6. febrúar 2005

Moses went walking with the staff of wood...
Newton got beaned by the apple good...
Egypt was troubled by the horrible asp...
Mister Charles Darwin had the gall to ask...
...Yeah, yeah, yeah, yeah.

OMG, omg, omg. Mér kitlar í magann.
Rumour. Helvítis kjaftagangur. Ég vill fá staðfestingu. Ef það er einhver hljómsveit í heiminum sem ég myndi leggjast í ferðalag til að sjá fyrir utan METALLICA þá væri það R.E.M. Og ekki væri verra ef hún kæmi og spilaði í bakgarðinum hjá Nonnanum. Djöfull væri það gaman....Hef semsagt heyrt að þeir séu á leiðinni. Mín uppáhaldshljómsveit til margra ára. Gæti gert langan lista með snilldarlögum. Hef ekki tíma í það núna, geri það fljótlega. En svona til að byrja með mætti nefna nær öll lögin á Automatic For The People, sem inniheldur meðal annarra; Man on the moon, sidewinder sleeps, Everybody hurts, Find the River ofl. ofl.

Og til að fullkomna dæmið þá kæmi Incubus á eftir þeim. Þá gæti ég dáið tiltölulega sáttur, eða svona.. kannski nokkrir aðrir hlutir sem mig langar að klára fyrst. En allavega, þá væri tveimur hlutunum færri á THE LIST. Posted by Hello

8 ummæli:

Nonninn sagði...

Get ekki sagt að ég sé aðdáandi Rem en ég myndi nánast gera hvað sem er til að sjá Incubus enda alveg stórkostleg hljómsveit !

Nafnlaus sagði...

frekar Rapid Eye Movement en Incubus


jks

Dabe sagði...

Ekki rem, ekki Rem, ekki REM.. heldur R.E.M. (ARE EEE EMM) ... annað er bara eins og segja mu þegar talað er um M.U.

En já, þú segir að þeir eigi ótrúlega mikið af rusli, en nokkur góð alltaf inn á milli. Reyndar er ég ekki alveg sammála, því flestir diskarnir þeirra finnst mér svona heilt á litið mjög góðir. Á undanförnum plötum hafa verið 1-2 lög fyrir almúgann, þ.e. sem þykja útvarpsvæn en restin hefur oft verið tormeltari. EEEN, við nánari hlustun kemur í ljós snilldin á bak við. Kannski hefur maður meiri þolinmæði gagnvart hljómsveitum sem maður heldur upp á og það gerir það að verkum að eitthvað kemmst til skila sem annars hefði farið framhjá manni, eins og víst er um mikið af þeirri tónlist sem maður hlustar á.

Það sem ég er s.s. að segja er að þeir eru snillingar frá toppi til táar.

Dabe sagði...

Jú, það vill svo skemmtilega til að ég er í taugalífeðlisfræði og er að fara í próf í faginu eftir rúma viku. Þar er einmitt komið inn á svefn og mismunandi stig hans. Eitt stig svefns er einmitt REM svefn, eða Rapid eye movement svefn (bliksvefn). Skipta má svefni í þrjú stig. Grunnur svefn, þar sem auðvelt er að vekja okkur, djúpur svefn, og svo REM svefn. Í REM svefni er líkaminn sofandi, þ.e. vöðvar eru slakir og nokkuð þarf til að vekja. En heilinn er mjög virkur á þessu timabili og virkni hans ótrúlega lík því sem gerist í vöku, fyrir utan vöðvahreyfinguna en augun hreyfast þó mikið. Á þessu stigi eru draumar hvað aktívastir og líklegra að við munum draum ef við vöknum upp beint upp úr þessu stigi.

Og þar hefuru það. Og djöfull ætla ég svo að vona að það verði spurt um þetta á prófinu.

Dabe sagði...

Monthani

Jóna Heiða sagði...

Mig langar frekar á Metallica. Langar samt mest á Slayer. Sé hrikalega eftir því að hafa ekki farið í september í Berlín. Baaaaah...

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði nú að monta mig af þessu REM/U2 dæmi sjálfur... en Hildur er búin að gera það fyrir mig :-) Það er s.s. REM 17.júní í Manchester og svo U2 í London 18.júní ! - Smári J

Dabe sagði...

Pruffsss.. þið megið monta ykkur eins og þið viljið. En það toppar ekkert síðasta sumar. 2 Metallica tónleikar. Og þó ég eigi eftir að sjá R.E.M.(!!!!punktar á milli, hversu erfitt er að skilja það- ég held upp á M.U.F.C. ekki Mufc) þá á ekkert eftir að toppa þessa tvenna tónleika, nema þá Metallica aftur. Og U2- jú, það væri gaman að sjá þá, en þeir hafa einhvernveginn aldrei náð að hrífa mig. Væri svipað fyrir mig að sjá þá og Robbie Williams held ég, eflaust gaman, en...