26. nóvember 2004

Misskilningur

Ég las helvíti skemmtilega sögu hjá Elíasi Inga (í gula kassanum efst til vinstri á síðunni hjá honum) sem sýnir hvernig misskilningur í máli getur komið skemmtilega út. Upp úr því fór ég að velta fyrir mér skondnum misskilningi mínum á mismunandi hlutum í gegnum tíðina.
Ég man þegar ég var yngri og var að syngja með Final countdown. Lengi vel hélt ég alltaf að það væri verið að syngja It´s a fire in downtown en ekki It´s the final countdown. Ég ímyndaði mér að þeir væru að syngja svona slökkviliðsóð og væru að fara slökkva eldinn.
Tákmálsfréttamerkið í sjónvarpinu. Mér fannst þetta alltaf líta út eins og fíll eða eitthvað dýr. Það er tiltölulega stutt síðan ég áttaði mig á því að þetta er hönd sem sýnir eitthvað tákn uppvið andlit sem lýtur út eins og pabbinn í Einari Áskel. Og reyndar er þetta merki alveg einstaklega ömurlegt og niðurdrepandi.
Ég hélt alltaf að það væri bara einn Bond og að það væri Roger Moore. Það var löngu seinna sem ég uppgötvaði að fjöldinn allur af mönnum hafði tekið að sér þetta hlutverk. Roger Moore er því í raun minn eini sanni Bond.
Svo voru auðvitað miklu fleiri svona "misskilningar" en auðvitað man maður þá ekki þegar á að fara rifja upp. Ég kem þá bara með þá í kommentin þegar þeir rifjast upp. Komið þið endilega líka með dæmi um svona ungdómsmisskilning hjá ykkur í commentunum.
Posted by Hello

2 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Haha, Fire in downtown. Snilld! ;) Reyndar er til heimasíða tileinkuð svona misskilningi, http://www.kissthisguy.com/.

Ég er bara að sjá fyrst núna hvað þetta táknmálsfréttalogo er ... hélt alltaf að þetta væri einhverskonar heyrnartæki eða eitthvað :P

Dabe sagði...

Djöfulls lygari, ég man þegar þú varst alltaf í skólanum að raula.. "Ég er bara eins og ég er, hvernig á ég að ver´nhver Gunnar?".