
Creepy, ekki satt. Þessi væni geitungur kíkti inn um gluggan hjá mér í gær þegar ég sat við tölvuna. Ég greip til þess ráðs að slá hann niður með plastmöppu, en hann vildi þótt seint drepast blessaður. Hann vankaðist þó og á meðan náði ég í myndavélina nýju og ákvað að prufa macro-stillinguna. Það tókst svona ljómandi vel og hér að ofan sjáiði afraksturinn. Ég var þó að velta fyrir mér einu. Af hverju heitir þessi stilling macro. Ég hef alltaf haldið að macro stæði fyrir eitthvað stórt og micro fyrir eitthvað lítið. Kannski eru þeir að meina að þetta sé stilling til að stækka smáa hluti... veit ekki. Það má svo bæta því við í lokin að ég slepti greyinu aftur út um gluggan að lokinni myndatöku, veit reyndar ekki hvernig honum reyddi af eftir barsmíðarnar, en hann var allavega lifandi:-)..
en svona til að halda umræðunum gangandi, kann ekki einhver góða sögu af því þegar hann lenti í útistöðum við svona skordýr eins og hér að ofan. Ég get til dæmis minnst á það þegar við vorum að steggja Jón Kristinn þá gerðu nokkrar flugur súg að tveimur persónum sem við skulum kalla Björk og Gvendólína og þær hlupu um eins og litlar stelpur, skrækjandi og vælandi og endaði með að þær stukku inn í bíl og lokuðu að sér. Karlmennskan borðleggjandi. O&O.
