27. febrúar 2005

ÞÚ ERT GAY

FÓLK ER FÍFL.
Þetta hefði kannski frekar átt að vera fyrirsögnin hjá mér í þetta skiptið. Vaknaði á sunnudags morguninn og ákvað að kveikja á sjónvarpinu. Ekki merkilegt. Setti á Skjá 1 og Sunnudagsþátturinn í fullum gangi. Legg nú ekki í vana minn að horfa á þann þátt en ég heyrði að það var verið að ræða um frumvarp um að banna reykingar inn á skemmtistöðum og ég ákvað að hlusta. Og þá erum við komin að FÍFLA-þættinum. Þarna sátu semsagt tveir stjórnendur þáttarins, annar með því að banna reykingar inná skemmtistöðum og hinn á móti því . Með þeim voru svo tveir gestir, annar með banni og hinn á móti. Yfirleitt er ég nokkuð umburðarlindur gagnvart fólki sem er á annarri skoðun en ég og er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta var þó einum of heimskulegt fyrir minn smekk. Hér eru dæmi um þau rök og heimskulegur athugasemdir sem komu frá þeim sem voru á móti banni og sérstaklega frá gestinum (sem ég man ekki hvað heitir) :

-Þetta fækkar fólki á skemmtistöðum.
-Já, þetta er ósiður, en þarf ekki að auka loftræstingu á mörgum þessara staða.
-Hva, þó ég sé á móti dauðarefsingu þá er ég ekki á móti öllum refsingum- (skildi þessi rök ekki alveg)
-Næst verður þá bara bannað að afgreiða tvöfaldan á barnum.
-Sumum astmasjúklingum líður betur í reyk.
-Svona bann er sambærilegt við áfengisbannið sem var hér í den.
-Betra dæmi.. tónlistarflutningur oft alltof hávær. Og svo eru staðir sem spila bara dauðarokk. Það hefur nú verið sýnt framá að fylgni er milli hlustunar á slíka tónlist og sjálfsvíga og tilhneigingu til að skaða aðra. Og svo hefur hávaði verri áhrif á starfsfólk en reykurinn. Á að banna slíka tónlist. Er þá ekki verið að stýra smekk fólks.
-Í frumvarpinu stendur að hratt vaxandi fjöldi vísindalegra sannana sýni framá skaðsemi óbeinna reykinga. Bíddu ef það er búið að sanna eitthvað getur þá fjöldi sannana verið að fjölga. Og svo leyfi ég mér að efast um innihald þessara vísindalegu sannana.
-Þeir sem voru með banninu bentu á heimasíðu lýðheilsustöðvar til fræðslu. Þá sagði sá sem var á móti að það væri nú bara rusl síða og ekkert að finna þar að viti.

Þarf ég að segja meira. Ef þetta er ekki að berja hausnum í vegg þá veit ég ekki hvað það er. Ég nenni eiginlega ekki að koma með mótrök gegn þessu því þau eru hreinlega of augljós. Ekki tímans virði að reyna svara svona heimskulegum athugasemdum. Ég skil bara ekki í stjórnendum þáttarins að geta ekki boðið gesti í þáttinn sem hefur allavega eitthvað á milli eyrnanna þannig að hann geti komið með almennileg rök gegn banni, ja, ef þau eru þá til. Jésús hvað ég var pirraður á að hlusta á þennan gauk. Eitt mesta fífl sem hef heyrt í lengi og hananú.
Posted by Hello

20. febrúar 2005

VOFF

Hér má sjá einn af átta hvolpum sem tengdó á Mjóafirði eru að ala upp þessa dagana. Helvíti krúttlegir verð ég að segja. Ef einhver hefur áhuga á að fjárfesta í einum þeirra, hreinræktaðir Labrar, þá eru myndir af þeim HÉR . Þessi litla tík heitir Fregn, en þemað í nafngiftum var F, eins og sjá má. Posted by Hello

10. febrúar 2005

Guess who´s back

Djöfullsins snilld maður. Skímó mættir aftur. Sá þá áðan í Ísland í dag og fannst þeir þokkalega þéttir. Verst að maður er að læra undir próf og kemst ekki til þess að sjá þá á Selfossi um helgina. Heimabærinn þeirra og svona, hlýtur að verða þokkalegt gigg. Maður getur þá bara hlakkað til að sjá þá á Gauknum í mars, ójé. Annars finnst mér geðveikt að sjá hvað þeir hafa breytt um stíl. Eru hættir að vera svona hnakkagaurar frá Selfossi og komnir í Rokkgalla. T.d. er Addi Fannar með miklu flottara hár en áður og er með svipuð gleraugu og James Hetfield í Metallicu notar. Geðveikt.






Þeir sem sjá ekki kaldhæðnina í þessu bloggi mega fara upp á borð og prufa að skutla sér fram af því og athuga hvort þeir slasist ekki örugglega smá. Posted by Hello

6. febrúar 2005

Moses went walking with the staff of wood...
Newton got beaned by the apple good...
Egypt was troubled by the horrible asp...
Mister Charles Darwin had the gall to ask...
...Yeah, yeah, yeah, yeah.

OMG, omg, omg. Mér kitlar í magann.
Rumour. Helvítis kjaftagangur. Ég vill fá staðfestingu. Ef það er einhver hljómsveit í heiminum sem ég myndi leggjast í ferðalag til að sjá fyrir utan METALLICA þá væri það R.E.M. Og ekki væri verra ef hún kæmi og spilaði í bakgarðinum hjá Nonnanum. Djöfull væri það gaman....Hef semsagt heyrt að þeir séu á leiðinni. Mín uppáhaldshljómsveit til margra ára. Gæti gert langan lista með snilldarlögum. Hef ekki tíma í það núna, geri það fljótlega. En svona til að byrja með mætti nefna nær öll lögin á Automatic For The People, sem inniheldur meðal annarra; Man on the moon, sidewinder sleeps, Everybody hurts, Find the River ofl. ofl.

Og til að fullkomna dæmið þá kæmi Incubus á eftir þeim. Þá gæti ég dáið tiltölulega sáttur, eða svona.. kannski nokkrir aðrir hlutir sem mig langar að klára fyrst. En allavega, þá væri tveimur hlutunum færri á THE LIST. Posted by Hello