
Það vill svo til nú um mundir að hún Eyrún vinnur upp í Lyngási og þar sem hún fer yfirleitt á bílnum þangað hefur það gerst oftar að undanförnu að ég hef notað strætókerfi borgarinnar til að koma mér í og úr skólanum. Eitt er að ferðir séu fáar og skipulagið heimskulegt, allavega hvað mig varðar. Það er náttúrulega alveg óþolandi. En það er svo annað mál hve tregt fólk getur verið að taka tillit til Strætó. Samkvæmt mínum heimildum hefur strætó réttinn þegar hann gefur stefnuljós inn á götu frá stoppistöð. Samt hef ég tekið eftir því að undanförnu að það eru alltaf ca. 3 eða 4 bílar sem verða endilega að drífa sig framhjá áður en strætó kemst af stað. Þar sem strætó er nú ekki fljótasti fararmátinn þá eru enn frekari tafir af þessum völdum gjörsamlega óþolandi.
Varðandi hraðann á almenningssamgöngum þá finnst mér ekki eðlilegt að ég þurfi að taka strætó hér fyrir utan blokkina hjá okkur og keyra um allan Vesturbæinn áður en hann drullast niður á lækjartorg og þarf svo að skipta um strætó til að fara að B.S.Í./læknagarði. Þetta er leið sem ég er ca. 4 mínútur á bílnum mínum, 12 mínútur á hjóli en heilan helvítis hálftíma í strætó. Alveg óþolandi. Eitthvað virðist þetta þó eiga eftir að batna í vetur þegar nýtt kerfi verður tekið í notkun, en þá fer strætó hér fyrir utan nánast beint niður í bæ. Kannski maður komist þetta þá á innan við hálftíma. Ég á þó eftir að sjá það gerast.
