Yndislegt, ég var kitlaður og það fyrir löngu síðan. Enjoy...
Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Halda upp á sjötugs afmælið mitt, ef guð og lukkan lofar
2. Eignast erfingja.
3. Sjá Manchester United spila á Old Trafford
4. Ferðast um heiminn
5. Gera stórkostlega vísindalega uppgövun
... og svo margt, margt fleira.
Hlutir sem ég get ekki gert:
1. Unnið verkefni margar vikur fram í tímann
2. Horft á íslenska Batchelor eða Ástarfleyið án þess að fá aulahroll
3. Sofnað þegar ég ætla að fara að sofa
4. Þolað besserwissera
5. Glósað eins og stelpa
6. Haldið keðju-eitthvað gangandi, hvort sem það er bréf, bloggkitl eða klukk eða whatchimacallit
Hlutir sem ég get gert:
1. Eldað svakalega pizzu
2. Borðað næstum því allan mat sem mér er boðinn
3. Skilið hvað er að og af hverju þér líður eins og þér líður (beitt virkri hlustun)
4. Verið rólegur við flestar aðstæður- held ég
5. Unnið vel undir pressu
Hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Léttlyndi
2. Hlátur
3. Fallegt bros
4. Góður húmor
5. Útgeislun
Frægir kvenmenn sem heilla mig:
1. Angelina Jolie
2. Scarlett Johansson
3. Milla Jojovich
4. Liv Tyler
5. Laura Jeanne Reese Witherspoon
Orð sem ég segi oft:
1. SWEET
2. UHHH IDIOT
3. Ertu vængefinn—ekki vangefinn
4. Hversu geðveik/ur ertu?
5. Stórt og mikið andvarp (ekki orð- ég veit).
Hlutir sem ég sé akkúrat núna:
1. Hálffull vatnsflaska
2. Chicago Bulls pennaveskið mitt sem ég hef átt síðan í 8. bekk
3. Blýpenni frá Artline
4. Prjónaður ullarvetlingur, 1stk.
5. Trélitir
Manneskjur sem ég ætla að kítla:
Sjá spurningu 2!
5 ummæli:
Maður eldar ekki pizzu. Maður bakar hana.
Agalega ertu fúll.. viltu gefa mér skilgreininguna á að "elda mat".
Maður eldar á eldavél. Maður bakar í ofninum.
prfs.. ég elda bara allan mat eins og ég vil. Steiki, sýð, baka, set í örbylgjuna, steiki í ofni, .. þetta er allt að elda mat að mínu mati en mitt mat þarf ekki að endurspegla mat annarra. Ég bakaði brauðið, bræddi ostinn, steikti skinkuna og pepperoniið, og ELDAÐI pizzuna.
Meiriháttar!
Skrifa ummæli