12. maí 2006

Af snillingum!

Hef ég einhvern tíma sagt hvað Jack White er mikill snillingur? Ekki á þessari síðu? Ég er ekki svo viss, finnst eins og ég hafi sagt það. Hef allavega sagt það einhversstaðar, einhverntíma, hvar og hvenær svosem það var. Nú ætla ég að endurtaka það. Jack White er mikill snillingur. Nýjasta útspilið hjá honum er "hliðarverkefnið" The Raconteurs. Þeir Jack White og félagi hans Brendan Banson voru víst einhverntíma í góðum gír og sömdu lagið "Steady as she goes" og þá var ekki aftur snúið. Fengu tvo til viðbótar og mynduðu grúppu. Hafa svo gefið út 7" og eru að fara gefa út plötuna "Broken boy soldiers" nú um miðjan Maí auk þess að spila á slatta af tónleikum í sumar, m.a. Hróaskeldu.

Það segir nú meira um mig og mitt líf undanfarna mánuði að ég hafði ekki hugmynd um þetta band fyrr en núna fyrir nokkrum dögum.

1 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Haha, magnað! Ég er mikill aðdáandi Brendan Benson (ekki Banson) sem sóló artist. Hann hitaði einmitt upp fyrir Beck þegar ég sá hann í London og hreifst ég mikið af honum þar. Vissi ekki af þessu projecti hjá þeim félögum. Verð að tékka á þessu. Fínt lag.