27. apríl 2005

Blórabögglar


Nú er fólk að fara hamförum yfir því hversu hættulegir STRÁKARNIR á Stöð2 eru börnum þessa lands og að nauðsynlegt sé að færa þá aftar á dagskrá. Las grein eftir einn í fréttablaðinu þar sem hann tekur undir þessa kröfu. Ástæðan? Jú, hann segir frá því að hann hafi rétt náð að stöðva son sinn sem var á leið inn í þvottavél til að standast áskorun félaga sinna. Svo sagði hann að krakkarnir hans væru alltaf í einhverjum leikjum eða drekkandi ógeðisdrykki að strákanna fyrirmynd. Að lokum sagði hann að það væri samt enginn búinn að slasa sig... ennþá. Þetta væri því alltsaman stórhættulegt og rétt að flytja þáttinn aftar.

Come on.
Þarna fannst mér höfundur greinarinna beinlínis vera lýsa því í orðum hversu hörmulegt foreldri hann er og ljóst að uppeldið á krökkum hans stenst ekki lágmarks kröfur.
Það hlýtur að vera hans að reyna krökkunum sínum muninn á réttu og röngu.
Það hlýtur að vera hans að fá krakkana sína til að velja þar á milli.
Það hlýtur að vera hans að banna þeim að horfa á þáttinn ef hann er svona stórhættulegur.
Það hlýtur að vera hans að taka ábyrgð á krökkum sínum.

Fólk ætti að hætta að gera aðra að blórabögglum fyrir eigin mistök. Posted by Hello

26. apríl 2005

Af hljóðum og óhljóðum
Nú, í lestrartörn hinni síðari þessa vorönn, er komið gott veður og hiti. Út um gluggan sjást Akrafjall og Skarðsheiði í fjarlægðarbláma. Yndislegt að opna gluggann, njóta útsýnisins, finna sjávargustinn, heyra í fuglunum syngja og öldunum brotna ... og bílunum keyra framhjá. Helvítis bílunum. Ég er orðinn þreyttur á eyrnartöppum þannig að ég er að hugsa um að rölta í Húsasmiðjuna og kaupa mér alvöru hlunka eyrnahlífar eins og ég hef séð nokkra í skólanum með. Skal láta vita hvernig gengur að nota þær. Nenni ekki að hlusta á skrjóðana keyra framhjá lengur.

Hér eru svo myndasyrpa frá skólapartýi um daginn. Þarna var Bjarki mættur og stakk upp á myndasyrpukeppni milli okkar og tveggja bekkjarsystra minna. Keppnin er þannig að sex myndir eru teknar og á þeim sést lítil saga- það par sem átti betri sögu vann. Ég vil meina að við félagarnir höfum unnið. Dæmi hver fyrir sig.

MYNDASYRPUKEPPNI

3. apríl 2005

ÖSSSS... þetta lýst mér á

Posted by Hello