimm árum þegar ég var framhaldsskólaum í Eyjum í ensku, og hef svo lesið hana með hléum, annsi mörgum reyndar, alla tíð síðan. Reyndar hafði ég hugsað mér að sleppa að lesa síðustu bókina og horfa fyrst á myndina, en ég hreinlega gat það ekki.

9. desember 2002

Eretta ekki orðið jólalegt..............
Það er náttúrulega ekkert að gerast á þessum síðustu og verstu tímum. Sé fram á mikla andvökunótt, ekki reyna hafa samband eftir hádegi á morgun.....

4. desember 2002

Magnað.
Ég er búinn að bæta við viðbjóðslegri gestabók sem þið getið kíkt á og sent mér skilaboð. Svo var ég eitthvað að reyna koma upp e-maili, gekk ekki alveg. Eins var ég að reyna koma upp teljara, stal honum fyrst frá óla líffó og var allt í einu kominn með yfir þúsund heimsóknir. Passaði ekki alveg þ.a. ég reyndi að nálgast einn sjálfur.. ég á svo eftir að koma honum upp. Ætli ég þurfi ekki þá líka að láta fleirri vita af síðunni til að einhverjar heimsóknir verði frá öðrum en óla, sem frétti af síðunni fyrir einhver undraverk. Ekki var ég allavega búinn að láta neinn vita. .....Æ, .þetta er kannski ekki heldur rétti tíminn til að vera standa í svona fikti.
.

3. desember 2002

í nótt fékk maður loks að kynnast slæmu hliðinni á því að búa i þakíbúð. Þetta brjálaða veður sem gekk yfir í nótt, ja ég held að veðurguðirnir hafi einbeitt sér að þakglugganum hjá mér. En til allrar lukku þá átti ég eyrnartappa (þessa gulu) á skrifborðinu mínu. Ég náði í þá, tróð þeim í eyrun og viti menn, ég svaf eins og steinn það sem eftir var næturinnar. Þeir verða í kommóðuskúffunni héðan í frá. Aearo Limited er komið á gullna listann. Mæli með eyrnatöppunum frá þeim.

2. desember 2002

Þar sem ég er nú formlega orðinn bloggari, þ.e. kominn á bloggaralista hjá öðrum bloggara þá verð ég nú að blogga sjálfur ekki satt. Nú það sem er í hausnum á mér núna er agalega fínn sigur MU um helgina á púllunum og skemmtilegustu tilþrif á knattspyrnuvellinum í áraraðir. DUDEK bjargaði helginni, þvílíkur snillingur.

25. nóvember 2002

well, ég er að blogga til hamingju ég. Verður maður ekki að hafa eitthvað voðalega mikið að segja ef maður ætlar að standa í svona bloggeríi. Ég hef kannski svona svakalega mikið að segja. Það kemur allavega í ljóst...
hvaða helvíti