16. ágúst 2004


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Sannaðist hið fornkveðna um helgina að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Oft hef ég blótað lélegum lýsingum frá knattspyrnuleikjum í sjónvarpi. Mér hefur verið tíðrætt um t.d. Gaupa, Steina, Hödda Magg og hina gaukana á sýn sem oft á tíðum hafa verið að tapa sér í ruglinu. Annar hver leikmaður er stórkostlegur eða gerir eitthvað magnað þegar Gaupi er að lýsa leik og Höddi ætlar að gleypa míkrófóninn í hvert skipti ssem eitthvað markvert gerist. Ég hélt því að framundan væru yndislegir dagar á Skjá1 þar sem valinkunnir einstaklingar í bland við enska þuli áttu að lýsa leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. En góðan daginn. Í fyrsta leiknum sem ég sá (MU vs. Chelsea) var búið að planta Gunna, úr Gunni og Felix í Stundinni okkar, og hinum gríðarhressa (NOT) Arnóri Guðjonsen í lýsarastólinn. Lélegri lýsingu á knattspyrnuleik hef ég ekki heyrt lengi. Ekki nóg með að Gunni hafi einstaklega leiðinlega rödd og sé almennt leiðinlegur leikari að mínu mati þá kom bara tóm tjara upp úr honum. Hann skildi t.d. ekkert í því þegar United tók innkast við miðju vallarins og boltanum var hent til baka á varnarmann. "Þegar ég var í fótbolta var okkur kennt að það ætti að henda fram á völlinn í innkasti" heyrðist í Gunna. Hvaða bull er þetta.
Þetta var nú bara fyrsti leikurinn hans svo hann á e.t.v. eftir að skána. Svo getur maður líka huggað sig við það að ensku þulirnir verða látnir vera á í einhverjum leikjum. Samt er ég eiginlega strax farinn að sakna gömlu félaganna á SÝN.
Posted by Hello

6 ummæli:

Nonninn sagði...

Agalega var ég sammála með það að hvað í andskotanum eru þeir að gera með Gunnar þarna, hjálpi mér Guð. Um leið og hinn gríðarhressi Arnór Gudjohnsen ætlaði að segja eitthvað, sem var reyndar ekki mikið, greip Gunni frammí með einhverju hálfvitalegu commenti. Samt mun ég aldrei segja að ég sakni sýn manna enda voru þeir allir vanskapaðir með tölu. Gaman samt að heyra aftur í Snorra Sturlu sem var virkilega góður að lýsa leik Liverpool og Tottenham þar sem hann hélt að Tottenham hefði skorað en það var verið að endursýna markið þeirra !!!

Andri Hugo sagði...

Jemmmmm .... Gunni ætti nú bara að halda sig á stað þar sem fólk hefur ekki vitsmuni til að sjá í gegnum lapþunnan og hundleiðinlegan persónuleika hans, sbr. Stundin Okkar. En ég kem aldrei til með að segja að ég sakni Hödda Magg, eitthvað leiðinlegasta gerpi sem Ísland hefur af sér alið. Jesús minn ... En djöfull er hressandi að hafa enska þuli í þessu líka. Snilld!

En ég er til í að ganga í klúbbinn hans Bjarka. Má ég vera meðlimur #2? Skal var rosa aktívur og búa til spjöld og svona sem við getum gengið með fyrir utan húsnæði Skjáseins þegar hann er að lýsa leikjum.

Dabe sagði...

Ok, Bjarki þú skipuleggur stofnun "No Gunnars" klúbbsins á Íslandi. Andri sýnist mér ætla að sjá um útlitshönnun, logo og þvíumlíkt. Ég bíð bara eftir frekari útlistingum.

Nonninn sagði...

Ég ætla að sækja um að verða meðlimur þessa klúbbs númer 5, þannig að hringið í mig þegar klúbburinn fer í gang. BLEEEE

Andri Hugo sagði...

Hey, það var víst einhver grein í DV í dag þar sem var verið að kúka yfir hann Gunnar. Yfirskriftin var eitthvað á þann veg að hún kallaði hann flón eða fífl og svo hakkaði blaðamaðurinn hann bara í sig! Las þetta ekki en var sagt frá þessu. Vonandi að maðurinn fái ekki að lýsa fleiri leikjum!

Andri Hugo sagði...

Er ekki kominn tími á smá meira blogg?