13. ágúst 2004


UUOOOOghghghhg. Heyrist ekki eitthvað svona þegar maður ælir. Ég var allavega mjög nálægt því að æla áðan í vinnunni minni. Eins og sumir vita þá er ég búinn að vera stúdera þorsk í sumar og felst í þeirri stúderingu að kryfja þarf innyfli fisksins svo eitthvað sé nefnt. Í gær fór ég ásamt föruneyti og náði í fisk úr gildru við Keiko-kvína. Þar sem ég þurfti að fara upp á land að keppa ákvað ég að setja þann fisk sem náðist í í smá klaka og hélt að hann yrði þokkalegur í dag til rannsókna. En nei, því var öðru nær. Klakinn hefur væntanlega dugað skammt og fiskurinn lá því í stofuhita í alla nótt. Svo hófst ég handa í hádeginu í dag. Öðru eins ógeði hef ég ekki lent í. Lyktin sem gaus upp úr innyflunum á þessum kvikindum er ólýsanleg og ég held að ég eigi ekki eftir að borða fisk næstu vikurnar. Bjakk. Lexían er því þessi. Ef þú ætlar að rannsaka fisk, gerðu það eins fljótt og hægt er. Ef því verður ekki við komið, komdu fiskinum þá í almennilega kælingu. OK!!

Svo eitt, myndin hér að neðan af mér með hornsílið er tekin af slinger.tk með góðfúslegu leyfi.

Og svo vil ég benda á skemmtilegar myndir frá Þjóðhátíð 2004 hjá Andra Hugo. Leitið sérstaklega að þúsundtannamanninum. Posted by Hello

Engin ummæli: