22. mars 2005

HÆP?

Ég bara get ekki hætt að tala um þennan þátt- og því held ég áfram að gera það. Sá að Andri var að tala um hann og gaf honum góða einkunn. Sagði hann fínan, en vildi meina að það væri svolítið "hæp" í gangi. Ég ætla þá bara að halda áfram þessu hæpi, því ég er búinn að hlaupa þvílíkt LOST maraþon undanfarna viku þannig að ég hef ekkert annað horft á. Ég fékk 18 þætti hjá bróður mínum um daginn og strax eftir fyrsta þátt var mér ljóst að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég hélt ég væri með alla þættina í seríunni en þegar ég horfði á 17 þáttinn í gær sá ég að það gæti ekki verið, því það ætti svo margt eftir að koma í ljós. Það var líka raunin- ég var bara með fyrstu 18 þættina af 24 og þarf því að bíða enn um sinn að sjá hvernig þetta endar allt saman þar sem það er ekki enn búið að sýna 19 þáttinn.
Það sem ég held að geri þessa þætti eins frábæra eins og ég tel þá vera er að þeir sameina í raun alla þá þætti sem ég fylgist með eða hef fylgst með af einhverju viti í einn þátt. Þátturinn er dulrænn og yfirnáttúrulegur eins og X-files, heldur manni í spennu eftir hvern þátt eins og 24, aðalgaurinn er læknir eins og í E.R., fjallar um strandaglópa á eyðieyju eins og Survivor, þetta er ekki ljótasta fólk í heimi sem leikur í þættinum frekar en í Baywatch (já, hver horfði ekki á þá?), fínir karakterar og húmor, góðir leikarar. Allt sem hægt er að biðja um.
Þetta var mitt innlegg í hæpið. Posted by Hello

5 ummæli:

Nonninn sagði...

Þú viðurkenndir nú einu sinni fyrir mér þegar þú varst drukkinn að þér finndist Hasselhoff helnettur og ætlaðir að kaupa rappplötuna sem að hann ætti eftir að gefa út !

Dabe sagði...

Já.. veistu hvað hann var kúl í Knight Rider. ÖSS

Andri Hugo sagði...

Já, þetta eru mjög fínir þættir. Var einmitt að horfa á 18. þáttinn í gær og maður er alveg í lausu lofti bara. Næsti þáttur er ekki fyrr en 30. mars.

Nafnlaus sagði...

Blætz!!! Varð nú bara að kommenta á þetta. Er nebbla búin að sjá fyrstu 17 líka og er svo spennt!! Horfði alltaf á þetta hjá ex gæjanum og er að tapa mér yfir að þurfa að bíða svona lengi... þú kannski brennir disk fyrir mig þegar restin er komin... humm þanki ;O)

Nafnlaus sagði...

er sem sagt kristín óskars... :) árgangs "systir" þín