8. desember 2004


Þið verðið bara að afsaka bloggleysi undanfarinna daga. Nú snýst lífið hjá manni um lítið annað en að pæla í myndum svipaðri þessari að ofan. Þarna má semsagt sjá hvernig höndin á ykkur liti út ef þið hefðuð fest hana í vél og allt skinn og flestir vöðvarnir á framhandleggnum hefðu flest af. Þetta er reyndar merkilega gaman að skoða þetta stöff en eins og fyrri daginn þá mætti sólarhringurinn vera aðeins lengri svona uppá lærdóminn að gera. En svona er nú það. Muniði svo spakmæli dagsins: Sjaldan segir mállaus "sæll". Posted by Hello

3 ummæli:

Dabe sagði...

Hvað áttu við með þessu FOOL þarna í endann.. gæti túlkast sem kjáni á íslensku. Það líkar mér eigi. Enginn kallar kónginn kjána í hans ríki.

Jóna Heiða sagði...

Thetta er algjörlega my cup of tea!!!

Dabe sagði...

Nú, það ætti nú að vera hægt að lefya þér að kíkja á líffærasafnið einhverntíma myndi ég halda.
Reyndar er alveg merkilegt hvað það var eðlilegt eitthvað að sjá allt í einu líkamsparta af manneskju á borðinu fyrir framan sig. Kannski er það útaf því þeir eru búnir að liggja í formalíni í 40 ár og líta út eins og roastbeef. Kannski er þetta allt annað ef nýlátin manneskja er á borðinu fyrir framan mann. Myndin hér að ofan er reyndar af fersku líki, helvíti djúsí.