16. desember 2005

Hér að neðan er færsla sem ég setti inn fyrir þremur árum held ég... veit ekki hvernig mér tókst að láta archives dæmið hverfa, og kann ekki að fá það fram aftur. En ég fann þetta nú samt. Nú er ég semsagt að fara að sofa fyrir síðasta jólaprófið þessi jólin.

Hver man ekki eftir þessum





Hver man ekki þegar ég póstaði link inn á þennan gaur hér að ofan á svipuðum tíma ársins fyrir 2-3 árum. Það var einmitt við svipað tilefni, eða til að sýna nokkurn veginn hvernig manni líður kl 3 á nóttunni við próflestur. Með þeim tækninýjungum sem nú standa til boða get ég semsagt sett gaurinn beint inn á síðuna og þarf ekki að linka á hann. Segiði svo að það séu ekki framfarir í gangi.
Sjáiði bara hvað hann dansar fallega.

26. nóvember 2005

Yndislegt, ég var kitlaður og það fyrir löngu síðan. Enjoy...


Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Halda upp á sjötugs afmælið mitt, ef guð og lukkan lofar
2. Eignast erfingja.
3. Sjá Manchester United spila á Old Trafford
4. Ferðast um heiminn
5. Gera stórkostlega vísindalega uppgövun
... og svo margt, margt fleira.

Hlutir sem ég get ekki gert:
1. Unnið verkefni margar vikur fram í tímann
2. Horft á íslenska Batchelor eða Ástarfleyið án þess að fá aulahroll
3. Sofnað þegar ég ætla að fara að sofa
4. Þolað besserwissera
5. Glósað eins og stelpa
6. Haldið keðju-eitthvað gangandi, hvort sem það er bréf, bloggkitl eða klukk eða whatchimacallit

Hlutir sem ég get gert:
1. Eldað svakalega pizzu
2. Borðað næstum því allan mat sem mér er boðinn
3. Skilið hvað er að og af hverju þér líður eins og þér líður (beitt virkri hlustun)
4. Verið rólegur við flestar aðstæður- held ég
5. Unnið vel undir pressu

Hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Léttlyndi
2. Hlátur
3. Fallegt bros
4. Góður húmor
5. Útgeislun

Frægir kvenmenn sem heilla mig:
1. Angelina Jolie
2. Scarlett Johansson
3. Milla Jojovich
4. Liv Tyler
5. Laura Jeanne Reese Witherspoon


Orð sem ég segi oft:
1. SWEET
2. UHHH IDIOT
3. Ertu vængefinn—ekki vangefinn
4. Hversu geðveik/ur ertu?
5. Stórt og mikið andvarp (ekki orð- ég veit).

Hlutir sem ég sé akkúrat núna:
1. Hálffull vatnsflaska
2. Chicago Bulls pennaveskið mitt sem ég hef átt síðan í 8. bekk
3. Blýpenni frá Artline
4. Prjónaður ullarvetlingur, 1stk.
5. Trélitir

Manneskjur sem ég ætla að kítla:
Sjá spurningu 2!

24. september 2005

Ég var klukkaður

Ég á auðvelt með að fara í og úr axlarlið
Ég geng aldrei í nærbuxum
Ég hef ofnæmi fyrir páfagaukum
Ég átti að heita Samúel
Ég lýg aldrei á opinberum vetvangi.

ÉG klukka Gunnar Berg og Daða.. mér er alveg sama þó þeir bloggi ekki.. þeir verða bara að gera það héðan í frá.

30. júlí 2005


Bara gaman Posted by Picasa

17. júlí 2005

SWEEEET

Napoleon
You are Napoleon Dyanamite and a buttload of gangs
are trying to recruit you.


Which Napoleon Dynamite character are you?
brought to you by Quizilla

27. maí 2005

Thank you, and good night.

Jæja.. þá er ég farinn að sofa fyrir síðasta prófið. 27maí. Þvílíka ruglið, allir löngu búnir. Verð eitthvað rólegur í skrifum á næstunni- enda á leið í frííííí til heitari landa.

So long SUCKERS.

21. maí 2005

Hugleiðingar um Jurassic-vision

Mér fannst þetta svo æðislegt komment sem ég skrifaði hjá Johnny að ég ákvað að hafa það bara sem póst hjá mér líka...

Þetta er skandall.. ég legg til að öllum löndum austur af Þýskalandi verði meinað að taka þátt, og bannað að gefa löndunum sem liggja að þínu landi eða tala sama tungumál eða eiga sameiginlegan uppruna stig. Auk þess legg ég til að Eurovision verði tekin upp fyrirfram og textuð svo ekki þurfi að hlusta á þessi skrímsli reyna að tala ensku... jú annars, það var það skemmtilegasta í þessari keppni. Og áfram óhlutdrægi þulurinn okkar hann Gísli Marteinn krútt.

4. maí 2005

Á að færa flugvöllinn

Morgunblaðið-5maí2005; ýtið á myndina til að stækka

Alltaf er í umræðunni hugmyndir um að færa flugvöllinn úr miðborginni. Ég skil vel sjónarmið beggja fylkinga. Ég skil vel að Reykjavíkurborg vilji nýta þetta mikla landsvæði betur fyrir hönd fólksins í borginni. Ég skil vel rök landsbyggðarfólks, míns hóps, um nauðsyn góðra samgangna við höfuðstaðinn. En hvað er til ráða. Ég sá þessari hugmynd hér að ofan flíkað á forsíðu Morgunblaðsins í dag og leist satt best að segja ekkert svo agalega illa á hana. Þetta er tiltölulega nálægt bænum og Reykvíkingar fá sitt. Eitt sem ég hef áhyggjur af er nálægð við sjúkrahúsin því t.d. fyrir Eyjamenn tel ég það vera einn mikilvægasta þáttinn í þessu máli. Sjálfur hef ég t.d. ekki flogið á eigin vegum til Eyja úr Borginni í háa herrans tíð, enda ekki á færi fátæks námsmanns. Þessi hugmynd hér að ofan myndi eflaust verða til að umferðarmál áleiðis til Þorlákshafnar myndu batna líka þannig að það væri ekki verra.
Hvað finnst ykkur um þetta allt saman?
Posted by Hello

1. maí 2005

Chelsea meistari 2005

chelseafc.com

Svo lengi sem það er ekki Arsenal...

Nei annars.. þetta er fínt víst United var ekki á skotskónum þessa leiktíðina. Íslendingur í liðnu og svona, það skemmir ekki fyrir. Má væntanlega búast við holskeflu ungra Chelsea-aðdáenda á Shellmótinu í sumar.

Annars er ég alltaf að heyra eitthvað röfl í fólki út af því að það sé verið að kaupa titla. Chelskea!! Það er kannski eitthvað til í því, en er það ekki bara það sama og liðin á Spáni og Ítalíu hafa gert. Er ekki bara fínt fyrir þá sem fylgjast með ensku knattspyrnunni að komið sé nýtt alvöru lið. Fleiri alvöru lið á englandi þýða fleiri enska sem eru að fá mikla reynslu í háklassa fótbolta og það skilar sér eflaust á næsta HM. Bara vonandi að United, Arsenal, Liverpool og e.t.v. fleiri lið nái að halda í við Chelsea þannig að þetta verði aðeins meira spennandi á komandi árum (spurning samt hvort Liverpool eigi heima í upptalningu með hinum liðunum;-).Posted by Hello

27. apríl 2005

Blórabögglar


Nú er fólk að fara hamförum yfir því hversu hættulegir STRÁKARNIR á Stöð2 eru börnum þessa lands og að nauðsynlegt sé að færa þá aftar á dagskrá. Las grein eftir einn í fréttablaðinu þar sem hann tekur undir þessa kröfu. Ástæðan? Jú, hann segir frá því að hann hafi rétt náð að stöðva son sinn sem var á leið inn í þvottavél til að standast áskorun félaga sinna. Svo sagði hann að krakkarnir hans væru alltaf í einhverjum leikjum eða drekkandi ógeðisdrykki að strákanna fyrirmynd. Að lokum sagði hann að það væri samt enginn búinn að slasa sig... ennþá. Þetta væri því alltsaman stórhættulegt og rétt að flytja þáttinn aftar.

Come on.
Þarna fannst mér höfundur greinarinna beinlínis vera lýsa því í orðum hversu hörmulegt foreldri hann er og ljóst að uppeldið á krökkum hans stenst ekki lágmarks kröfur.
Það hlýtur að vera hans að reyna krökkunum sínum muninn á réttu og röngu.
Það hlýtur að vera hans að fá krakkana sína til að velja þar á milli.
Það hlýtur að vera hans að banna þeim að horfa á þáttinn ef hann er svona stórhættulegur.
Það hlýtur að vera hans að taka ábyrgð á krökkum sínum.

Fólk ætti að hætta að gera aðra að blórabögglum fyrir eigin mistök. Posted by Hello

26. apríl 2005

Af hljóðum og óhljóðum
Nú, í lestrartörn hinni síðari þessa vorönn, er komið gott veður og hiti. Út um gluggan sjást Akrafjall og Skarðsheiði í fjarlægðarbláma. Yndislegt að opna gluggann, njóta útsýnisins, finna sjávargustinn, heyra í fuglunum syngja og öldunum brotna ... og bílunum keyra framhjá. Helvítis bílunum. Ég er orðinn þreyttur á eyrnartöppum þannig að ég er að hugsa um að rölta í Húsasmiðjuna og kaupa mér alvöru hlunka eyrnahlífar eins og ég hef séð nokkra í skólanum með. Skal láta vita hvernig gengur að nota þær. Nenni ekki að hlusta á skrjóðana keyra framhjá lengur.

Hér eru svo myndasyrpa frá skólapartýi um daginn. Þarna var Bjarki mættur og stakk upp á myndasyrpukeppni milli okkar og tveggja bekkjarsystra minna. Keppnin er þannig að sex myndir eru teknar og á þeim sést lítil saga- það par sem átti betri sögu vann. Ég vil meina að við félagarnir höfum unnið. Dæmi hver fyrir sig.

MYNDASYRPUKEPPNI

3. apríl 2005

ÖSSSS... þetta lýst mér á

Posted by Hello

24. mars 2005

SNILLD!

Posted by Hello

22. mars 2005

HÆP?

Ég bara get ekki hætt að tala um þennan þátt- og því held ég áfram að gera það. Sá að Andri var að tala um hann og gaf honum góða einkunn. Sagði hann fínan, en vildi meina að það væri svolítið "hæp" í gangi. Ég ætla þá bara að halda áfram þessu hæpi, því ég er búinn að hlaupa þvílíkt LOST maraþon undanfarna viku þannig að ég hef ekkert annað horft á. Ég fékk 18 þætti hjá bróður mínum um daginn og strax eftir fyrsta þátt var mér ljóst að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég hélt ég væri með alla þættina í seríunni en þegar ég horfði á 17 þáttinn í gær sá ég að það gæti ekki verið, því það ætti svo margt eftir að koma í ljós. Það var líka raunin- ég var bara með fyrstu 18 þættina af 24 og þarf því að bíða enn um sinn að sjá hvernig þetta endar allt saman þar sem það er ekki enn búið að sýna 19 þáttinn.
Það sem ég held að geri þessa þætti eins frábæra eins og ég tel þá vera er að þeir sameina í raun alla þá þætti sem ég fylgist með eða hef fylgst með af einhverju viti í einn þátt. Þátturinn er dulrænn og yfirnáttúrulegur eins og X-files, heldur manni í spennu eftir hvern þátt eins og 24, aðalgaurinn er læknir eins og í E.R., fjallar um strandaglópa á eyðieyju eins og Survivor, þetta er ekki ljótasta fólk í heimi sem leikur í þættinum frekar en í Baywatch (já, hver horfði ekki á þá?), fínir karakterar og húmor, góðir leikarar. Allt sem hægt er að biðja um.
Þetta var mitt innlegg í hæpið. Posted by Hello

14. mars 2005

My precious

Nú er þetta litla tæki komið á precious listann minn ásamt tölvunni og myndavél. Fékk það í afmælisgjöf frá frúnni og ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að fá svona gismo að gjöf. Nú fær mann ekkert stoppað þegar maður vill fara út að hlaupa eða að ryksuga eða eitthvað- hækkar bara í botn á uppáhaldstónlistinni og allt verður miklu skemmtilegra. Svo er maður líka að kynnast betur tónlist sem maður hefur ekki haft tíma til að hlusta á og endurnýja gömul kynni....


Þetta er svona eins og þegar maður eignaðist nýja flotta skó í gamla daga- maður verður aðeins að fá að monta sig:)
Posted by Hello

11. mars 2005

Fyndið stöff

Ég er á póstlista hjá sambíóunum og fæ alltaf sent reglulega auglýsingar um nýjar myndir og forsýningar. Finnst einhverjum öðrum en mér eitthvað athugavert við þennan texta?

Bill Murray leikur sjávarlíffræðinginn, Steve Zissou sem ákveður að hefna sín á dularfullum hákarli sem drap vin hans.
Hér er ótrúleg fersk og frumleg kvikmynd á ferðinni.Með aðalhlutverk fara auk Bill Murray þau Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Huston, Willem Dafoe, Jeff Goldblum, Michael Gambon og Noah Taylor.Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Wes Anderson sem gerði “Rushmore” og “The Royal Tenenbaums”.
Það á eftir að koma íslenskum kvikmyndahúsagestum verulega á óvart að heyra lag Sigur Rós sungið á íslensku á mjög mikilvægum kafla í myndinni!

27. febrúar 2005

ÞÚ ERT GAY

FÓLK ER FÍFL.
Þetta hefði kannski frekar átt að vera fyrirsögnin hjá mér í þetta skiptið. Vaknaði á sunnudags morguninn og ákvað að kveikja á sjónvarpinu. Ekki merkilegt. Setti á Skjá 1 og Sunnudagsþátturinn í fullum gangi. Legg nú ekki í vana minn að horfa á þann þátt en ég heyrði að það var verið að ræða um frumvarp um að banna reykingar inn á skemmtistöðum og ég ákvað að hlusta. Og þá erum við komin að FÍFLA-þættinum. Þarna sátu semsagt tveir stjórnendur þáttarins, annar með því að banna reykingar inná skemmtistöðum og hinn á móti því . Með þeim voru svo tveir gestir, annar með banni og hinn á móti. Yfirleitt er ég nokkuð umburðarlindur gagnvart fólki sem er á annarri skoðun en ég og er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta var þó einum of heimskulegt fyrir minn smekk. Hér eru dæmi um þau rök og heimskulegur athugasemdir sem komu frá þeim sem voru á móti banni og sérstaklega frá gestinum (sem ég man ekki hvað heitir) :

-Þetta fækkar fólki á skemmtistöðum.
-Já, þetta er ósiður, en þarf ekki að auka loftræstingu á mörgum þessara staða.
-Hva, þó ég sé á móti dauðarefsingu þá er ég ekki á móti öllum refsingum- (skildi þessi rök ekki alveg)
-Næst verður þá bara bannað að afgreiða tvöfaldan á barnum.
-Sumum astmasjúklingum líður betur í reyk.
-Svona bann er sambærilegt við áfengisbannið sem var hér í den.
-Betra dæmi.. tónlistarflutningur oft alltof hávær. Og svo eru staðir sem spila bara dauðarokk. Það hefur nú verið sýnt framá að fylgni er milli hlustunar á slíka tónlist og sjálfsvíga og tilhneigingu til að skaða aðra. Og svo hefur hávaði verri áhrif á starfsfólk en reykurinn. Á að banna slíka tónlist. Er þá ekki verið að stýra smekk fólks.
-Í frumvarpinu stendur að hratt vaxandi fjöldi vísindalegra sannana sýni framá skaðsemi óbeinna reykinga. Bíddu ef það er búið að sanna eitthvað getur þá fjöldi sannana verið að fjölga. Og svo leyfi ég mér að efast um innihald þessara vísindalegu sannana.
-Þeir sem voru með banninu bentu á heimasíðu lýðheilsustöðvar til fræðslu. Þá sagði sá sem var á móti að það væri nú bara rusl síða og ekkert að finna þar að viti.

Þarf ég að segja meira. Ef þetta er ekki að berja hausnum í vegg þá veit ég ekki hvað það er. Ég nenni eiginlega ekki að koma með mótrök gegn þessu því þau eru hreinlega of augljós. Ekki tímans virði að reyna svara svona heimskulegum athugasemdum. Ég skil bara ekki í stjórnendum þáttarins að geta ekki boðið gesti í þáttinn sem hefur allavega eitthvað á milli eyrnanna þannig að hann geti komið með almennileg rök gegn banni, ja, ef þau eru þá til. Jésús hvað ég var pirraður á að hlusta á þennan gauk. Eitt mesta fífl sem hef heyrt í lengi og hananú.
Posted by Hello

20. febrúar 2005

VOFF

Hér má sjá einn af átta hvolpum sem tengdó á Mjóafirði eru að ala upp þessa dagana. Helvíti krúttlegir verð ég að segja. Ef einhver hefur áhuga á að fjárfesta í einum þeirra, hreinræktaðir Labrar, þá eru myndir af þeim HÉR . Þessi litla tík heitir Fregn, en þemað í nafngiftum var F, eins og sjá má. Posted by Hello

10. febrúar 2005

Guess who´s back

Djöfullsins snilld maður. Skímó mættir aftur. Sá þá áðan í Ísland í dag og fannst þeir þokkalega þéttir. Verst að maður er að læra undir próf og kemst ekki til þess að sjá þá á Selfossi um helgina. Heimabærinn þeirra og svona, hlýtur að verða þokkalegt gigg. Maður getur þá bara hlakkað til að sjá þá á Gauknum í mars, ójé. Annars finnst mér geðveikt að sjá hvað þeir hafa breytt um stíl. Eru hættir að vera svona hnakkagaurar frá Selfossi og komnir í Rokkgalla. T.d. er Addi Fannar með miklu flottara hár en áður og er með svipuð gleraugu og James Hetfield í Metallicu notar. Geðveikt.






Þeir sem sjá ekki kaldhæðnina í þessu bloggi mega fara upp á borð og prufa að skutla sér fram af því og athuga hvort þeir slasist ekki örugglega smá. Posted by Hello

6. febrúar 2005

Moses went walking with the staff of wood...
Newton got beaned by the apple good...
Egypt was troubled by the horrible asp...
Mister Charles Darwin had the gall to ask...
...Yeah, yeah, yeah, yeah.

OMG, omg, omg. Mér kitlar í magann.
Rumour. Helvítis kjaftagangur. Ég vill fá staðfestingu. Ef það er einhver hljómsveit í heiminum sem ég myndi leggjast í ferðalag til að sjá fyrir utan METALLICA þá væri það R.E.M. Og ekki væri verra ef hún kæmi og spilaði í bakgarðinum hjá Nonnanum. Djöfull væri það gaman....Hef semsagt heyrt að þeir séu á leiðinni. Mín uppáhaldshljómsveit til margra ára. Gæti gert langan lista með snilldarlögum. Hef ekki tíma í það núna, geri það fljótlega. En svona til að byrja með mætti nefna nær öll lögin á Automatic For The People, sem inniheldur meðal annarra; Man on the moon, sidewinder sleeps, Everybody hurts, Find the River ofl. ofl.

Og til að fullkomna dæmið þá kæmi Incubus á eftir þeim. Þá gæti ég dáið tiltölulega sáttur, eða svona.. kannski nokkrir aðrir hlutir sem mig langar að klára fyrst. En allavega, þá væri tveimur hlutunum færri á THE LIST. Posted by Hello

25. janúar 2005


Svona er semsagt þróunin ef áfram heldur sem horfir. Þ.e. ef ég verð að Japana eftir að ég verð gamall. Leið inn á síðuna til að búa svona til má finna á síðunni hjá honum Andra Hugo.

Nýtt ár bættist semsagt í sarpinn í gær og vill ég þakka þeim sem sendu kveðjur kærlega fyrir og þið hin.. ég veit þið hugsið allavega til mín núna. Ég er sjálfur verstur í heiminum í að muna afmælisdaga þannig að þið þurfið ekkert að skammast ykkar.

Svo meðan ég man: Ég lofa að blogga aldrei aftur um Idol. Það er einfaldlega of Lame.
allrætíðen
Posted by Hello