6. janúar 2005

Neiiiii... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
Neiiii.... kominn úr jólafríi
(já,ég veit.. ég er cheap, með demoútgáfu af brosköllum)

Nei annars, er ekki bara ágætt að byrjað að gera eitthvað af viti aftur.
Hátíðin að klárast og "oh there goes gravity, back to reality" eins og segir í textanum. Er þá ekki upplagt að taka saman það sem á daga manns hefur drifið.
Jólin voru fín í flesta staði. Helst mikið á sig lagt varðandi ferðalög á Mjóafjörð/Reykjavík/Vestmannaeyjar um hátíðarnar, en svona er þetta víst ef maður vill hitta ættingja og vini um hátíðarnar, sem ég held nú að flestir vilji.
Eyddum jólunum í Mjóafirði í snjó og kulda. Höfðum það mjög gott og var étið ótæpilega af hamborgarahrygg, hangikjöti, laufabrauði og öðru góðgæti. Sérstaklega voru rúsínukökurnar góðar.sllllleeeeeeeeeeffffff, slurp og kjamms. Síðan var slakað á, lesið og spilað og fleira skemmtilegt, á meðan úti geisaði stormur.
Átti reyndar ekkert voðalega náðuga daga um áramótin. Um leið og var komið til eyja á miðvikudeginum fyrir áramót var farið í það að taka upp atriði í hið árlega fjölskylduskaup. Allt í lagi með það. Svo var farið að klippa á fimmtudeginum og ljóst að tíminn var naumur. Það var því unnið langt fram á aðfaranótt föstudagsins. Vinnan gekk ágætlega og var byrjað aftur um 11 á gamlársdags-morgun til að klára renderingu og koma efninu á disk. Það gekk nú ekki betur en svo að kl 22 um kvöldið hafði það ekki enn tekist. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst nú samt að klára þetta rétt fyrir miðnætti og var hægt að sýna skaupið kl 00:30 þegar sprengjuvargarnir höfðu klárað sig af. Voru margir orðnir annsi óþreyjufullir, enda búið að bíða eftir skaupinu frá því fyrr um kvöldið. Held ég að ágætlega hafi tekist til og alltaf jafn gaman að standa í svona bulli.
Aðrir hápunktar hátíðanna:
Hitta ættingja og vini
Át og drykkja, pizzan hjá Margo alltaf góð;-) ekki satt Andri. Öss.
jólagjafir.. (sem þó verða færri með hverju árinu)
Kenndi 7 mánaða "mágkonu" minni að klappa (vil ég meina)
Spilamennska, sem var reyndar upp og ofan. Vann held ég í 2 af 4 skiptum sem ég spilaði um hátíðarnar
KFS bolti á gamlársdag, þar sem mitt lið kom til baka eftir erfiða "skora á lofti" keppni og var hársbreidd frá því að sigra mótið.
Lágpunktar:
Ferðalög um hátíðarnar, sem meðala annars fólu í sér:
- 3 tíma bið á Reykjavíkurflugvelli vegna slæmra lendingarskilyrða á Egilsstöðum
-ferð með flóabátnum Anný, sökum ófærðar á Mjóafjarðarheiði
-Flugferð frá Egilsstöðum þar sem skiptust á él og hristingur og endaði með því að vélin
þurfti að hætta við lendingu og gefa allt í botn rétt áður en hún lenti í Rvk og taka
aukahring sökum hliðarvinds á braut
- 2 Herjólfsferðir í misgóðu veðri.
Ofát
Sigur Sindra Viðars og félaga í KFS gamlársbolta.. sérstaklega Sindra Viðars
Vesen við að koma skaupinu á cd


Jamm, þar hafiði það. Hátíðarnar hjá mér í hnotskurn.



2 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Jújú, ansi magnaðar pizzurnar hjá henni múttu. Það er alveg sama hvað ég (eða aðrir) hef reynt, get ekki fyrir nokkra myni haft þetta eftir henni. Ekki heimabakaðar allavega :P

Nonninn sagði...

Pizzurnar hennar Margo eru eitthvað sem mun lifa í minningunni sem það ótrúlegasta sem smakkast hefur ! Vá !