21. maí 2005

Hugleiðingar um Jurassic-vision

Mér fannst þetta svo æðislegt komment sem ég skrifaði hjá Johnny að ég ákvað að hafa það bara sem póst hjá mér líka...

Þetta er skandall.. ég legg til að öllum löndum austur af Þýskalandi verði meinað að taka þátt, og bannað að gefa löndunum sem liggja að þínu landi eða tala sama tungumál eða eiga sameiginlegan uppruna stig. Auk þess legg ég til að Eurovision verði tekin upp fyrirfram og textuð svo ekki þurfi að hlusta á þessi skrímsli reyna að tala ensku... jú annars, það var það skemmtilegasta í þessari keppni. Og áfram óhlutdrægi þulurinn okkar hann Gísli Marteinn krútt.

6 ummæli:

Nonninn sagði...

Eurovision er að deyja bráðum á Íslandi vegna þess að við erum ekki frá Austur-Evrópu, get it ?

Nafnlaus sagði...

Æi ég er alveg sammála þér Dabe fyrir utan Gísla Martein. Mér finnst hann ekki krútt!!! Hann er bara leiðinlegur. Friggin´ Siggi Martin.

Johnny

Dabe sagði...

Hvað með komment eins og.. "Hún er afskaplega lítil þessi stúlka, en eins og áhorfendur hafa kannski tekið eftir þá eru allir líkamspartar hennar það ekki" eða "líkaminn er frá Ísrael en Barmurinn frá Bandaríkjunum".. eða eitthvað á þessa leið.

Bara snilld.

Nafnlaus sagði...

Hann er bara graður.

Johnny

Nafnlaus sagði...

Þetta væri vonlaust show ef að Gísli Marteinn væri ekki með þetta ég horfði á þetta í fyrra á breskri stöð og það var alveg vonlaust.
kv. Sindri Ólafs

Nafnlaus sagði...

Iss...ég hef núh lamið stærri apa en þetta!