16. desember 2003

Já, undur og stórmerki. DE bloggar. Ein ógeðisstund búin í bili og 2 eftir.. þ.e. próf. Einstaklega leiðinleg,, fékk næstum krampa í hendurnar í morgunn því þetta var svona skrifa endalaust próf. En tilgangur með þessu bloggi er að tilkynna að sökum einskærs velvilja Elíasar inga sem hefur sett link á mig frá síðu sinni og hefur hann þar að auki efst á listanum þá hef ég ákveðið að aflétta bölvun svarta listans af honum og flengja honum beint á gullna listann. Og þar sem Jólin eru nú einu sinni hátíð ljóss og friðar þá hef ég ákveðið að loka svarta listanum yfir hátíðarnar til að halda friðinn. Nei, heyrðu.. ég set Saddam Hussein á hann.. það er nú stærsta nafnið hingað til. Já, magnað.. pæliði ef hann yrði brjálaður út í mig, eða upplýsingamálaráðherra hans og kæmi tíl Íslands alveg brjálaður. Umm, veit ekki. Allavega eru allir vinir mínir lausir af svarta listanum. Að lokum vil ég svo endilega hvetja Ellann til að kíkja á fastalandið. Kostar ca. 1500 framogtilbage með Jólfinum og svo verður Bjarki með dúndrandi bollu þannig að ekki þarf að versla áfengið. Svo ertu nú gítarleikari góður svo þú spilar bara lag handa mömmu þinni í jólagjöf eða lest upp úr bók. Problem solved og allir glaðir.

Svo vill ég að lokum benda á að nýr liður kemur inn á síðuna hér á næstunni.. einstaklega spennandi, ekki satt.. Já og svo verður val á manni ársins bráðlega.. þá verður kosið um þá sem voru menn líðandi stundar undanfarna mánuði.. en þetta skýrist allt von bráðar.

11. desember 2003

Johnny var eitthvað sár að fá ekki að vera efst nógu lengi þannig að við bætum úr því...

Jæja, þá er loks komi að því. Dabe hefur dregið odd af oflæti sínu og hefur valið fyrsta kvenmanninn sem persónu líðandi stundar. Ef til vill hefur sú staðreynd að þessi persóna lýsti draumi sínum fjálglega á heimasíðu sinni þar sem hún hafði typpi eitthvað að segja. Þið getið lesið meira um það á síðunni hennar. En án frekari tafa þá kynni ég hina kolsvörtu, artífartí, gaflara, spútnik, keyrandi um á clio listháskólatík (sbr. dull bitch á heimasíðu sinni) Johnny


1. Nafn/Nickname
Jóna Heiða Sigurlásdóttir a.k.a. Johnny

2. Fædd/ur. Staður og stund
15. júní 1981 í Vestmó. Man ekki alveg kl. hvað

3. Ertu með e-r líkamslýti – Humm ööö já fullt. Fullt af líkamslýtum. Ég er einn líkamslýti…lýtur… eða hvað sem maður segir

4. Fallegasti líkamspartur á körlum finnst mér vera...
Erfitt að segja því karlmenn eru óttalega fallegir. Það sem heillar mig samt mest er ákveðin tegund af augabrúnum! Þ.e. Augnsvipur. (Er búin að stúdera augabrúnir mikið).

5. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera...
Joe Cardamone…af því að ... mér hefur alltaf langað til að vera brjáluð og vera brjálaður söngvari í brjálaðri rokkgrúppu og gera það sem mér sýnist og vera fangelsuð o.s.fr.v o.s.fr.v.

6. Uppáhalds frasi –
Frasi? Hvað meinarðu eiginlega? Í bíómynd eða? Uuuh… Enginn. Hins vegar hef ég ákveðið að gera orð Andy Warhol að lífsmottói mínu sem er hin víðfræga setning: Fuck it!

7. Gott og slæmt um þessa síðu.
– Uh hvar á ég að byrja? (innslag frá DE: kannski uppí rassgatinu á þér)

8. Ísland- best í heimi: af hverju
Á veturna er svo ótrúlega dimmt á næturna. Ég elska myrkrið. Ef það er að næturlagi, þ.e.a.s. Myndi helst vilja sofa allan daginn á veturna og fara síðan á stjá kl svona 20 og vaka alla nóttina.

9. Ísland-verst í heimi: af hverju –
Á veturna er svo ótrúlega dimmt á daginn. Ég verð þunglynd af þess konar myrkri. Þess vegna vil ég bara sofa á daginn á veturna. Svo er dýrt að lifa. Svo gerir fólk ekkert annað en að vera í Kringlunni. En það er kannski bara kostur því að mér finnst Íslendingar yfirhöfuð hundleiðinlegt folk og þeir mega vera þar fyrir mér.

10. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Þau eru ótrúlega mörg því ég horfi mikið á bíómyndir. T.d. The Knights who say Ni í Monty Python: the Holy Grail. Sérstaklega þegar hann bað Artúr konung um að höggva niður stærsta tréð í skóginum með síld. Snilldarmynd sem ég get horft endalaust á. Og svo í Childsplay þegar Chuckie var fastur í arninum á bak við grindina og barðist um eins og brjálæðingur. Hló mig algjörlega máttlausa. Annars ertu að gera mér lífið erfitt með þessari spurningu.

11. Hver myndi vinna eftirfarandi celebrity death mach og lýstu hvernig:
Addi Fannar í skítamóral Vs. Feita prómóógeðið sem hélt útihátíðina viðbjóðslegu sem ég man ekki hvað heitir núna
- Held að ég byrji bara rólega þannig að: Let´s call it a Draw!!! Addi Fannar sker vinstri fótinn af sjálfum sér frá hnénu. Síðan togar hann lærbeinið út úr kjötstykkinu og lemur Einar Bárðar til dauða. Það vill samt svo “leiðinlega” til að Adda Fannari blæðir út þar sem það er ómögulegt að stöðva blæðinguna. Þannig að þeir drepast bara báðir.
Elvis Presley Vs. John Lennon –
Lennon var eins og allir vita friðelskandi maður þess vegna get ég ekki séð hann fyrir mér beita ofbeldi. Þannig að Elvis á vinninginn. Veit ekki alveg hvernig. Hins vegar er hægt að deila um hvort að Lennon myndi beita ofbeldi til þess eins að komast lífs af úr þessum bardaga…? Það eru margar spurningar sem brenna á vörum mínum.
Elmo Vs. Stubbarnir
Ósanngjarnt Death Match. Eru stubbarnir ekki 5 annars? Eða 4? Whatever... Þeir eru allaveganna nógu margir til þess að hópnauðga greyið Elmo. Í endaþarm í þokkabót. Síðan plokka þeir úr honum augun og nauðga honum meira að segja í augntóftirnar. Alveg þar til að heilinn er orðinn að mauk en þá eru stubbarnir orðnir svangir eftir allt erfiðið og fjarlægja heilamaukið og steikja hann á pönnu og borða með bestu lyst og brúnni sósu.
Viggó Viðutan Vs. Lukku Láki –
Þar sem að Viggó er svo ógeðslega viðutan þá gleymir hann að mæta í death matchinn út af því að hann er að choppa niður líkið af besta vini sínum því að hann gleymdi að kaupa í matinn. Þá kemur Lukku Láki brjálaður á hestinum sínum til að drepa hann en það vill svo óheppilega til að Viggó missir öxina sem hann er að choppa með og hún lendir á hausnum hans Láka og klýfur hann í tvennt. Óheppileg tilviljun allt saman.
Íþróttaálfurinn Vs. Gaui Litli –
Gaui litli tekur Magga Skelfingu Íþróttaálf og treður honum inn í eina fellinguna á hægri síðunni sinni og kæfir hann til dauða.
Líffræðinemar Vs. Listaháskólagengið – Líffræðinemarnir ákveða að eitra fyrir Listaháskólagenginu með banvænni veiru. En þar sem að Listaháskólanemarnir umgangast mikið af hættulegum efnablöndum eru þeir ónæmir fyrir þeim og það gengur ekkert að eitra fyrir þeim! Listaháskólagengið svarar þess vegna með króki á móti bragði og eitrar á móti. Og greyið Líffræðinördarnir deyja!!! Þá er bara eftir að gera monument af þessum vofveiflegu atburðum, sem fóru vel, sem betur fer og Listaháskólagengið býr til risastóran mannlegan skúlptúr sem er gerður úr líkamsleifum nördanna og hellir síðan súkkulaðikremi yfir sem harðnar þannig að þetta verði svona konkret skúlptúr.

12. Mín versta martröð er..
að hafa ekki sett mark mitt á heiminn og gleymast öllum + draumurinn þar sem mig dreymdi að ég væri með typpi.

13. Álit mitt á Búnaðarbankamálinu…
Þótt ótrúlegt sé, þá hef ég ekkert álit á þessu máli. Hef samt skoðanir á flest öðru en ég held að ykkur sé skítsama um það. En þetta er eitt af þessum málum sem ég loka algjörlega eyrunum fyrir.

14. Berðu saman..
Vestmannaeyjar Vs. Reykjavík – Fallegur, hreinn en dull staður vs. Ljótur, skítugur en ágætis staður.
Vestmannaeyjar Vs. Hafnarfjörður - Falleg náttúra vs. sæti strákurinn á verkstæðinu sem gerði við bílinn minn og var með svona fallegar augabrúnir.
Vestmannaeyjar Vs. restin af Íslandi – Get ekki borið saman…
spútnik Vs. gallerý 17 – Whatever… maður er blóðmjólkaður á báðum stöðum.
cowboy leðurstígvél Vs. pinnahælar – Killerboots
Metallica Vs. Skítamórall – Allt sama tóbakið fyrir mér.
Maruud Vs. Þykkvabæjar –Algjört Gourmet. Ég er ekki beint rík tík þessa stundina.

Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri:
Idol – Billy Idol auðvitað. Hann var goðið mitt þegar ég var 9 ára.
Djúpa laugin – Hóruhús
Andri Hugo – Pink Floyd
Bjarki Steinn – Bréfberar
Metallica – Viðbjóður og reyndar líka Hóruhús.
Sputnik – Tómt peningaveski
Málveirufræðingurinn – Miltisbrandur
drulllumbullur sullumbullson - Bjarki



15. Að lokum vil ég segja...
So long Dickpigs!!!
ÞETTA er magnað. Betra að hafa hljóð með. Þetta benti hann Hjalti frændi minn mér á.. hann vill láta kalla sig The Master.

10. desember 2003

ÍSLENSKAR STÓRSTJÖRNUR
Magnað að kíkja inn í gestabókina inn á heimasíðu Írafárs. Hérna er eitt kommentið... takið eftir síðustu orðunum:

Hæ hæ heyrru ´æeg var að spá hénna verður þátturinn um ykkur endursýndur ni bara pæla ég nebblega missti af honum :S.
P.S svertingjar eru sætastir

Magnað efni. Svo er líka svona heiftarlegt rifrildi í gangi inn á vefnum sbr:

Dagmar: hæ, Birgitta ég verð að segja þér að ég og vinkona mín erum komnar með leið á þér mér finnst þú sýna þig allt og mikið þú ert eiginlega alltaf í sjónvarpinu.

Anna: hey þú þarna dagmar hættu bara að ibba þig kella hun má alveg koma i sjónvarpið eins oft og hun vil sko það er ekki eins og þú þurfir eithvað að horfa á það....

Yndislegt... held við ættum öll að kíkja oftar inn á irafar.is, kemur manni í virkilega gott skap.

4. desember 2003

Sjokkeraður
Fór á smá síðurölt áðan og kíkti inn á síðuna hans Ella Björgvins sem hefur verið í öðru sæti svarta listans og sá mér til mikillar gleði að fyrsti hlekkurinn sem hann setti inn á síðuna hjá sér var inn á engilinn. Ég fylltist einskærri gleði og fór að hugsa um hvð Elli væri nú góður drengur og var búinn að ákveða að kippa honum og öllum sem honum tengjast útaf svarta listanum og jafnvel setja Ella á þann gullna. Ég ákvað þó að ýta á hlekkinn og mér til mikillar gremju þá var þetta draugahlekkur sem leiddi mig inn á miður skemmtilega síðu. Ég skammaðist mín fyrir að vera svona auðtrúa og leið mjög illa. Í raun hefur mér ekki liðið ver lengi og sú auðmýking sem ég varð fyrir á líklega eftir að hafa áhrif á mig lengi. Til að létta á sálu minni hef ég ákveðið að færa Ella ofar á svarta listanum og ég ætla heldur ekki að gera honum til geðs að vera með link inn á hann.

2. desember 2003

Hear ye, Hear ye.
Til þess að komast inn á gullna listann þarf að vinna fyrir því á einn eða annan hátt. Það er ekki eitthvað sem hlotnast hverjum sem er.
Ef fólk fer á svarta listann er það vegna þess að það hefur reynt með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á eða stjórna hugmyndum eða gjörðum Dabe á þessari síðu eða á einhvern hátt sýnt King Dabe óvirðingu. Þetta hefur eingöngu náð til þess sem gerist innan þessarar síðu (engill.blogspot.com) og spjallþráða hennar. Því þykir mér það afar sárt þegar ég sé fólk reyna draga þessi málefni inn á annan vetvang með hótunum og skítkasti.
Ef þið skiljið það sem hér stendur ætti ekki að vera erfitt að komast hjá setu á svarta listanum og ætti að gefa ykkur einhverja hugmynd um hvernig má komast á þann gullna. Ekki þýðir að fara í fýlu þó svo maður lendi á svarta listanum heldur er um að gera að bæta ráð sitt og hver veit nema leiðin liggi upp á við. Alla leið upp í gullna listann.
Lifið heil
King Dabe
Flúor
Hver man ekki eftir flúordrykknum vinsæla sem allir fengu mánaðarlega í skólanum í gamle dage. Fyrst var þetta glær vökvi með viðbjóðslegu bragði allir þurftu að láta sullast um. Seinna kom svo blár vökvi með ágætis bragði. Mikið þarfaþing og ég er allavega með allar mínar tennur ennþá. En man fólk eftir bragðinu af flúordrullunni sem var sett á tennurnar á manni hjá tannsanum. Þetta var svona gul drulla sem maður þurfti að hafa á tönnunum í nokkra tíma. Og nú kem ég að aðalatriðinu. Það er nebblega búið að búa til drykk með nákvæmlega þessu sama bragði og var af flúordrullunni. Og nafnið á drykknum.. Magic-Red. Hvílíka viðbjóðinn hef ég ekki áður smakkað. Rifjast upp minningar frá því hjá tannsanum í gamla daga. En ég hvet ykkur samt til að smakka og átta ykkur á því hvað ég er að tala um. Alveg magnað.

30. nóvember 2003

Já, þetta eru viðburðaríkir dagar... noott (þýðing: ekki).. hápunktur helgarinnar var að borða tvær bananastangir..mm, þær voru nú samt ljúffengar. Annars verð ég nú að lýsa ánægju minni með stöð 2 þessa dagana. Birta helvíti flottar auglýsingar á stöð 1 sem að sjálfsögðu má ekkert segja við því en geta síðan sjálfir neitað að birta auglýsingar frá þeim. Ekki það að ég viti hvort svo sé, en þeir hafa allavega möguleikann á því. Mér finnst þetta svona ákveðin mótmæli við því að hafa RÚV, stöð sem allir verða að borga, inn á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkastöðvarnar. Ég meina hvaða réttlæti er í því.
Bara svona smá pæling.
Svo annað.. hvað er með allan helvítis ruslpóstinn sem berst manni alla daga. Hér eru dæmi um nokkra...
davidegils@57147moneyguiidancehere.com
To :davidegils@hotmail.com
Subject : +DEBTCONSOLIDATIONcyugshkrqookfarfm ... bað ég um einhverja peningahjálp... NEI

From :davidegils@3604neattoofferss.com
To :davidegils@hotmail.com
Subject :FAMILYGETAWAYvriryd ... bað ég um einhver nettilboð...NEI


Svo hættið að senda þennan helvítis ruslpóst eða ég finn ykkur í fjöru.. hver sem þið eruð og hvar sem þið eruð




28. nóvember 2003

Já, nú hefur Daði komið sér vel fyrir í 1. og 2. sæti svarta listans. Ég var nú að pæla í að fara eftir ráðum "móður minnar" og setja hann á gullna listann en eins og allir sjá á ástæðunni fyrir veru hans á þeim svarta þá á hann vel heima þar. Um leið hefur hann hent einum af langlífari meðlimum svarta listans, Johnny, út af honum. Kannski Johnny bíði betri tímar á listum síðunnar, hver veit?

26. nóvember 2003

Jæja, þá er loks komið að því... nýr maður líðandi stundar. Að þessu sinni er það hösslerinn, öryggisvörðurinn, Árbæjarrottan, sirkussækandi, bjórdrekkandi, Körfubolta hendandi, súkkulaðisæti, eyjapeyinn Daði Guðjónsson. Reyndar er alveg vítiverð framkoma að hans að skila svörunum svo seint þ.a. hann er um leið kominn efst á svarta listann. Njótið vel..


1. Nafn/Nickname
Daði Guðjónsson / Daði Death eða Deið

2. Fæddur. Staður og stund
30.ágúst 1981. Vestmannaeyjar. kl 03:02

3. Ertu með e-r líkamslýti.
Er með myndarlegt ör á hausnum eftir að hafa horft á leik Interog Man U. fyrir nokkrum árum. Fagnaði marki Inter með því að stökkva upp í ljósakrónu. 12 spor þar. Mark Inter var ranglega dæmt af ;(

4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Rassinn

5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Barmurinn

6. Ef ég væri forseti Bandaríkjanna í einn dag þá mundi ég...

Agalega fúl spurning. Ætli ég myndi ekki draga verulega úr fjárframlögum ríkisins til hernaðarmála og reyna fá þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Rússaland til þess að koma að uppbyggingu í Írak.

7. Neiðarlegasta atvik...
Fyrir utan þetta atvik í leik Inter og Man U. verð ég að segja að neyðarlegasta atvik sem ég hef lent sé þegar ég svaf yfir mig á fótboltaæfingu í 3.flokki og vaknaði með myndarlega standpýnu (eins og gengur og gerist á þessum aldri), hleyp inn í eldhús þar sem að MÓÐIR mín og amma voru að snæða (þurfti að fara í gegnum eldhúsið til þess að komast að æfingardótinu). Þegar ég er kominn að æfingardótinu heyri ég eittthvað fliss uppi í eldhúsinu. Fer þangað upp aftur í æfingargallanum og mun ég seint gleyma glottinu á MÓÐUR minni og ömmu. (Innskot frá DE: AAAAAAHHAHAHAHA HA HA HA HA AHAHAHAH HAH...æj æj, )

8. Var þetta vel valið hjá nýjasta Bachelor?
Já ekki spurn. Jen stóð upp úr. Þótt að Kirsten minni mig óneitanlega á móður þína Davíð back in 1970 þegar hún afrekaði það að vinna titilinn Ungfrú Ísland eða eins og þú kemst best að orði sjálfur ,,back in 1970 my mother was the most beautiful woman in Iceland”. Reyndar finnist mér móðir þín vera eins og rauðvínið – verður bara betri með aldrinum ;) (Innslag frá DE: rólegur í að tala um móður mína)

9. Uppáhalds frasi
Hagkaup – Þar sem að íslendingum finnst skemmtilegast að versla

10. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Mörg góð atriði sem koma upp í hugann en ætli ég verði ekki að segja Indiana Jones and the Temple of Doom atriðið þegar að Mola Ram (presturinn) nær á óskiljanlegan hátt að rífa hjartað úr þræl sem að verið er að fórna, þetta gerir Mola með því að raula þessa setningu aftur og aftur ,,amínei sjamtídei” ,,amínei sjamtídei” algjör snilld. Þessa setningu er hægt að fara með þegar einhver skítur á þig.

11. Ég elska...KFC- BBQ borgara

12. Ég hata...Rottur

13. Ég sé eftir að hafa...
Sagt þér og um leið öllum sem að hafa aðgang að veraldarvefnum frá neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í (Innskot frá DE: Æj, æj, HA Ha.. úff get bara ekki hætt)

14. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með homeblestinu.Carlsberg............Kaffi

15. Mín versta martröð er..
Að koma að skoskri konu vera með strappon dildó á enninu að höppast á litlu systur minni. Neinei svona að öllu gríni slepptu myndi ég segja að missa einhvern ástvin.

16. Árbær VS. Vestmannaeyjar
Úff.. Heitupottarnir í Árbæjarlauginni koma þarna sterkt inn enda ómetanlegt að geta stokkið í þessu fínu potta á kvöldin. En ætli ég verði ekki að segja Vestmannaeyjar hafi vinninginn þarna

17. Hvernig finnst þér staða konunnar í nútíma samfélagi...
Enn og aftur agalega fúl spurning, í nútíma samfélagi??? Svona almennt myndi ég telja að staða konunar í hinum vestræna og “siðmennntaða heimi” vera nokkuð góða, reyndar hafa íslendingar gengið skrefinu lengra þökk sé rauðsokkum eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur og hefur kvennréttindabaráttan færst úr því að vera jafnréttindabarátta í það að vera forréttindabarátta sbr. 22,gr laga nr.92 2002 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nóg um það

18. Hvað er eftirmynnilegast úr þinni strætósöguÞessi átti sér reyndar stað í Ártúninu (sem er strætóstoppistöð fyrir ykkur plebbana) var ég þar staddur á leið í fyrirlestur upp í HÍ verð ég þá ekki var við mann sem kallaður er Gunni Blaðasali, þessi Gunni er rauðhærður með sítthár og er býsna veikur á geði greyið. Nema hvað var hann þarna staddur í sínum hversdagfötum sem saman standa af bleikum gallabuxum, ljósgrænni íþróttapeysu og með stór og myndarleg skíðagleraugu og ósjálfrátt fer maður að fylgjast með svona snillingum, verð ég þá var við þegar Gunni stingur hendinni inn á buxurnar sínar og fer að kyppa í kynfærið á sér meðan hann horfir á unga stelpu með aðdáunar augum, þetta þurfti ég að horfa upp á í rúmar 10 mín eða þangað til að minn strætó kom. Hvernig væri heimurinn án svona manna???? (Innslag frá DE:BETRI!!)

19. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Lögfræði...Skúli Magnússon
Sirkus...Elías Ingi með bjór í hönd
Securitas...vinna
Lambakjet-mehee...
Deutchland-,,ein Rudi Völler”
Stóragerði-Heima
Herjólfur-Þorlákshöfn
Kringlan-Þar sem hjartað slær
Þjóðhátið-Fyllerí

20. Að lokum vil ég...
þakka þér fyrir að leyfa mér að tjá mig á veraldarvefnum og mér sýnist að internetið sé komið til þess að vera ;)

21. nóvember 2003

Hey... allir að fara á Slingerinn og kjósa DABBAN sem skemmtilegasta bloggarann... og ekkert rugl hérna. Og b.t.way þá verður kominn nýr maður líðandi stundar laugardagskvöld... hann er að fara yfir spurningarnar og sendir þær bráðlega til mín.
Ha ha, i´m alive. Já DE er á lífi og brátt kemur næsti maður líðandi stundar. Jóndi er soddan fínn kall að hann á skilið að vera svona lengi. Annars var ég að velta fyrir mér athugasemdum utan á Extra tyggjópökkum. Samkvæmt upplýsingunum utan á tyggjópökkunum þá hefur overdriven consumtion laxerandi áhrif. Nú er ég krónískur tyggjó smjattari og klára ca 2 pakka á dag. Er það ekki overdriven consumption ég bara spyr? Ég hef nú ekkert verið að drepast úr niðurgangi þrátt fyrir allt smjattið. Mér þætti gaman að vita hvað er átt við með OVERDRIVEN CONSUMTION því það er greinilega ekki verið að tala um tvo pakka á dag. ÚFF, þarf að hætta. Þarf að drífa mig á klósettið...

11. nóvember 2003

Hver verður næsti maður líðandi stundar... Verður það kona eða karl. Stelpa eða strákur. Kvk eða kk. ???????? Fylgisti vel með á englinum.

8. nóvember 2003

DE HITTI ÁTRÚNAÐARGOÐIÐ
Djö. rugl. Mætti á fyrirlesturinn hjá Sir David Attenborough kl. 19:50 á fimmtudagskvöldið og hann átti að byrja 20:30 í Tónlistarhúsi Kópavogs (og þið sem vitið ekki hver David Attenborough er eruð fífl... eða allavega lokuð ofan í súrkálsdós). Jæja ég mæti og er þá ekki röð hálfa leið heim til Johnny út í Hafnarfirði. Svo er opnað og röðin silast inn og loks þegar ég kem inn í aðalsalinn þá held ég sveimérþá að það hafi einhver akkúrat sest í síðasta sætið. Ég ætla þá bara að standa til hliðar í salnum, en NEI það mátti ekki og ég og Jóndi félagi minn urðum að gjöra svo vel að horfa á fyrirlesturinn í hliðarsal varpað á tjald. Og til að kóróna fáránlega staðsetningu fyrirlestursins (í einhverjum sal sem ca. 450 manns geta setið) þá gátu þeir ekki drullast til að hafa hljóðið almennilegt fyrir þá sem þurftu að horfa á tjaldfyrirlesturinn. Eina góða við þetta var að við vorum fyrstir út og yfir á bókasafnið þar sem kallinn áritaði nýju bókina sína og þurftum því ekki að bíða í endalausri röð eftir áritun. Vona að þeir sem sátu í salnum hafi ekki fengið neina áritun. Og nú er ég glaður eigandi áritaðrar "Heimur Spendýranna". Ég hellti mér reyndar yfir David og sagði honum hvurslags fávitaskapur þetta væri að hafa fyrirlestur hjá eins frægum manni og honum sjálfum í svona litlum sal (gerði þetta reyndar í huganum). Svo sagði ég bara Thankjú sör þegar hann var búinn að árita.

7. nóvember 2003

Hér kemur restin af svörunum hjá KARLMANNI líðandi stundar, þau duttu óvart út. Vil benda á innslög mín í viðtalinu þar sem ég vill leiðrétta miskilning-a sem virðast koma upp hjá Jónda Bónda.



18. Uppáhalds drykkurinn minn er…: Bjór ekkert meira um það að segja

19. Mín versta martröð er..: Að læra fyrir efnafræðiprófin mín 2 í Háskólanum enda var ég við það að leita mér að snöru... Ég vona það þín vegna að þér finnist þetta ekki jafn mikil martröð og mér....hehe


20. Á að leyfa líknardráp á Íslandi?-
: Já ef menn eru á því að enda líf fremur en að lifa í sársauka þá finnst mér það bara gott mál,, eg get alveg ímyndað mér aðstæður sem maður gæti lent í sem maður myndi vilja fara fremur en að lifa....

21. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Grensásvegur 12: Lærdómur, haxabolla, kaffidrykkja og enginn Davíð……(Innslag frá DE: dettur engum í hug stuðmannalagið.... á grensásvegi 12 er lítið ljósagólf)
Haxabolla: Fyrsta glas ekki gott en það óskiljanlega er að hún batnar með hverjum sopa...
Blackburn: 1995 Premiership Champions!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bjór: Fjör og mikið gaman
Vísindaferð: Davíð ekki þar…..
Ökklameiðsl: Líffræðiboltinn ekki góð lífsreynsla….
Geiri: Stuð og með eindæmum duglegur að stunda grensarann….
Bjarki: Blómaétari með meiru
Sveit: Vestmannaeyjar
Grafarvogur: Ekki sveit
I feel like chicken tonite: Ian Wright (fyrrum leikmaður Arsenal lék sko í auglýsingunni)
Me kong: Sweet og sviti hja dabba…(innslag frá DE.. ég var nýkominn af æfingu).
Líffræðibolti: Sjálfsmarkið þitt um daginn og hvað þú varst AGALEGA FÚLL!!!(innslag frá DE: vill taka það fram að eftir það skoraði ég fimm mörk í röð og við unnum... sá hlær best sem síðast hlær)
22. Að lokum vil ég… : þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér að vera maður vikunnar… Enda er það mikill heiður og er ég kominn í hóp með ekki ómerkilegri manni en Bjarka Steini…

5. nóvember 2003

Jamm, nú er komið að því. Maður vikunnar #3. Reyndar held ég láti þetta bara vera maður líðandi stundar þar sem ég er ekki nógu stabíll á vikunni. Semsagt komið að Manni líðandi stundar #1. En áður en ég kem að því... Maggi Mæja hefur verið settur á toppinn á gullna listanum en ég vill taka það fram að það var ekki vegna þess að hann var að væla. Maðurinn hefur reynst mér sérstaklega vel og á hann allt gott skilið. Takk Mæjan, þú ert snilld. Eins fer ég nú að verða leiður á vælinu í Johnny, spurning hvort hún fari ekki bara út af lista..hmmm, fái bara að éta það sem úti frýs. Nú ætla ég að vera lýðræðislegur og leyfa ykkur að ákveða, skrifið bara í comments hvort þið viljið að henni verði úthýst. Og Johnny, það þýðir ekkert að svindla, ég sé hver er að skrifa hvaða komment. Og Slingerinn, að sjálfsögðu færðu link.

En þá loks að Manni líðandi stundar #1.
Að þessu sinni er það síðasti sveitamaðurinn í Rvk. Hann kemur úr Grafarvoginum og stundar nám í líffræði. Enginn annar en hinn eitilharði sóknarmaður, fjölnismaður, fylkisfélagsskítur, Chilli étandi, Me Kong aðdáandi, Rovers-ari, guðna/snó elskandi, keyrandi á gamla karla og á móti umferð í þokkabót gaurinn... JÓN HALLDÓR ÞRÁINNSSON (með 2 n-um því þá verður hann fúll)

1. Nafn/Nickname: Jón Halldór Þráinsson, a.k.a Jóndi bóndi

2. Þessa dagana er ég að: Er ég að stunda nám við líffræðiskor Háskóla Íslands og leggja lokahönd á stórskemmtilega ritgerð um Mycobacterium paratuberculosis og Crohn´s sjúkdóm í mönnum. Stefni samt að því að lesa mannerfðafræðina fljótlega enda er fátt skemmtilegra…

3. Fæddur. Staður og stund: Ég fæddist þann merkilega dag 9. febrúar 1981 kl 02:21 í Rvk. Taka skal fram að ég var hátt í 40 tíma á leið í heiminn (mamma fékk hríðirnar sko 7. feb!) og nóttina sem ég fæddist var eitt mesta óveður sem menn muna eftir í Rvk....

4. Ég bý… og ég keyri…: Ég bý (ennþá) í fannafold 47 í Grafarvoginum með móðir minni, föður og litlu systur (það eru ekki allir dekraðir eins og sumir...) Ég keyri á glæsilegum grænum Toyota corolla 97 með spoiler geri aðrir betur, reyndar er eg að hugsa um að endurnýja...

5. Ertu með e-r líkamslýti: Nei ég myndi segja að ég sé með fullkomnari mönnum sem eru hér og verða á þessu landi... Reyndar er eg með ör á hausnum eftir að einhver stelpa lamdi mig í hausinn á spáni þegar ég var 2 ára kannski það sé ástæðan að sumar stelpur vilja meina að ég sé karlremba...

6. Minn helsti galli…: Er alveg massa óþólinmóður gaur og fremur latur þegar kemur að náminu...svo er lika galli hja mer að vera Blackburn Rovers aðdáendi þessa daganna en því fylgir engin sæla.....

7. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...: Það mun vera yndislegu augun og brosið… nei að öllu grini sleppt er eg eins og flestir og tek mest eftir barminum og afturendanum.. þeir sem halda öðru fram eru lygarar eða gay…

8. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera… af því að hann/hún…: Ron Jeremy þarf eg virkilega að útskýra hvers vegna???

9. Neyðarlegasta atvik? Ég hef sem betur fer ekki lent í mörgum slíkum en það er eitt sem stendur alveg uppúr held ég.. Þannig var mál með vexti að ég og herbergisfélagar mínir á Krít í útskriftarferð Kvennó 2001 vorum að slappa af á svölunum með bjór. Svo stóð ég upp og fór á klósettið í 15 sekúndur og hljóp út á svalir aftur en það vildi ekki betur til en að ég skallaði hurðina…. einn felagi minn lokaði hurðinni á þessum 15 sekundum og hun var helviti hrein svo eg hljóp bara beint á hurðina og felagar minir hlógu í um það bil 5 mínutur án gríns sko…. Það skal taka fram að ég braut á mér nefið við þessi samskipti mín við hurðina….

10. Uppáhalds frasi….: agalega ertu fúll!!!! Nei nei en þegar ég var úti í Serbíu í sumar þá sagði fólkið þar að ég sagði oft absoloutely unbelieveble!!! annað veit ég nú ekki….

11. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd... : Ef ég mætti velja mörg þá væru þau öll úr Pulp Fiction svo ég verð að velja það besta úr henni…. Það er náttúrulega þegar Zed var að þruma Marcellus Wallace í rassgatið og Butch kom inn og stoppaði það!! Alger snilld og tónlistinn hefði ekki getað verið meira við hæfi…. Reyndar fannst mér Vaselín atriðið í Kill Bill magnað…..

12. Af hverju Grafarvogur? : Frábær staður.. Esjan skýlir paradísinni fyrir norðanáttinni sem þú færð nú að finna allhressilega fyrir þarna út á grandanum og eyjum að sjálfsögðu... Þar er að finna mjög gott íþróttalið og fallegustu stelpurnar í bænum...Einnig er það bara hæfilega langt frá miðbæjarrottum og KR-ingum sem er mikill kostur!!! Endilega komiði í Grafarvoginn því þar er gott að búa.. enda bua þar næstum 5 sinnum fleiri þar en í eyjum!!! hehe svo hvað kallar þú sveit kallinn minn.....??


13. Geturu lýst því hvernig maður keyrir á móti umferð á brúnni í Kópavogi og hverjar afleiðingarnar eru?: No comment, en getur þú sagt mér hvernig það er að skeina sér með sokk??? (Innslag frá DE: einstaklega mjúkt, allavega mýkra en með klósettpappírnum úr Bónus. p.s. agalega fúll)

14. Ég sé eftir að hafa...: Sé ekki eftir neinu enda er ég sæll og glaður

15. 3 merkilegustu (jákvætt eða neikvætt) kennararnir í Líffræðinni hingað til og af hverju þeir… Númer 1. er að sjálfsögðu Guðni bakteríufræðikennari fyrir sitt einstaklega skipulag og húmor.. Það eru ekki allir sem er með þannig skipulag að þeir láta draga um það hver er fyrstur að draga um verkefni!!! og svo náttúrulega.. ”ég var einmitt vitni af einu atriði á ráðstefnu í NY”... hahaha Númer 2. mun vera SNÓ efnagreiningarkennari fyrir það að vera sennilega leiðinlegasti kennari sem ég hef nokkurn tímann haft í leiðinlegasta fagi ever = gott kómbó, ég mæli með þessu fagi sem valfag.... Númer 3. fær Jörundur vistfræðikennari með meiru fyrir að skipuleggja skemmtilegar árlegar ferðir í sandgerði....

16. Ég borða___ þegar ég er þunnur en ___ þegar ég er svangur: Þegar ég er þunnur vil ég fá eitthvað greasy en þegar ég er svangur þá er mömmumaturinn bestur.. Davið ertu buinn að gleyma hvernig hann smakkast??

17. Uppáhalds íþróttamaður? Íþróttamaður sem ég hata…: Uppáhaldið mitt er Alan Shearer sem afrekaði það að skora 122 mörk í 138 leikjum fyrir Blackburn frá 92-96.. Eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 30 mörk 3 tímabil í röð (33,34 og 36) til viðmiðunar bendi eg á að Nistelroy og Henry hafa verið markahæstir undanfarin ár með 22-24 mörk!! Kosinn besti leikmaðurinn í sögu úrvaldsdeildar og er enn að raða mörkunum 33 ára gamall!! Roy Keane er ekki í uppáhaldi hjá mér því hann er arrogant hálfviti sem eyðileggur feril leikmanns viljandi.. það ætti að læsa manninn inni……

3. nóvember 2003

Mjög áhugaverður einstaklingur verður maður vikunnar #3. Fylgisti vel með.

1. nóvember 2003

Snilld og aftur snilld. Nú getiði tekið fram gítarinn og farið að æfa ykkur. Gunnar B! Mamma þín getur æft þetta fyrir næsta afmæli.
Njótið vel... er að pæla í að hætta þessu bloggi og halda úti aðdáendasíðu Guðjóns Rúdolf.


Am
Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
E
Hvar er húfan mín
Am
Hvar er húfan mín
Am
Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
E Am
Hvar er húfan mín

Viðlag:
C G Am E Am Am E Am
Lalalalla.....

hvar'er peysan mín
hvar'er úlpan mín
Hver hefur tekið bomsurnar mínar
Hver hefur drukkið allan bjórinn minn
Ég átti einhversstaðar viskíflösku -Hvar er hún nú
Hvar'er hvar'er hvar'er konan mín -Hún var hér í gær

31. október 2003

Hér er HÚFULAGIÐ með Guðjóni Rúdólf aftur... fannst það farið að hverfa soldið þarna neðst. Þetta lag er MUST HAVE í partýum vetrarins, svo allir að save-a og skrifa á CD og setja á phóninn og hækka í botn.

29. október 2003

Jæja, þá er komið að því. Það er Maður Vikunnar #2. Og það er ekkert smá nafn þessa vikuna, enginn annar enn hinn ómótstæðilegi, óviðjafnalegi, stórkostlegi markmaður, bílstjóri, tæklari, sjómaður, nemandi, HK elskandi, slökkvitækis spúandi, álfelgu bónandi, bassakeilu titrandi, villti tryllti Pilltur hann GUNNAR BERGUR RUNÓLFSSON.



1.Nafn/Nickname
Gunnar Bergur Runólfsson/Gunni
2.Fæddur. Staður og stund
Þann yndisfagra dag 8. febrúar 1981 kl 14:00 að staðartíma í Vestmannaeyjum.
3.Ertu með e-r líkamslýti
Nei..ég er fullkominn.:=) fyrir utan eitt ör á enninu á mér sem ég hlaut fyrir nokkru síðan í skólanum hérna í eyjum. Ég hljóp bókstaflega á vegg..og það er ekki grin.
4.Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Sjálfum finnst mér hendurnar á mér vera ansi skemmtilegar…nei hvaða bull er þessi spurning…ef það er einhver karlmaður sem hefur dálæti af eh líkamshlut á sjálfum sér þá hlítur eitthvað að vera að viðkomandi..
5.Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Ég tek nú yfirleitt fyrst eftir andlitinu og svo færir maður sig neðar……
6.Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera.
Jesus.. af því að hann gat breytt vatni í vín….( hver myndi ekki vilja geta það….ég spyr nú bara )
7.Leiðinleg tónlist er
m.a. rapp og allt sem því tengist... Ég fíla hins vegar Vini vors og blóma og er nánast alæta á tónlist.
8.Uppáhalds frasi…..
thank you very nice ( úr stellu í framboði…) og ekki má nú gleyma þeim skemmtilega frasa sem Nonninn fann uppá…nehhhhhhh….
9.Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
ég held að það hafi verið í bíómynd sem við vinirnir framleiddum sjálfir. Mig minnir að hún hafi heitið Ferðalangurinn. Bjarki Steinn fór með aðalhlutverk og var þar í hlutverki ferðalangs sem kom til eyja. Allt gekk á afturfótunum hjá greyið manninum. En ótrúlegast var þegar hann átti leið fram hjá golf vellinum og vildi ekki betur til en svo að hann fékk þessa svaka torfu í hausinn…..( ath.. ekkert fyndið nema að hafa séð myndina og verið við upptökur hennar…þannig að enginn á eftir að hlæja að þessu nema kanski Bjarki Sjálfur….hehe.)
10.Ljótasta heimsfræga kona sem ég veit um er (Innslag frá DE: ekkert skrifað hér þ.a. ég svara bara fyrir hann)Hillary Clinton en sú ljótasta á Íslandi erImba Sólrún
11.Ég sé eftir að hafa...verið svona góður þegar ég var í Barnaskóla. Maður hefði svoleiðis átt að vera miklu erfiðari en maður var. hver man ekki eftir því þegar Hlynur Már kastaði stól í Hjálmfríði og Raggi Hilmars kom og barði hann….svona hefði maður átt að gera.. þetta er allavega eftirminnilegt.
12.Ég borðahamborgara og franskar í Skjólinu þegar ég er þunnur en Túnfisksamloku og CLUB kex með Túnfiski þegar ég er svangur
13.Mín versta martröð er..já ég veit ekki hvað ég á að segja hérna…mér finnst reyndar alltaf mjög óþægilegt þegar ég vakna á nóttini og finnst eins og ég sé að detta. Þið hafið örugglega lent í þessu líka. Getur verið ansi kvimleitt vandamál.
14.Mín skoðun á fóstureyðingum.. ég vil meina að þér eigi rétt á sér. Oft ef ótímabærar þunganir eiga sér stað, sérstaklega hjá yngra fólki sem ekki er tilbúið eða á ekki annara kosta völ en að láta eyða því.
15.Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Sjór: fiskur og verðmæti sem allir ættu að hugsa um eins og handabakið á sér. Við lifum jú einu sinni af sjávarútvegi.
Land: Bóndi, við eigum að bera virðingu fyrir landinu okkar eins og bóndinn gerir..( allavega flestir…)
Vestmannaeyjar: kyrlátur og þægilgur staður.
Hressó: framhjáhald….
HK: Davíð sniðugur að spyrja að þessu…hehe..mér dettur alltaf það sama í hug!..
Slátur: (innslag frá DE.. Einvherra hluta vegna var þessi reitur skilinn eftir auður. Ég svara þessu þá bara fyrir hann... )Baldur Braga, portúgal,bjór
Nonninn: WAZZZZZAAABBBI …NEHHHHHHHH
Markmannshanski: REUSCH
Höllin: Bibbi í straum.
Nissan: 2000 GTI góðir og sterkir bílar…( nú veit ég að Davíð er ekki sammála mér…)
Bassi: kontrabassi….væri til í að geta spilað á það snilldar verkfæri.
Djúpa laugin: viðbjóðslega leiðinlegur þáttur í dag..en var náttlega algjör snilld þegar svona skemmtilegir voru að koma fram í honum eins og ég og Illugi.
16.Að lokum vil ég…segja að ég sakna vina minna sem eru staddir í Reykjavík. Væri til í að heyra í þeim oftar. En svona er þetta nú bara. Það hefur verið gaman að vera maður vikunar dabbi minn..og vonandi gengur ykkur öllum sem best ( þið sem lesið þetta…já og þú líka Nonni minn þó þú hringir aldrei í mig….ég tók einmitt símann minn um daginn og athugaði hvort hann væri nokkuð bilaður..hann var nebblega ekki búinn að hringja í 5 sólarhringa…en neinei það var ekkert að honum…maður er víst bara gleymdur og grafinn og tröllum gefinn……..NEHHHHH! L8er krakkar…

28. október 2003

Nú líður senn að nýjum manni vikunnar og það er engin smásál þessa vikuna. Fylgisti vel með og komist að þvi hver tekur við af Bjarka -a.k.a. Svala húsmóðirin- og fær hinn eftirsótta titil "MAÐUR VIKUNNAR" hér á engill.blogspot.com
Hér er HÚFULAGIÐ (ég hef kallað úlpulagið) með Guðjóni Rúdólfs. Getið hægrismellt og gert save as. Náið í og hækkið í græjunum, gerist ekki betra. Þetta er allt í boði Andra Húgó sem fleytir sig í fyrsta sæti gullna listans fyrir að vera einstaklega liðtækur og hjálpsamur ungur maður.

27. október 2003

Kræklingakveldið kemur síðar þegar ég hef tíma. Er að verða geðveikur í ritgerðasmíð. Annars vildi ég bara láta vita að ég er kominn með Úlpulagið (sem var rétt í þessu að stela toppsætinu á Gullna listanum) inn á tölvuna mína. Fékk það hjá Hjalta frænda mínum, miklum snillingi, syni hans Palla húsvarðar í FÍV. Ef einhverjir vilja fá það sent til sín, þá bara skiljið eftir skilaboð í Gestabókinni sem er hérna hægramegin undir þessari frábæru mynd af mér og ég sendi það um hæl.

25. október 2003

Ef til vill hafa e-r tekið eftir post þar sem gert var lítið úr ákveðnum hópi fólks. Þessi postur hefur nú verið fjarlægðu og um leið vill ég, Davíð, biðjast formlega afsökunar á öllum þeim tilfinningalegu óþægindum og skaða sem ég hef valdið þessu fólki (þið vitið hver þið eruð). Í von um gott samstarf í framtíðinni.

Virðingarfyllst,
Davíð Egilsson
DJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖFUUUUUUULLLLSINSSSS gríðarlegu snilld var ég að sjá áðan. Myndband með úlpulaginu með Guðjóni Rúdólfs á poppTV. Þetta er tvímannalaust spútniklag ársins 2003 og það hreinlega bjargaði sumrinu hjá okkur í málaragenginu, allavega sumrinu hjá mér og ekki verra að sjá loks myndband við lagið. Snilld snilld snilld og aftur S N I L L D. Of ef þið eruð ekki búin að heyra lagið þið verðið að heyra það.

Og svo allir með:
kharerkarerkarerkarer úlpan mín, karer úlpan mín, karer úlpan mín
karerkarerkarerkarer úlpan mín, já hvar er úlpan mín
Ralalalallallalalallalalalalalalllaallalalal
osfrv.

21. október 2003

Listarnir (gullni og svarti) hafa fengið meira vægi á síðunni og verið færðir ofar í tilefni þess að nýr einstaklingur situr á toppnum þessa stundina. Það er engin annar en Bjarki Steinn Traustason sem nýlega var "maður vikunnar" sem komst í það mikla sæti fyrir einmitt það eitt að vera "maður vikunnar". Mettími Ástþórs á toppnum (tæpt ár) verður seint slegið og óskum við honum til hamingju með sína miklu setu.
Hæ hó og jibbí jei það eru komnir 1000 gestir. Kíktu upp í vinstra hornið og ef það stendur 1000 þá ertu 1000asti gesturinn. Til HAMINGJU. Endilega láttu mig vita hver þú ert því ég er ekki svo tæknivæddur að geta séð hver er nr. 1000. Er að baka köku í tilefni dagsins og þú getur komið við og fengið þér.

20. október 2003

Fyndið, gamla bleika gestabókin er allt í einu kominn upp í vinstra hornið. Ég ætla samt að halda mig við þessa nýju, hún hefur allavega ekki klikkað hingað til.
Komin ný gestabók, hin var eitthvað að druslast. Endilega skiljið eftir skilaboð.

19. október 2003

Jæja! Bjarka hefur hlotnast sá heiður að vera fyrsti MAÐUR VIKUNNAR hjá Dabbanum og óskum við honum til hamingju með það hér á K2. Fólk er strax orðið fúlt yfir að hafa ekki fengið að vera Maður vikunnar, sérstaklega ónafngreindur fýlupúki í líffræðinni oft kallaður xxxdi. En veriði þolinmóð, það er aldrei að vita nema þú verðir næsti MAÐUR VIKUNNAR, og með maður vikunnar meina ég ekki endilega bara karlemnn. Well...gjöriði svo vel



MAÐUR VIKUNNAR 19-25 OKTÓBER 2003
1. Nafn/Nickname
Bjarki Steinn Traustason/Svala húsmóðirin,litlle bear, bjúrkówitch, þorsteinn tvö, björk (þegar ég var með sítt hár, það særði mig mjög og ég er ekki búinn að gleyma þeim sem tóku þátt í því…) en venjulega bara Bjarki (Innskot frá DE-hver á augað á myndinni með Bjarka skrifið ykkar svar í gestabókina)

2. Fæddur. Staður og stund
Eyjunnni fögru, Heimaey á sjúkrahúsinu þar. Þetta var ákaflega falleg stund hjá foreldrum, loksins kominn einhver nógu verðugur til að taka við krúnunni J

3. Ertu með e-r líkamslýti.
Hahaha nei ég er fullkominn. Auðvitað er maður með líkamslýti. Fyrir utan andlitið þá er ég sjálfsagt með ljótustu tær sunnan norðurpólsins. Auk þess þá var ég alltaf að fá gat á hausinn sem krakki og það í bland heiftarlegt tilfelli af hlaupabólunni á sínum tíma hefur gert það að verkum að ef ég missi hárið tekur enginn hátíð við....

4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Já hér er af nógu taka......púff ég veit ekki hvar á að byrja......uuuu......bara allt ég er nefnilega að springa úr sjálfsánægju

5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...Handakrikahár, veit ekki hvað trend þetta er að vera raka þetta í gríð og erg.

6. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera... af því að ...
Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera Jim Morrisson á sýnum tíma því hann var svo kúl. Ef það var hægt að prófa að vera einhver í svona ca. 5 mín. gæti ég ímyndað mér að prófa vera Kolbrúna græna, bara svona til að vita hvernig það er að vera leiðinleg, hötuð og alltaf á móti öllu.

7. Neiðarlegasta atvik...
Bísna neyðarlegt þegar stelpur komu æðandi inn í búningsklefan og handklæðinu var kippt af mér....það var nefnilega svo kalt þarna inni.

8. Uppáhalds frasi
Frasinn hans tengdapabba; hoppaðu uppí rassgataði á þér og skelltu fast á eftir.

9. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Upphafsatriðið í Saving private Ryan. Ég var að deita Katrín Evu á þeim tíma og man að ég var mikið klæddur yfir myndinni. Þetta atrið var svo rosalegt að ég tók allur og svitna og svitna. Það var svona frekar neiðarlegt líka.

10. Ljótasta þekkta kona sem ég veit um er...
Á Íslandi er það Magga “ég tek bara kreatín og vill einhver selja mér typpi” vaxtaræktardóttir. Ljótasta erlenda kona sem ég veit um er Michael Jackson.

11. Ég sé eftir að hafa...Púff hér er af nógu að taka. Ég hefði viljað vera svoldið meira kúl þegar ég var yngri og læra á gítar, annað er ekki prenthæft.

12. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með kleinuhringnum mínum.Ég drekk kaftein í kók á fylleríum það vita þeir sem þekkja mig....nema kannski fjölskyldan...hef einhvern vegin ekki haft það í mér að segja þeim það...með kleinuhringnum mínum er kókómjólkin til taks enda sæki ég kraftinn minn þanngað

13. Mín versta martröð er..Þegar ég var yngri og að byrja í sundi fékk ég fljótt einhverja fóbíu gagnvart sundi. Þetta tók maður með sér í draumalandið og ég fékk yfir lengri tíma sömu martröðina. Ég var að kafa í djúpu lauginni en þegar ég ætlaði að fara upp á yfirborðið að ná mér í loft var einhvert gler yfir allri lauginn rétt neðan við yfirborðið. Ég man að þetta var það raunverulegt að ég vaknaði upp og varð að draga djúpt andan því að ég var alveg að kafna.

14. Mín skoðun á vændi á íslandiBara spurning um framboð eftirspurn....

15. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Bush: góð hljómsveit heimskur karl
Hómer J.: sófi,bjór, nærbuxur, starfsmaður mánaðirs, þvílíkur snillingur!
Mario Bro´s: Ef ég hefði nú bara eitt tímanum í eitthvað gáfulegar....
Michael Jackson: Búinn að segja það mar..ljótasta erlenda kona sem ég veit um.

16. Að lokum vil ég...
Vill benda á nýju síðuna mína www.bjarkisteinn.blogspot.com einnig vil ég benda fólki á bankareikningurinn en eins og menn vita er dýrt að vera í skóla og skemmta sér
Djöfull er þetta síðasta post fúlt. Vill einhver slá mig í andlitið ef það kemur annað svona fúlt. Svo er eitthvað að gestabókardruslunni núna. Ætli hún hafi ekki höndlað að vera UUber bleik. Ef til vill er fyrirtækið sem sér um gestabækurnar farið á hausinn. Kannski lagast þetta bara á eftir.

Fór á Gaukinn í gær.
Ástæða: Vildi hlusta á Mínus og 80's matchmox B-line disaster ásamt fleiri góðum.
Er með hálsríg.
Ástæða: Slamm rugl.
Er með suð í eyranu.
Ástæða: Gríðarlegur hávaði.
Er með tyggjó.
Ástæða: Veit ekki.
Búinn með heilan pakka á 1/2 tíma.
Ástæða: Ég er geðveikur.
Þreyttur í kjaftinum.
Ástæða: Búinn með heilan tyggjópakka á 1/2 tíma.

17. október 2003

Góðan dag. Góða nótt . Allt í lagi að segja góða nótt við fólk því yfirleitt er það á leiðinni að sofa í framhaldi af því. Góðan dag. Það er heimskulegt. Ég lít á það þannig að maður sé að segja „megiru eiga góðan dag“ en af hverju er þetta þá sagt í byrjun setninga oft á tíðum. Það er bara plain heimskulegt. Eins og að segja bless og halda svo áfram að spjalla. Tökum dæmi:

Kennarinn: Góðan dag, í dag ætlum við að lesa Litlu gulu hænuna

Nemandinn: Já, vei gerum það.

sbr.

Kennarinn: Bless, í dag ætlum við að lesa Litlu gulu hænuna

Nemandinn: Já, vei gerum það.


Athyglisvert ekki satt?

Í dæminu hér að ofan er líka annað orð sem mér finnst oft skringilega notað. Orðið "vei". Þetta er oft notað til að lýsa hrifningu á einhverju. Til dæmis eins og í dæminu að ofan eða í eftirfarandi dæmi:

Pabbinn: Jæja krakkar nú förum við og fáum okkur ís

Krakkarnir í einum kór: Vei, það verður gaman.

Raunverulega væri hægt að útleggja þetta dæmi á eftirfarandi vegu:

Pabbinn: Jæja krakkar nú förum við og fáum okkur ís

Krakkarnir í einum kór: Helvítis andskoti, það verður gaman.

Athyglisvert ekki satt?
Allt sem hér fer á eftir eru alfarið mínar skoðanir og ég get engan veginn ábyrgst að það sé eitthvað vit í þeim frá sjónarhóli annarra. Mér er því nokk sama þó svo að seinna komi í ljós að þú, lesandi góður, sért alls ekki á sömu skoðun og ég í þeim málum sem um ræðir. Áður en lengra er haldið vill ég taka fram að ég elska myndina Very bad things. Ég tek þetta fram því myndin sem hér um ræðir finnst mér svipa nokkuð til þeirrar myndar. Mjög svartur húmor, óheftur og ekki verið að fela neitt.

KILL BILL

Er hægt að hlæja þegar tugum manna er slátrað með Samurai-a sverði á einu brett. Mitt svar er "já". Kannski er ég geðveikur en þessi mynd er algjör snilld. Ég hef heyrt fólk tala um að söguþráðurinn sé enginn, blóðsúthellingarnar séu alltof miklar og brellurnar séu lélegar. Ég veit ekki hvað skal segja, mér leiddist allavega ekki. Ekki nóg með að svarti húmorinn skíni í gegn alla myndina heldur er myndin líka lista vel gerð. Það eru smáatriðin sem skipta máli. Til dæmis má nefna bardagaatriðið milli Brúðarinnar og cottonmouth (lucy liu). Umhverfið er snilld, næstum eins og á aðfangadagsnótt í algjöru logni og það snjóar svona risa snjókornum. Svo kemur tónlistin inn og passar perfect við slagsmálin og allt verður einhvernveginn.. veit ekki alveg ... En svo er það smáatriðið, ein lítil vatns-eilífðarvél sem kemur alltaf í forgrunninn og fullkomnar stemninguna. Og þetta er bara eitt lítið atriði af mörgum sem eru einhvernveginn sjálfstæð inn í myndinni en mynda samt brilljant heild. Ég mæli hiklaust með henni.
o&o

14. október 2003

Fór með Herjólfi upp á fastalandið á sunnudaginn. Haldiði að það hafi ekki verið risa sundmót í eyjum um helgina þannig að skipið var troðfullt af sundfólki, þjálfurum, fararstjórum og foreldrum á leið heim til sín. Hef bara aldrei lent í öðru eins, þetta var næstum eins og á þjóðhátíð fyrir utan fylleríið. Ég sver að það var klórlykt um borð. Þá fór ég að pæla. Hvað ef skipið sykki. Þá ættum við ekki einn einasta sundmann sem getur eitthvað. Næstu fimtán árin yrðu án íslenskra keppenda á stórmótum. Það væri alveg hræðilegt, er það ekki? Veit ekki.

Annað sem ég var að pæla. Ég fór í húsasmiðjuna áðan og tók eftir auglýsingunni utan á búðinni. Mynd af stelpu að mála undir yfirskriftinni "kláraðu málin með Húsasmiðjunni" eða eitthvað álíka. En það var ekki það sem mér fannst skrítið. Það sem mér fannst skrítið var klæðnaðurinn á stelpunni. Það var eins og hún væri nýkominn úr Sautján og hafi svo farið beint heim að mála í fötunum sem hún keypti. Alltaf þegar ég mála þá er ég í druslugalla ef ég er ekki í málningargalla. Mér fannst bara eitthvað bogið við þetta.

13. október 2003

Hallúúú,
þá er langri helgi í Eyjum lokið. Mikil stemning ávallt í Eyjum enda besti staðurinn á jörðinni. Annars gerðist nú fátt markvert þessa helgina. Tók því bara rólega. Nenni ekki að tala um leikinn og svekkja mig. Nenni varla að lesa íþróttablöðin þessa stundina því ég veit alveg hvað er verið að tala um... Stóðum okkur vel en hefðum átt að ná í stig á móti Skotum... Well dööö.

Airwaves... mikið verið spurður hvort ég ætli. Er ekki enn búinn að ákveða mig... býst samt ekki við því. Kannski ég reyni að komast eins og eitt kvöld á e-a góða tónleika, t.d. eins og "80´s matchbox b-line disaster" sem ég vildi gjarnan sjá. Held barasta að ég tími ekki að borga mig inn á allt klabbið ef ég ætla svo ekki að fara öll kvöldin. Kemur í ljós.

Og svo eitt fyrir líffræðingana. Hver haldiði að hafi verið að baukast inn í Bónus áðan. Enginn annar en hinn "all mighty" SNÓ. Kemur ekkert á óvart að hann versli í þeirri ágætu verslun því það rennur þýskt blóð í hans æðum og eru þjóðverjar ekki þekktir fyrir að spara. Já abbababbababb... ekkert vera gera lítið úr mér, ég er háskólanemi sem á ekki bót fyrir boruna þannig að það er bara eðlilegt að ég versli í grísakoti en hann er sprenglærður Efna-eitthvað þannig að hann má alveg versla Hagkaup, ja eða Nóatúni kannski.
O&O

9. október 2003

Jæja, byrjaður að blogga á ný og nú mega menn passa sig. Ég er aftur byrjaður að uppfæra "Svarta listann" og "Gullna listann" þannig að þið skuluð bara vera góð við mig annars eigiði á hættu á að lenda á þeim svarta. Svo er náttúrulega æsispennandi hver tekur við af Ástþóri Magnússyni á toppnum á gullna listanum. Eitt er víst að met hans yfir viðveru á listanum (tæpt ár) verður seint slegið

Annars er nú lítið í fréttum nema Dabe er á leiðinni til Eyja. Agalega verður það fínt. Svo er náttúrulega leikurinn um helgina þ.a. það verða nokkrir kaldir látnir detta.

8. október 2003

Var búinn að gleyma þessu en kann að linka inn á aðrar síður á ný, samanber: Gaman að þessum
Ég hefði samt kannski átt að bíða fram í desember. Þá hefði ég getað haldið upp á ársafmæli van-bloggs. En well skiptir ekki öllu.
hahahah, takk fyrir að setja tengil inn á mig freydís.. ég tek þetta sem áskorun og fer kannski að blogga aftur. Ég meina ef það er enn verið að linka inn á mig þrátt fyrir að það sé liðið tæpt ár síðan ég bloggaði síðast þá hlýtur að vera eitthvað varið í þetta, ekki satt?