4. maí 2005

Á að færa flugvöllinn

Morgunblaðið-5maí2005; ýtið á myndina til að stækka

Alltaf er í umræðunni hugmyndir um að færa flugvöllinn úr miðborginni. Ég skil vel sjónarmið beggja fylkinga. Ég skil vel að Reykjavíkurborg vilji nýta þetta mikla landsvæði betur fyrir hönd fólksins í borginni. Ég skil vel rök landsbyggðarfólks, míns hóps, um nauðsyn góðra samgangna við höfuðstaðinn. En hvað er til ráða. Ég sá þessari hugmynd hér að ofan flíkað á forsíðu Morgunblaðsins í dag og leist satt best að segja ekkert svo agalega illa á hana. Þetta er tiltölulega nálægt bænum og Reykvíkingar fá sitt. Eitt sem ég hef áhyggjur af er nálægð við sjúkrahúsin því t.d. fyrir Eyjamenn tel ég það vera einn mikilvægasta þáttinn í þessu máli. Sjálfur hef ég t.d. ekki flogið á eigin vegum til Eyja úr Borginni í háa herrans tíð, enda ekki á færi fátæks námsmanns. Þessi hugmynd hér að ofan myndi eflaust verða til að umferðarmál áleiðis til Þorlákshafnar myndu batna líka þannig að það væri ekki verra.
Hvað finnst ykkur um þetta allt saman?
Posted by Hello

3 ummæli:

Helgi sagði...

Ég vil meina að aðalatriðið í þessu sé nálægðin við Landspítalann. Því eins og við þekkjum úr Eyjum, þá eru menn nú búnir að þurfa að eyða töluverðum tíma í fluttninga áður en þeir eru lentir á flugvellinum í Reykjavík. Því er það töluvert að leggja á fárveikan mann sem hefur þurft að koma með sjúkraflugi, akstur í þessar 20 mín til hálftíma sem þetta tekur.
Það er nú ekki svo ýkja langt síðan að kona missti barn í fæðingu meðan verið var að aka með hana milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í svona tilfellum getur hver mínúta skipt máli.

Nafnlaus sagði...

David! Hvad segir madurinn? Pabbi sendi mer link; gamann ad lesa um lifid a islandi! Allt i goda lagi her; verd naestu vikur utskriftingur...crazy. Vona ad allt er bara frabaert hja ther brother. Bid ad heilsa Eyrunni! Nu er timinn kominn ad vera retarded. Goodnight!

Nonninn sagði...

Það væri alvarleg heimska að færa flugvöllinn, hvernig væri að þetta ógeðslið hérna í RVK drulli sér að flytja annað ef því líkar ekki að hafa flugvöllinn hér í borginni !