Jæja, þá er maður byrjaður að blogga á ný. Vonandi einhverjum til ánægju og yndisauka. Er aðeins búinn að breyta lúkkinu aftur, setti bara fyrirframtilbúið sull frá blogger. Spurning hvort það breytist seinna. Eins eitthvað búinn að prufa setja inn myndir og svona, það virðist virka að einhverju leyti. Allavega er komin inn mynd af mér með hornsílunum fimm sem fengu að fljóta með á þjóðhátíð. Þau heita Árni Matthísen, Árni Johnsen, Davíð Oddson og svo man ég ekki hvað síðustu tvö hétu... þið getið kannski hjálpað mér með það, ég sagði ófáum nöfnin á þeim á sunnudagsnóttinni á þjóðhátíðinni. Þeim var slept við hátíðlega athöfn í tjörnina í Herjólfsdal skömmu eftir að Stígur hafði tekið sinn árlega sundsprett. Virtust þau frelsinu fegin og ætti fólk sem hótaði mér lífláti fyrir að taka þau með mér í dalinn að geta slakað á (Andri, þú veist kannski hver það var). Gott í bili
4 ummæli:
Jújú, það var Rúna, vinkona Ástþórs. Getur séð mynd af henni í þarsíðustu bloggfærslu Ástþórs á http://frizbee.blogspot.com
Annars velkominn aftur og til hamingju með nýja lúkkið, allt annað að sjá þetta! Ólýsanlega ánægja að vera búinn að fá Engilinn aftur!
Jú, passar, það var þessi. Snargeðveik gella greinilega. Vona hún lesi þetta ekki og standi við hótanir sínar, en þær voru eitthvað á þessa leið. "Djöfull ertu ógeðslegur. Ef þú sleppir þeim ekki þá drep ég þig". Og hananú.
Mér fannst samt besta þegar hún tók af þér krukkuna og opanði hana eins og hún ætlaði að fara sleppa þeim og þú spurðir "Hvað ætlarðu að gera núna? Sleppa þeim á gólfið og láta þá drepast þar?!" Hahaha! :D
Það var loksins að menn eru komnir aftur, djöfull tók þetta comeback langa tíma. Næstum því svipaðan tíma og fyrir kristið fólk sem á eftir að bíða eftir Guð og Jesú. Eru þeir kannski sami maðurinn, nei geggjað vitlaus gaur. Ánægður að maðurinn sé kominn aftur, gleður mig innilega að sjá þig !!!
Skrifa ummæli