25. apríl 2006

Minningar!
Hörmuleg viðbröðg við ósk minni um kosningar í síðustu færslu. Reyndar er alveg einn búinn að kommenta en eins og fyrri daginn þá virkar þessi síða eitthvað heimskulega, allavega á tölvunni minni þar sem ég sé aldrei hvort einhver sé búinn að kommenta. Og já, ég er búinn að ýta á refreash. Heimska drasl.
Samt alltaf hress.
Varð hugsað til þess núna þegar NONNINN var að blogga um Load og Reload diskana með ofurgrúbbunni Metallica hvernig sumir diskar festast við ákveðinn tímabil í lífinu. Ég man t.d. mjög vel að þegar Load kom út sumarið '96 þá keypti ég hann í fríhöfninni á leiðinni út til Bandaríkjanna. Þangað fór ég með foreldrum mínum í minningarathöfn nafna míns og guðföður David Parkhurst skiptinemapabba mömmu. Auk þess ferðuðumst við aðeins um Maine fylki Bandaríkjanna, þó aðalega heimabæ hans Boothbay Harbour. Alltaf sat ég í aftursætinu á ferðum okkar og hlustaði á diskinn í ferðageislaspilaranum mínum og núna tengi ég alltaf ákveðið útsýni sem blasti við okkur þegar við keyrðum yfir einhverja brú einhversstaðar í fylkinu við ákveðið lag á þessum disk. Vonandi maður eigi eftir að fara yfir þessa brú aftur í framtíðinni. Fleiri dæmi sem ég hef er nýjasti Frans Ferdinand diskurinn sem ég hlustaði á í ofsalegum próflestri fyrir Iðraanatómíu- vekur reyndar ekki upp skemmtilegar minningar. R.E.M. diskinn UP hlustaði ég mikið á í nördaferð okkar Bjarka og Freydísar í Noregi og svona mætti nefna fleiri dæmi. Queen var til dæmis alltaf á fóninum þegar við bræðurnir tókum föstudagshreingerningu heima í Eyjum í gamla daga. Og þegar ég meina fóninum þá var það vínill í plötuspilaranum sem Huginn átti. Skemmtilegt.

2 ummæli:

Nonninn sagði...

Ég gæti lengið talið upp um diska sem minna mig á ákveðinn tímabil enda var ég nánast alltaf með vasadiskó þegar ég var yngri. Ég gæti hreinlega ekki hugsað mér að hlusta ekki á músík yfir allann daginn, hvað myndi ég gera ?

Andri Hugo sagði...

Load minnir mig alltaf á Ísfélagið. En ekki á neikvæðan hátt. Held að Load hafi verið það eina sem kom mér í gegnum sumarið '96, enda djöfulllegt og niðurdrepandi að vinna í Ísfélaginu.