22. nóvember 2004

Stutt síðan/langt síðan
Það eru 11 ár síðan Jurassic Park kom út. Djöfull finnst mér það magnað. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég tengdi nýju aiwa fermingargræjurnar í vídjóið og hækkaði í botn inn í herbergi og fannst þetta svakalega flott. Nú eru græjurnar farnar á haugana. Er það merki um hversu langt er um liðið, eða hversu lélegar græjurnar voru? Veit ekki

3 ummæli:

Dabe sagði...

Spurning um að fara koma upp svarta listanum aftur.. sá sem talar illa um R.E.M. (ekki REM) á skilið að fara á slíkan lista. Þessir menn eru, voru og verða snillingar. Ég veit svo ekki hvaða "betri" tónlistarsmekk þú ert með, síðast þegar var í partýi hjá þér þá vildiru endilega hlusta á Leoncie. How do you like them apples.

Andri Hugo sagði...

Hehehe ... þá tek ég nú R.E.M. (sko!) fram yfir Leoncie :P

Annars á ég ennþá Hitachi fermingargræjurnar mínar, og eiga þær m.a.s. 3 ár á ykkar. Fjarstýringin og geislaspilarinn eru reyndar búin að gefa upp öndina fyrir löngu en restin af þeim eru niðrí stofu hjá ma&pa.

Jóna Heiða sagði...

Aiwa graejurnar voru lélegar. Er thad ekki? Voru thau ekki alltaf ad bila?