Nú er úti veður vont verður allt að klessu...
Það er óhætt að segja að veturinn sé á næsta leiti. Ég er búinn að sitja við skrifborðið mitt í allan morgun og (ásamt því að læra) er ég búinn að vera fylgjast með því útum gluggann hvernig vindurinn er búinn að vera stigmagnast. Við búum á fimmtu hæð og herbergið sem ég læri í snýr út að faxaflóa þannig að það er óhætt að segja að maður verði aðeins var við veðrið. Þegar ég horfði yfir sjóinn og sá muninn á öldunum eftir því sem leið á morguinn þá rifjuðust upp fyrir mér tímar í Veður og haffræði hjá Óla Hæ hér í den. Þá vorum við með litla bláa bók ,að mig minnir, sem sagði frá því hvernig vindstigakvarðinn var skipulagður. Farið var yfir hvernig hægt væri að meta vindstigin út frá því hvernig sjávaryfirborð leit út... Nú ætlum við í smá getraun til að athuga hvort þið munið eftir þessari bók og efni hennar (svo er náttúrulega hægt að svindla og kíkja á textavarpið). Getið þið út frá þessum tveimur myndum að ofan sagt mér hversu mörg vindstig eða hver vindhraðinn var hér fyrir utan í morgun og svo kl 13? Sá sem kemur með besta svarið á inni hjá mér tebollu frá Myllunni.
3 ummæli:
Þegar ég var í framhaldsskóla og spurði vini mína í hvaða tíma þeir væru að fara svöruðu þeir alltaf (þegar það átti við): "Veður og haffræði". Hins vegar heirði ég alltaf "Veður og hagfræði". Ég spáði aldrei neitt í þessu, ekki fyrr en mikið seinna að ég fór að hugsa "Hvað í andskotanum kemur hagfræði veðirnu við?". Svo auðvitað lagði ég bara tvo og tvo saman í lokin ;)
Nb: Ég fór aldrei í Veður og Haffræði, þannig að ég get ekki svarað spurningunni :(
Ég spái því að það hafi verið svona ellefu vindstig því að ég var heppinn að fjúka ekki sjálfur í dag, það gerðist einmitt síðast þegar það voru ellefu helvítis vindstig !!!
ég myndi segja á efri myndinni væru svona 12-14 m/s og á seinni myndinni eru komnir 19-21 m/s
Skrifa ummæli