1. maí 2005

Chelsea meistari 2005

chelseafc.com

Svo lengi sem það er ekki Arsenal...

Nei annars.. þetta er fínt víst United var ekki á skotskónum þessa leiktíðina. Íslendingur í liðnu og svona, það skemmir ekki fyrir. Má væntanlega búast við holskeflu ungra Chelsea-aðdáenda á Shellmótinu í sumar.

Annars er ég alltaf að heyra eitthvað röfl í fólki út af því að það sé verið að kaupa titla. Chelskea!! Það er kannski eitthvað til í því, en er það ekki bara það sama og liðin á Spáni og Ítalíu hafa gert. Er ekki bara fínt fyrir þá sem fylgjast með ensku knattspyrnunni að komið sé nýtt alvöru lið. Fleiri alvöru lið á englandi þýða fleiri enska sem eru að fá mikla reynslu í háklassa fótbolta og það skilar sér eflaust á næsta HM. Bara vonandi að United, Arsenal, Liverpool og e.t.v. fleiri lið nái að halda í við Chelsea þannig að þetta verði aðeins meira spennandi á komandi árum (spurning samt hvort Liverpool eigi heima í upptalningu með hinum liðunum;-).Posted by Hello

4 ummæli:

Nonninn sagði...

Það er ágætt að fá smá fjölbreytni í þetta, var orðið súrt hvað United og Arsenal höfðu unnið hann mikið án þess að einhver annar gæti það. Áfram Roman, hann er ekki búinn að gera annað en að lyfta enska boltanum á hærri stall og ekki veitti af !

Helgi sagði...

Sammála, fyrst að Utd hafði þetta ekki þá er best að liðið með Íslending innanborðs skildi hafa það. Allt gott á meðan að það er ekki Arsenal. Og varðandi þetta væl yfir peningunum. Það er bara svona sem boltinn er orðinn í dag. Menn verða bara að sætta sig við það.

Svo mynd hérna fyrir þig að lokum. En hver er þetta eiginlega með þér á myndinni ??

Dabe sagði...

Ahahhaha.. þvílík snilld. Ætlaru að segja mér að þú þekkir ekki goðið hann Herbert Guðmunds??.. þetta er á árshátíði FÍV, sem var einmitt gríðarleg snilld vegna komu þessa manns.

Nafnlaus sagði...

(spurning samt hvort Liverpool eigi heima í upptalningu með hinum liðunum;-)...... hvers konar dónaskapur og fáfræði er í gangi hérna! maður á bara ekki til orð!!! !"#$%%"#%"#!"

kv.
Steven Gerrard