22. janúar 2005

idol

Djöfull var ég pirraður yfir Idolinu í gær. Ekki endilega með það að Völu skyldi vera hent út, heldur með það hvernig henni var hent út. Vala átti ekki sinn besta dag í gær og var kannski eðlilegt að hún yrði meðal þriggja neðstu, en viðbrögð dómaranna fundust mér fyrir neðan allar hellur og ég missti í raun allt álit á þessu fólki. Þeir gjörsamlega rökkuðu stelpuna niður og þrátt fyrir að helmingurinn af hópnum hafi verið hörmung þá fékk enginn þeirra neitt svipaða gagnrýni. Og það var ekki farið út í að afsaka og væla eins og er búið að vera gera með litla dýrið í síðustu tveim þáttum (sem er svo mikið krúttípútt blööhhhhhh) þrátt fyrir að hún hafi verið hörmung í þeim báðum, bara svo dæmi séu tekin. Hún var með hita þannig að það var allt í lagi að hún syngi illa. Vala sagði nú í Idol extra hjá mstr. Gay Gayson að hún væri nú með 39 stiga hita og vesen. Mér fannst eiginlega dómararnir rústa þessum þætti þar sem þeir voru gjörsamlega búnir að ákveða hver ætti að detta út og komu því mjög á framfæri, þannig að það var ekki einusinni spennandi að horfa á þáttinn. Skutu sig nú aðeins í fótinn þar.

Umræðan var líka búin að ganga út á þetta alla vikuna, þ.e. að koma Völu út. Ég heyrði í Þorvaldi í Ísland í bítið og þar var hann að röfla hvernig þetta væri nú allt of mikil bæjarfélaga keppni orðin, þar sem fólk kæmist áfram bara út á það að eiga stórt bæjarfélag bakvið sig og var augljóst að hann beindi spjótum sínum að Völu. Talaði um að einn besti keppandinn (Nanna) hafi dottið út síðast og eitthvað bla bla. Svo heyrði ég í einhverjum í útvarpinu, bylgjunni eða FM, tala um það að Vala hefði nú átt að vera sú sem datt út og meira bla bla. Hallóoóó.. Vala var meðal þriggja neðstu þannig að hvað var verið að röfla, kannski söng hún ekki eins vel og Nanna, en hún var allavega skemmtilegri karakter í þessari keppni. Man eftir Nönnu í forkeppninni þar sem hún var að rembast við að dansa í einhverju laginu og það var eitt það hræðilegasta sem ég hef séð. Hún náði allavega ekki til mín og kom mér ekkert á óvart að hún hafi verið meðal þeirra neðstu.

Svo býður þessi keppni upp á þetta. Það eru kannski 3-4 sem geta sungið af viti og fá langflest atkvæðanna. Það er bara eðlilegt. Í raun væri eðlilegt að þessir 3-4 fengju öll atkvæðin því svo miklu betri eru þeir en restin. Svo skiptist restin af þeim fáu atkvæðum sem eftir eru á milli þeirra sem ekki stóðu sig nógu vel. Þá kemur það í ljós að þeir sem hafa gott bæjarfélag á bakvið sig fá líklega fleiri atkvæði þaðan upp á klíkuskapinn. Þeir "lélegri" frá stóru samheldnu bæjarfélagi hanga því væntanlega inni lengur en þeir "lélegri" frá minni bæjarfélagi, ja eða Reykjavík, því það er allt í einu svo slæmt að vera þaðan miðað við það sem Þorvaldur sagði í ÍíBítið. .... var að kanna málið og sá að Nanna er úr Hafnarfirði. Á að reyna segja mér að hún hafi ekki fengið samúðaratkvæði þaðan. Bull. Ef þetta er svona eins og talað er um, þá finnst mér það bara FLOTT, og sýnir hve vel Eyjamenn styðja við bakið á sínu fólki í gegnum súrt og sætt.
Eina vitið væri að sjálfsögðu að kjósa þann einstakling sem fólki fannst lélegastur það kvöldið.. held það gæfi betri mynd af því sem fólki finnst.

Það sem ég er semsagt að reyna að segja er að það var augljóst að hvorki Vala né þessi Nanna áttu upp á pallborðið hjá landsmönnum í þessari keppni og því fór sem fór. En það hefði verið í lagi að leifa þeim að fara út með smá reisn.
Posted by Hello

5 ummæli:

Nonninn sagði...

Þetta setti ljótan blett á þessa keppni og er þeim dómarahórum til skammar. Ég varð hreinlega illur og má þessi keppni eftir þetta fara í rassgat og ætla ég að horfa á American Idol þar sem menn halda ekki uppá neinn. Vá hvað þeir eru hrifnir að Karrý kryddinu(ekki misskilja en hún yrði kölluð þetta ef hún væri í Spice Girls) frá Akranesi og helduru ekki að hún fái meiri stuðning heldur en Vala frá Eyjum. Með hverju hugsar þetta lið, rassgatinu ?

Andri Hugo sagði...

Ég hef haldið því fram frá upphafi að íslensk Idol keppni gengur bara ekki. Þetta er einfaldlega allt of lítið land og endar auðvitað bara í vinsældarkeppni, eins og allt annað.

En ég er bæði sammála og ósammála því að kjósa keppendur úr keppninni, frekar en að greiða þeim atkvæði til að kjósa þá áfram. Það myndi auðvitað gefa mikið raunsærri mynd ef það væri kosið úr, en það væri frekar leiðinlegt fyrir áhorfendur að vera öskrandi og kvetjandi sitt lið áfram en fá svo ekki að greiða þeim atkvæði :P

Dabe sagði...

Jámm, það er kannski eina leiðin að reyna fá fólk til þess að kjósa þá sem þeim þykir bestur.. og ég held reyndar að það sé þannig að mestu.. eins og ég segi, þá held ég að þessi keppni sé yfirleitt milli 3-4 fjögurra efstu og hinir "fá að vera með".

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn í gær.....
Kveðja frá baununum Anitu og Sigurði

Nafnlaus sagði...

Já þetta var þeim öllum hreinlega til skammar. Skil ekki hvað fólk fær út úr því að rakka aðra svona niður í svaðið og hvað þá fyrir framan alþjóð. Ég held að Vala greyið viti það sjálf manna best að hún stóð sig illa þarna. Hvað er Karrý kryddið að gera þarna?? Annars er Heiða að mér finnst að rústa þessari keppni.
" WHAT ......... EVER..... "