11. mars 2005

Fyndið stöff

Ég er á póstlista hjá sambíóunum og fæ alltaf sent reglulega auglýsingar um nýjar myndir og forsýningar. Finnst einhverjum öðrum en mér eitthvað athugavert við þennan texta?

Bill Murray leikur sjávarlíffræðinginn, Steve Zissou sem ákveður að hefna sín á dularfullum hákarli sem drap vin hans.
Hér er ótrúleg fersk og frumleg kvikmynd á ferðinni.Með aðalhlutverk fara auk Bill Murray þau Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Huston, Willem Dafoe, Jeff Goldblum, Michael Gambon og Noah Taylor.Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Wes Anderson sem gerði “Rushmore” og “The Royal Tenenbaums”.
Það á eftir að koma íslenskum kvikmyndahúsagestum verulega á óvart að heyra lag Sigur Rós sungið á íslensku á mjög mikilvægum kafla í myndinni!

3 ummæli:

Nonninn sagði...

Held að hlutir komi alls ekkert á óvart þegar það er búið að segja manni frá þeim. Annað sem ég tók líka eftir er það hvað við Íslendingar eru mikið að monta okkur af fólkinu sem nær einhverjum árangri í útlöndum, svona íslensk þjóðernisremba. Getur einmitt verið agalega leiðinleg !

Dabe sagði...

Já, einmitt.. svo er lagið líka á svo mikilvægum kafla í myndinni (hristi haus).

Nafnlaus sagði...

Sagt er að lagið sé sungið á íslensku..... kannski er það bara ég en ég skil ekki þessa íslensku sem Jónsi er að syngja í Sigur Rós.

kv.
jks