Nú má fólk fara að passa sig. Upp er kominn "the list" hér til hliðar. Getur þó bæði verið á jákvæðum og neikvæðum nótum (sbr merki fyrir aftan).
Annars tók þetta á að koma inn nýjum hlut á síðuna, ég er tölvumáls-heftur og er því bara að klippa og líma úr templatinu hér og þar til að búa eitthvað til. Þið verðið bara að þola það. Þetta er ekkert fancy pancy.
En já, fyrsti hluturinn.. Snjór. Þoli ekki snjó. Reyndar fórum við stórfjölskyldan ásamt Sindra og Hildi út að renna okkur á laugardaginn fyrir neðan kirkjuna út á Seltjarnarnesi og það var bara nokkuð gaman. Mættum með uppblásna tuðru og það var eitthvað sem grey borgarbörnin höfðu aldrei séð. Fengum margar spurningar um hvaða undratæki þetta væri og hópurinn sem við keyrðum niður fékk meira segja að prófa eina ferð í sárabætur. Þetta hefði ekki gerst ef snjórinn væri ekki til staðar. +/- á hann. Samt bara mínus. Hann má fara drulla sér í burtu.
7 ummæli:
Ég sé það að fólk er byrjað að titra í kringum þig Davíð útaf þessum lista !
Best að byrja sleikja. Davíð hefuru verið að lyfta??
Æ, mér hefur bara alltaf langað til að gera svona "the list" síðan ég sá hómer bæta við stólaframleiðendunum á listann sinn í StoneCutters þættinum góða. Þið eruð náttlega soddan yndælispiltar að þið þurfið nú ekki að óttast mikið. Sleikjuháttur er nú líka óþarfur.
Æ, mér hefur bara alltaf langað til að gera svona "the list" síðan ég sá hómer bæta við stólaframleiðendunum á listann sinn í StoneCutters þættinum góða. Þið eruð náttlega soddan yndælispiltar að þið þurfið nú ekki að óttast mikið. Sleikjuháttur er nú líka óþarfur.
Vá... frábær listi...
Var að lesa hér fyrir neðan að þú gætir eldað e-ja svakalegustu pissu sem sögur fara af. En afhverju ertu þá ekki búinn að bjóða mér í eina slíka? Ég bara spyr?
ekki kominn tími til að bæta á listann?
Ylfa Rún
p.s. mér finnst pizza góð
Skrifa ummæli