27. apríl 2005

Blórabögglar


Nú er fólk að fara hamförum yfir því hversu hættulegir STRÁKARNIR á Stöð2 eru börnum þessa lands og að nauðsynlegt sé að færa þá aftar á dagskrá. Las grein eftir einn í fréttablaðinu þar sem hann tekur undir þessa kröfu. Ástæðan? Jú, hann segir frá því að hann hafi rétt náð að stöðva son sinn sem var á leið inn í þvottavél til að standast áskorun félaga sinna. Svo sagði hann að krakkarnir hans væru alltaf í einhverjum leikjum eða drekkandi ógeðisdrykki að strákanna fyrirmynd. Að lokum sagði hann að það væri samt enginn búinn að slasa sig... ennþá. Þetta væri því alltsaman stórhættulegt og rétt að flytja þáttinn aftar.

Come on.
Þarna fannst mér höfundur greinarinna beinlínis vera lýsa því í orðum hversu hörmulegt foreldri hann er og ljóst að uppeldið á krökkum hans stenst ekki lágmarks kröfur.
Það hlýtur að vera hans að reyna krökkunum sínum muninn á réttu og röngu.
Það hlýtur að vera hans að fá krakkana sína til að velja þar á milli.
Það hlýtur að vera hans að banna þeim að horfa á þáttinn ef hann er svona stórhættulegur.
Það hlýtur að vera hans að taka ábyrgð á krökkum sínum.

Fólk ætti að hætta að gera aðra að blórabögglum fyrir eigin mistök. Posted by Hello

2 ummæli:

Andri Hugo sagði...

Monkey see, monkey do ...

En annars er þetta satt, hann á nú alveg að geta agað krakkana sína betur en þetta. Það var margt sem ég fékk ekki að horfa á þegar ég var krakki og ég hlýddi því. Eru krakkar bara hættir að hlýða? Eða eru foreldrar bara orðnir svona slappir?

Nonninn sagði...

Alltaf skulu þessir aumingja foreldrar finna aðra enn sjálfa sig um hvernig börnin þeirra eru. Það er sjónvarpinu og tölvunni að kenna hvernig börn eru í dag, hvílík vitleysa og heimska í fólki í dag. Það hefur val að slökkva á sjónvarpinu og horfa á eitthvað annað, aumingjar !