26. apríl 2005

Af hljóðum og óhljóðum
Nú, í lestrartörn hinni síðari þessa vorönn, er komið gott veður og hiti. Út um gluggan sjást Akrafjall og Skarðsheiði í fjarlægðarbláma. Yndislegt að opna gluggann, njóta útsýnisins, finna sjávargustinn, heyra í fuglunum syngja og öldunum brotna ... og bílunum keyra framhjá. Helvítis bílunum. Ég er orðinn þreyttur á eyrnartöppum þannig að ég er að hugsa um að rölta í Húsasmiðjuna og kaupa mér alvöru hlunka eyrnahlífar eins og ég hef séð nokkra í skólanum með. Skal láta vita hvernig gengur að nota þær. Nenni ekki að hlusta á skrjóðana keyra framhjá lengur.

Hér eru svo myndasyrpa frá skólapartýi um daginn. Þarna var Bjarki mættur og stakk upp á myndasyrpukeppni milli okkar og tveggja bekkjarsystra minna. Keppnin er þannig að sex myndir eru teknar og á þeim sést lítil saga- það par sem átti betri sögu vann. Ég vil meina að við félagarnir höfum unnið. Dæmi hver fyrir sig.

MYNDASYRPUKEPPNI

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey...Bjarki viðurkenndi það sjálfur að hann klúðraði myndartökunni! ...fyrir utan það þá fenguð þið miklu skemmtilegra þema! ;)

Dabe sagði...

prfss.. afsakanir afsakanir. Þið getið fengið re-match ef þið viljið.. hvenær sem er, hvar sem er- við hræðumst ekkert.

Dabe sagði...

Og b.t.w. hvernig fannstu bloggið mitt. Hélt að enginn í skólanum þekkti það. Þetta var leyniblogg, en er það greinilega ekki lengur.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu...ætlaði ekki að særa blygðunarkennd þína með því að ráfa inn á bloggið þitt en það er inni á síðunni hans Hjartar Haralds

Dabe sagði...

Jámm, var búinn að taka eftir því.. þá er bara spurning hvernig hann rakst á það.. ég er svosem ekkert alveg miður mín heldur. Bara skemmtilegra ef fleiri lesa. En ætli það sé ekki best að ég hreinsi út gömlu bloggin mín þar sem ég var að rakka niður þetta gengi sem er með mér í læknó:)