10. september 2004

TÖLVUÞJÓNUSTA DAUÐANS.
WWWWWWWWWWWelllllllllll þá er maður loks kominn með adsl hér í bænum og getur farið að láta heyra í sér aftur. Nennti hreinlega ekki að nota netið með 50Kb símatengingu. Og enn á ný fær maður frábæra þjónustu með þetta adsl dæmi. Gekk ekkert að tengjast og þeir hjá RHI (sem sér um netið hjá Háskólanum) sögðust ekkert getað hjálpað mér og að það þýddi ekki að hringja í Símann um að fá hjálp. Þyrfti annaðhvort að fá vin eða kunningja, eða tölvuviðgerðarmann til að stilla módemið hjá mér. Jájá, ok. Endaði svo með að ég hringdi nú í Símann áðan, beið í korter og hlustaði á 60´s tónlist á meðan. Svo svaraði einhver gaukur og það fyrsta sem hann sagði mér var að breyta einhverri Vpi/Vci tölu frá 1/36 í 8/48. OG ÞAÐ VAR ALLT HEILA VANDAMÁLIÐ. arrrrggg. Gátu þeir ekki haft leiðbeiningar um þetta með leiðbeiningum um uppsetningu á tengingunni. Svona er þetta tölvuvesen alltaf. Óþolandi. En er allavega kominn með almennilega tengingu aftur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voða er leiðinlegt að komast að því að skrifa undir þetta en ég varð bara að skrifa eitthvað, því það var einsog það læsi engin þetta rusl
kv.Sindri Ólafs.

Nonninn sagði...

Nonninn er alltaf að lesa pistlana hans Dabe og hefur gaman af, er bara að bíða eftir þeim næsta !!!

Andri Hugo sagði...

Já, það líður óþæginlega langur tími á milli annars stórskemmtilegra pistla. Og hvar eru föstu liðirir eins og Maður Líðandi Stundar og Gull- og Svarti listinn?

En svona að pistlinum ... tölvuþjónustuaðilar eru glæpamenn upp til hópa. Tölvubissnessinn er glæpsamlegur út í eitt og til þess sniðinn að mergsjúga eins mikið af peningum út úr viðskiptavinum sínum og mögulegt er. Ætla að skrifa um þetta hjá mér á næstunni. Var að heyra ansi skemmtilega sögu í þessum dúr um daginn. Ööössss!