27. nóvember 2004

Kagginn

Oh yeah baby, þá er maður kominn á nýjan (gamlan) bíl. Reyndar ekki nema 1 og 1/2 árs gamall en á móti kemur að þetta er fyrrverandi bílaleigubíll og hefur því væntanlega marga fjöruna sopið. Lítur samt vel út í alla staði og óhætt að segja að mikil gleði ríki með nýja gripinn. Keyptum hann af Toyota og er óhætt að mæla með því umboði; lánuðu okkur bíl og alles milli þess sem við seldum micruna og keyptum þennan. En nú veit ég að félagi vor, Jón Helgi Gíslason , hefur verið þekktur fyrir að búa til skemmtileg nöfn út frá bílnúmerum (t.d. HH 453 = Heimsk Hóra 453). Nú skora ég á hann og aðra að koma með flottasta nafnið út frá nýja bílnúmerinu sem er TK 969. Fyrir besta nafnið verða veitt sérlega flott verðlaun en það kemur í ljós síðar hver þau eru. Start Brainstorming ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Now!
Posted by Hello

26. nóvember 2004

Misskilningur

Ég las helvíti skemmtilega sögu hjá Elíasi Inga (í gula kassanum efst til vinstri á síðunni hjá honum) sem sýnir hvernig misskilningur í máli getur komið skemmtilega út. Upp úr því fór ég að velta fyrir mér skondnum misskilningi mínum á mismunandi hlutum í gegnum tíðina.
Ég man þegar ég var yngri og var að syngja með Final countdown. Lengi vel hélt ég alltaf að það væri verið að syngja It´s a fire in downtown en ekki It´s the final countdown. Ég ímyndaði mér að þeir væru að syngja svona slökkviliðsóð og væru að fara slökkva eldinn.
Tákmálsfréttamerkið í sjónvarpinu. Mér fannst þetta alltaf líta út eins og fíll eða eitthvað dýr. Það er tiltölulega stutt síðan ég áttaði mig á því að þetta er hönd sem sýnir eitthvað tákn uppvið andlit sem lýtur út eins og pabbinn í Einari Áskel. Og reyndar er þetta merki alveg einstaklega ömurlegt og niðurdrepandi.
Ég hélt alltaf að það væri bara einn Bond og að það væri Roger Moore. Það var löngu seinna sem ég uppgötvaði að fjöldinn allur af mönnum hafði tekið að sér þetta hlutverk. Roger Moore er því í raun minn eini sanni Bond.
Svo voru auðvitað miklu fleiri svona "misskilningar" en auðvitað man maður þá ekki þegar á að fara rifja upp. Ég kem þá bara með þá í kommentin þegar þeir rifjast upp. Komið þið endilega líka með dæmi um svona ungdómsmisskilning hjá ykkur í commentunum.
Posted by Hello

22. nóvember 2004

Stutt síðan/langt síðan
Það eru 11 ár síðan Jurassic Park kom út. Djöfull finnst mér það magnað. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég tengdi nýju aiwa fermingargræjurnar í vídjóið og hækkaði í botn inn í herbergi og fannst þetta svakalega flott. Nú eru græjurnar farnar á haugana. Er það merki um hversu langt er um liðið, eða hversu lélegar græjurnar voru? Veit ekki

21. nóvember 2004

Það verða allir að fá að vera með...

Fattaði það um leið og bjarki minntist á það í kommenti hér að neðan að það vantaði eina mynd úr hristiseríunni. Ómögulegt að allir fái ekki að vera með, svo að hér kemur hún með. Posted by Hello

9. nóvember 2004

Denny Crane

"Denny Crane". Ahehahehaeheahhehaehahhe. Þvílík snilld. Ég dey þegar hann segir þetta. Úr hlátri. Posted by Hello