29. september 2004

The invasion of the yellow striped monster.
Creepy, ekki satt. Þessi væni geitungur kíkti inn um gluggan hjá mér í gær þegar ég sat við tölvuna. Ég greip til þess ráðs að slá hann niður með plastmöppu, en hann vildi þótt seint drepast blessaður. Hann vankaðist þó og á meðan náði ég í myndavélina nýju og ákvað að prufa macro-stillinguna. Það tókst svona ljómandi vel og hér að ofan sjáiði afraksturinn. Ég var þó að velta fyrir mér einu. Af hverju heitir þessi stilling macro. Ég hef alltaf haldið að macro stæði fyrir eitthvað stórt og micro fyrir eitthvað lítið. Kannski eru þeir að meina að þetta sé stilling til að stækka smáa hluti... veit ekki. Það má svo bæta því við í lokin að ég slepti greyinu aftur út um gluggan að lokinni myndatöku, veit reyndar ekki hvernig honum reyddi af eftir barsmíðarnar, en hann var allavega lifandi:-)..

en svona til að halda umræðunum gangandi, kann ekki einhver góða sögu af því þegar hann lenti í útistöðum við svona skordýr eins og hér að ofan. Ég get til dæmis minnst á það þegar við vorum að steggja Jón Kristinn þá gerðu nokkrar flugur súg að tveimur persónum sem við skulum kalla Björk og Gvendólína og þær hlupu um eins og litlar stelpur, skrækjandi og vælandi og endaði með að þær stukku inn í bíl og lokuðu að sér. Karlmennskan borðleggjandi. O&O.
Posted by Hello

27. september 2004


Tangó í Eyjum
Já, þá skrifar maður loksins aftur.. aðalástæðan fyrir lélegu bloggeríi er sú að mér hefur ekkert gengið að tengja saman fartölvuna við hægvirku borðtölvuna sem er með adsl-ið. Það dettur stöku sinnum inn hjá mér, m.a. núna og því skrifa ég sem óður....
Anyhow.. Ég setti hérna til hliðar (vinstra megin uppi) inn textabrot úr lagi með Incubus sem mér finnst nokkuð nettur. Ég var samt að hugsa hvað hann á ekkert við mig og þetta blogg. Yfirleitt skrifa ég um eitthvað léttvægt og skemmtilegt en er ekki að velta vandamálum heimsins fyrir mér. Það er ekki hægt að segja að ég noti bloggið mitt eins og byssu og skjóti niður þá sem ég er á móti. En er það ekki bara ágætt, það þurfa ekki allir að vera með heimspekilegar umræður um stjórnmál og stríð. Er ekki ágætt að geta slappað af aðeins af frá þeim vandamálum. Ég held ég haldi mig bara við það. Andri Hugo var einmitt að spyrja mig um mann líðandi stundar og fleiri skemmtilega þætti sem voru á blogginu fyrir ekki svo margt löngu síðan. Hver veit nema ég endurvekji þá bráðlega og fari að koma þessari síðu armennilega af stað aftur.
Annars er það að frétta að ég var að koma frá Eyjum, þar sem ég sótti stórskemmtilegt lokahóf KFS. Þótt árangurinn hafi ekki verið sem bestur í sumar, þá allavega kunnum við að skemmta okkur saman. Hitt kemur bara seinna. Ég læt hér fylgja eina mynd þar sem ég og Slingerinn erum í æsandi tangó. Þess má geta að ég hef eignast stafræna myndavél þannig að nú má fólk fara að passa sig.
O&O Posted by Hello

10. september 2004

TÖLVUÞJÓNUSTA DAUÐANS.
WWWWWWWWWWWelllllllllll þá er maður loks kominn með adsl hér í bænum og getur farið að láta heyra í sér aftur. Nennti hreinlega ekki að nota netið með 50Kb símatengingu. Og enn á ný fær maður frábæra þjónustu með þetta adsl dæmi. Gekk ekkert að tengjast og þeir hjá RHI (sem sér um netið hjá Háskólanum) sögðust ekkert getað hjálpað mér og að það þýddi ekki að hringja í Símann um að fá hjálp. Þyrfti annaðhvort að fá vin eða kunningja, eða tölvuviðgerðarmann til að stilla módemið hjá mér. Jájá, ok. Endaði svo með að ég hringdi nú í Símann áðan, beið í korter og hlustaði á 60´s tónlist á meðan. Svo svaraði einhver gaukur og það fyrsta sem hann sagði mér var að breyta einhverri Vpi/Vci tölu frá 1/36 í 8/48. OG ÞAÐ VAR ALLT HEILA VANDAMÁLIÐ. arrrrggg. Gátu þeir ekki haft leiðbeiningar um þetta með leiðbeiningum um uppsetningu á tengingunni. Svona er þetta tölvuvesen alltaf. Óþolandi. En er allavega kominn með almennilega tengingu aftur.