Guess who´s back
Djöfullsins snilld maður. Skímó mættir aftur. Sá þá áðan í Ísland í dag og fannst þeir þokkalega þéttir. Verst að maður er að læra undir próf og kemst ekki til þess að sjá þá á Selfossi um helgina. Heimabærinn þeirra og svona, hlýtur að verða þokkalegt gigg. Maður getur þá bara hlakkað til að sjá þá á Gauknum í mars, ójé. Annars finnst mér geðveikt að sjá hvað þeir hafa breytt um stíl. Eru hættir að vera svona hnakkagaurar frá Selfossi og komnir í Rokkgalla. T.d. er Addi Fannar með miklu flottara hár en áður og er með svipuð gleraugu og James Hetfield í Metallicu notar. Geðveikt.
Þeir sem sjá ekki kaldhæðnina í þessu bloggi mega fara upp á borð og prufa að skutla sér fram af því og athuga hvort þeir slasist ekki örugglega smá.
4 ummæli:
Geeeggjað maður! Ég var líka að heyra að Valur og Íris væru byrjuð aftur saman og Buttercup ætli að gera allt geeeeeðveikt í sumar, massa endurkoma bara og læti!
Hnakkarnir snúa aftur, já það er meiri kraftur í þeim en ég hélt. Nei ég veit ekki hvar þú heyrðir þetta með Val og Írisi en Íris er víst byrjuð með Hanna trommuleikara og ætla þau að stofna hljómsveit fyrir sumarið. Hvað ætli hún muni heita???? Ostaveislan???
Ehehehe þú ert svona fyndinn Dabbi. Ég vissi ekki að þú byggir yfir svona skemmtilegri kaldhæðni þannig að í eitt augnablik hélt ég að þú værir að meina þetta.
-Johnny
Þetta skímódæmi er það súrasta sem ég veit um, Addi Fannar ætti að skjóta sig með agúrku. Agalega er maðurinn sorglegur !!!
Skrifa ummæli