Kagginn
Oh yeah baby, þá er maður kominn á nýjan (gamlan) bíl. Reyndar ekki nema 1 og 1/2 árs gamall en á móti kemur að þetta er fyrrverandi bílaleigubíll og hefur því væntanlega marga fjöruna sopið. Lítur samt vel út í alla staði og óhætt að segja að mikil gleði ríki með nýja gripinn. Keyptum hann af Toyota og er óhætt að mæla með því umboði; lánuðu okkur bíl og alles milli þess sem við seldum micruna og keyptum þennan. En nú veit ég að félagi vor, Jón Helgi Gíslason , hefur verið þekktur fyrir að búa til skemmtileg nöfn út frá bílnúmerum (t.d. HH 453 = Heimsk Hóra 453). Nú skora ég á hann og aðra að koma með flottasta nafnið út frá nýja bílnúmerinu sem er TK 969. Fyrir besta nafnið verða veitt sérlega flott verðlaun en það kemur í ljós síðar hver þau eru. Start Brainstorming ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Now!
4 ummæli:
Til hamingju með nýja BÍLINN.... hann er glæsilegur og Eyrún tekur sig vel út í farþegasætinu. Ég mæli með því að þú nefnir bílinn Kónginn eða "The King" 969. Þú getur líka fengið þér einkanúmerið "King", "Kóngur" eða "Dabe". Svo má líka hugsa sér nöfn eins og "Toyota kerran", "Toyota kagginn" eða "Toyota kóngurinn" og jafnvel "teryaki kjúklingurinn" eða "tyrkneskt kebab".
gleymdi að kvitta undir þetta hér að ofan.
kv.
jks
TK 969 = Tómt klúður
kv atliyo
þetta síðasta er allavega kolfellt.. bíð enn eftir að Nonninn komi með gott. Trúi ekki öðru en það verði eitthvað af viti.
Skrifa ummæli