17. janúar 2005

Mér er sama hvað þið segið..

...þessi drykkur gæti bjargað mannslífum.
Ég hef lengi álitið sjálfan mig frekar mikinn kókista. Fátt eins gott eins og ísköld kók á mikilvægum augnablikum. Ég hef því yfirleitt fussað og sveiað yfir öllu merkt diet, max, zero eða öðru álíka sulli. Svo einn daginn um daginn vatt sér að mér maður í vindjakka merktum Coca Cola light og bauð mér að smakka drykkinn nýja, sem var svo vel merktur á jakkan hans. Í fyrstu leist mér ekkert á en sló til. Herramaðurinn ungi opnaði fyrir mig dósina, rétti mér og sagði að þetta yrði að drekka ískalt. Ég fór að ráðum hans og seypti á. Viti menn, þetta var ekki ógeðslegt. Ekki alvöru kók, en ágætt. Ég prufaði því að kaupa flösku og fór að prufu"keyra" nýja drykkinn með öllu því sem kók er ómissandi með. Pizza, Popp, saltstangir, lambakjöt með brúnni sósu og kartöflum. Alltaf stóðst Coca-Cola light prófið. Ef drukkið eitt og sér finnur maður örlítinn diet keim af Coke-Light (sem er svo viðbjóðslega áberandi í Diet-kók), en nógu lítinn til að hann trufli að minnsta kosti ekki mína bragðlauka. Ég er því búinn að skipta. Ég drekk héðan í frá Coca Cola light.
Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það er eitthvað hollara.
Posted by Hello

3 ummæli:

Dabe sagði...

Þetta er alveg örugglega ekki án sætuefna..held það séu bara önnur sætuefni en í diet. Í þessu er aspartam og asesúlfan-K ef það hjálpar eitthvað.. varstu ekki næringarfræði?

Andri Hugo sagði...

Hmmm ... ég gef mig aldrei undir það að "ekta" er best. Það kemur ekkert í staðin fyrir "ekta", nema það sé eitthvað allt annað. En ég væri forvitinn að smakka, ef ég væri þá ekki hættur að drekka kóla drykki :P

Nonninn sagði...

Ég verð bara að vera sammála þér Davíð í þessu, þessi drykkur er bara mjög fínn og langt síðan ég hef smakkað eitthvað í áttina að kóki svona gott. Veit samt ekki hvort ég skipti það kemur í ljós !