23. apríl 2006

Ofsalegt partí hjá Ella!

Fórum núna skömmu fyrir páska í 25 ára afmælispartí til Elíasar Inga. Heljarinnar stuð og læti. Hef nú gerst svo duglegur að setja myndirnar inn á netið og má finna þær HÉR. (Password-ið er nafnið á uppáhalds NBA körfuknattleiksmanninum mínum fyrr og síðar í NBA í einni bunu og með litlum stöfum. )
Í þessu fjölþjóðlega afmælispartíi var ofsaleg keppni milli fjögurra liða sem hópnum var skipt í. Endaði með að tvö liðin voru jöfn í efsta sæti og voru úrslitin látin ráðast á því hvaða liðsfáni fólki þætti flottastur. Ekki var ég nú alveg sáttur við hvernig þær kosningar fóru fram og hvernig þær enduðu. Tel ég að brögð hafi jafnvel verið í tafli. Myndir af þessum fánum eru í möppunni á fyrstu síðu og bið ég nú fólk að skoða þá vel og velja hvaða liðsfáni þeim þykir flottastur.

Grettukeppni fór líka fram í myndatökunni og á eftir að fá fram sigurvegara í henni. Bið ég því fólk líka að velja bestu grettumyndina að þeirra mati.

Annars er það að frétta að við vorum á Mjóafirði um páskana og á ég eftir að setja inn myndir og segja frá því ferðalagi við tækifæri.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, mér þykir þú góður með þig!! Setur bara inn myndir og læti en engan link á mig!!!!???

Dabe sagði...

Mmm.. við skulum sjá til. En þú átt að kjósa hvaða flagg átti að vinna. Vil vita hvort fólki finnst ekki okkar flagg flottast, segi samt ekkert hvaða flagg það er.

Nafnlaus sagði...

Ok. Þar sem ég get ekki kosið sjálfa mig (það er bara asnalegt) þá fær mæðgina-grettan mitt atkvæði. Þ.e. Elías&mútter. 2 fyrir 1.

Svo þýðir ekkert að kvarta undan kommentaleysi þegar ég kommentaði 1000 orð um hvernig á að setja inn myndir! *hnuss*

Mér fannst líka the all-seeing-eye vera flottast. Eða kannski fyndnast?

Dabe sagði...

Kæra Ósk,
ég var bara að sjá það komment í gær, takk fyrir ráðleggingarnar. En þrátt fyrir að ég hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut öðruvísi þá virkar það fínt núna að setja inn myndir og eins sé ég núna þegar fólk er búið að kommenta. Þetta er allt hið dularfyllsta.

Enginn Einskisson sagði...

Kæri Davíð.

Þú ert ágætur!

Kindin Einar sagði...

Flottar myndir. Mæðginin fá mitt atkvæði