27. september 2004


Tangó í Eyjum
Já, þá skrifar maður loksins aftur.. aðalástæðan fyrir lélegu bloggeríi er sú að mér hefur ekkert gengið að tengja saman fartölvuna við hægvirku borðtölvuna sem er með adsl-ið. Það dettur stöku sinnum inn hjá mér, m.a. núna og því skrifa ég sem óður....
Anyhow.. Ég setti hérna til hliðar (vinstra megin uppi) inn textabrot úr lagi með Incubus sem mér finnst nokkuð nettur. Ég var samt að hugsa hvað hann á ekkert við mig og þetta blogg. Yfirleitt skrifa ég um eitthvað léttvægt og skemmtilegt en er ekki að velta vandamálum heimsins fyrir mér. Það er ekki hægt að segja að ég noti bloggið mitt eins og byssu og skjóti niður þá sem ég er á móti. En er það ekki bara ágætt, það þurfa ekki allir að vera með heimspekilegar umræður um stjórnmál og stríð. Er ekki ágætt að geta slappað af aðeins af frá þeim vandamálum. Ég held ég haldi mig bara við það. Andri Hugo var einmitt að spyrja mig um mann líðandi stundar og fleiri skemmtilega þætti sem voru á blogginu fyrir ekki svo margt löngu síðan. Hver veit nema ég endurvekji þá bráðlega og fari að koma þessari síðu armennilega af stað aftur.
Annars er það að frétta að ég var að koma frá Eyjum, þar sem ég sótti stórskemmtilegt lokahóf KFS. Þótt árangurinn hafi ekki verið sem bestur í sumar, þá allavega kunnum við að skemmta okkur saman. Hitt kemur bara seinna. Ég læt hér fylgja eina mynd þar sem ég og Slingerinn erum í æsandi tangó. Þess má geta að ég hef eignast stafræna myndavél þannig að nú má fólk fara að passa sig.
O&O Posted by Hello

6 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Ég er ennþá að þurka slefið úr eyranu á mér eftir að ég hitti þig á ballinu. Þvílíka útreið hef ég ekki fengið síðan hundurinn minn var ennþá á lífi!

Dabe sagði...

mUahhahaHHAAHAH, Það var reyndar eitt af síðustu hlutunum sem ég gerði þetta kvöld áður en ég fór að sofa.. kannski ágætt. Þrífuru þig ekki annars örugglega bak við eyrun reglulega.

Andri Hugo sagði...

Þetta var sko ekkert "bak við" eyrun neitt. Þetta var meira bara "inn í" eyrun! En ég var nú nýbúinn rusla þarna út með eyrnapinna, eins og vaninn er, svo þú varst heppinn þar ...

Nonninn sagði...

Ég held að Davíð sé svolítið hrifinn að því að sleikja eyrun á mönnum enda mikill tungumaður. Annars getur maður ekki verið annað en svekktur með að hafa ekki komið á KFS hófið þótt manni hafi ekki verið boðið en þetta verður bara kannski næst !!!

Dabe sagði...

Held reyndar að engum hafi verið formlega boðið.. bara ef menn telja sig kfs-ara eða stuðningsmann þá mega þeir bara mæta.

Dabe sagði...

kíkið á slinger.tk í myndir af lokahófi og þá sjáiði aðdragandann að sprönguleiknum sem fer að verða frægur.