27. febrúar 2005

ÞÚ ERT GAY

FÓLK ER FÍFL.
Þetta hefði kannski frekar átt að vera fyrirsögnin hjá mér í þetta skiptið. Vaknaði á sunnudags morguninn og ákvað að kveikja á sjónvarpinu. Ekki merkilegt. Setti á Skjá 1 og Sunnudagsþátturinn í fullum gangi. Legg nú ekki í vana minn að horfa á þann þátt en ég heyrði að það var verið að ræða um frumvarp um að banna reykingar inn á skemmtistöðum og ég ákvað að hlusta. Og þá erum við komin að FÍFLA-þættinum. Þarna sátu semsagt tveir stjórnendur þáttarins, annar með því að banna reykingar inná skemmtistöðum og hinn á móti því . Með þeim voru svo tveir gestir, annar með banni og hinn á móti. Yfirleitt er ég nokkuð umburðarlindur gagnvart fólki sem er á annarri skoðun en ég og er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta var þó einum of heimskulegt fyrir minn smekk. Hér eru dæmi um þau rök og heimskulegur athugasemdir sem komu frá þeim sem voru á móti banni og sérstaklega frá gestinum (sem ég man ekki hvað heitir) :

-Þetta fækkar fólki á skemmtistöðum.
-Já, þetta er ósiður, en þarf ekki að auka loftræstingu á mörgum þessara staða.
-Hva, þó ég sé á móti dauðarefsingu þá er ég ekki á móti öllum refsingum- (skildi þessi rök ekki alveg)
-Næst verður þá bara bannað að afgreiða tvöfaldan á barnum.
-Sumum astmasjúklingum líður betur í reyk.
-Svona bann er sambærilegt við áfengisbannið sem var hér í den.
-Betra dæmi.. tónlistarflutningur oft alltof hávær. Og svo eru staðir sem spila bara dauðarokk. Það hefur nú verið sýnt framá að fylgni er milli hlustunar á slíka tónlist og sjálfsvíga og tilhneigingu til að skaða aðra. Og svo hefur hávaði verri áhrif á starfsfólk en reykurinn. Á að banna slíka tónlist. Er þá ekki verið að stýra smekk fólks.
-Í frumvarpinu stendur að hratt vaxandi fjöldi vísindalegra sannana sýni framá skaðsemi óbeinna reykinga. Bíddu ef það er búið að sanna eitthvað getur þá fjöldi sannana verið að fjölga. Og svo leyfi ég mér að efast um innihald þessara vísindalegu sannana.
-Þeir sem voru með banninu bentu á heimasíðu lýðheilsustöðvar til fræðslu. Þá sagði sá sem var á móti að það væri nú bara rusl síða og ekkert að finna þar að viti.

Þarf ég að segja meira. Ef þetta er ekki að berja hausnum í vegg þá veit ég ekki hvað það er. Ég nenni eiginlega ekki að koma með mótrök gegn þessu því þau eru hreinlega of augljós. Ekki tímans virði að reyna svara svona heimskulegum athugasemdum. Ég skil bara ekki í stjórnendum þáttarins að geta ekki boðið gesti í þáttinn sem hefur allavega eitthvað á milli eyrnanna þannig að hann geti komið með almennileg rök gegn banni, ja, ef þau eru þá til. Jésús hvað ég var pirraður á að hlusta á þennan gauk. Eitt mesta fífl sem hef heyrt í lengi og hananú.
Posted by Hello

11 ummæli:

Nonninn sagði...

Hvað er maðurinn að meina að þungarokk leiði til sjálfsvíga ? Þetta segja bara heimskir menn og ekkert annað, hvílíkur hálfviti !

Nafnlaus sagði...

Prrrf Maður ansar nú ekki svona vitleysu... Ég er nú astmasjúklingur og mér líður ekkert sérstaklega vel í reyk... Hmmm ég sem sagt ansaði þessari vitleysu.
Johnny

Dabe sagði...

Já, kíkiði á skjar1.is og vefsjónvarp og sunnudagsþátturinn 27.feb og hlustið á vitleysuna- þetta byrjar á 60 mínútu.

Nafnlaus sagði...

Annars eru menn í vandræðum t.d. í USA því þar er víða bannað að reykja á skemmtistöðum en í staðinn fyrir reykingafýlu er komin megn svitafýla...... spurning hvort sé skárra?!?!

kv.
jks

Nafnlaus sagði...

Hmm spurning hvort sé heilbrigðara...?

Nafnlaus sagði...

Hmm.... spurning hvort fólk fatti kaldhæðni?!?!

kv.
jks

Nafnlaus sagði...

Hmm spurning hvort kunni að vera kaldhæðið...!?

Nafnlaus sagði...

öööö nú fór ég alveg með það. Fólk. Spurning hvort fólk kunni að vera kaldhæði..!?

Nafnlaus sagði...

Já reyndar hefði ég frekar viljað sjá Guðlaug Þór þarna en ekki þennan Andrés. Hvaða forræðishyggja er þetta??? Bíddu bíddu er þetta ekki Ásta Ragnheiður þarna konan sem ætlaði að banna nammiauglýsingar fyrir klukkan 21 á kvöldin hehe... Frekar svona ógeðis og ekki vottur af fullorðins. Annars eru reykingar ógeðis og ég skil ekki afhverju maður er að reykja þetta stundum á djamminu. Rugl! Veitir manni enga ánægju og auk þess stórhættulegt.

Nafnlaus sagði...

Þú ert orðinn álíka duglegur að blogga og Hildur Sólveig.
kv. Fyrrverandi aðdáandi

Dabe sagði...

Já, veit.. þetta fer að lagast- þegar maður á að vera farinn að læra á fullu aftur þá koma bloggin:)